Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 31
31V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1
Ég tel að það sé hlutverk stjórnvalda að sýna forystu og styðja við nýsköpun í
hvívetna. Áherslan undanfarin ár hefur verið að veita stuðning til sprotafyrirtækja,
styrkja umhverfi nýsköpunar með því að byggja brýr á milli ólíkra aðila í athafnalífinu,
sem eykur í senn þekkingarsköpun á milli og innan mismunandi atvinnugreina. Með
aðkomu sem flestra sköpum við frjóan jarðveg fyrir nýsköpun. Í því tilliti er mikilvægt
er að treysta rannsóknir og hagnýta þá þekkingu sem að þegar er til staðar í samfélaginu
til að auðga atvinnulífið. Brýnt er að styðja við hátækni- og hugverkaiðnaði, t.a.m. á
sviði líftækni, en á hér á landi eru kjöraðstæður til þess. Loftslagsváin kallar einnig á
nýsköpun og þess vegna er mikilvægt að horfa til framtíðar með grænar lausnir fyrir
augum. Halda þarf áfram á þeirri braut að auka fjárframlög til nýsköpunar í hvívetna.
LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR
VINSTRIHREYFINGIN – GRÆNT FRAMBOÐ
Nýsköpun þarfnast margvíslegra næringarefna, bæði efnislegra og huglægra. Horfa
verður á nýsköpun sem viðvarandi viðfangsefni en ekki skammtímaúrræði til að
grípa til þegar að kreppir. Móta þarf stuðningumhverfi til langs tíma sem sæti reglu-
bundinni endurskoðun, t.d. þannig að á hverjum tíma sé vitað hvernig það verður
næstu fimm til sex árin. Þetta á ekki síst við um fjármögnun, styrki, framlag til vísisjóða
og skattalega hvata. Þannig fæst nauðsynleg festa. Stöðugt gengi og samkeppnishæft
vaxtaumhverfi er grundvallaratriði fyrir uppbyggingu útflutningsdrifinna hugvitsfyr-
irtækja. Íslenska krónan veldur sveiflum sem reynast öllum fyrirtækjum skeinuhættar.
Besta lausnin er að taka upp evru í stað krónunnar.
JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON
VIÐREISN
Það skiptir máli að ríkið bjóði upp á gott styrkjakerfi, öflugar stuðningsstofn-
anir, skilvirkt og fyrirsjáanlegt lagaumhverfi og gott aðgengi að áhættufjarmagni.
Vandinn í dag er að styrkjakerfið er vanfjármagnað og stærstu styrkirnir allt of litlir
og ríkisstjórnin var að klára að leggja niður eina mikilvægustu stuðningsstofnunina
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Lagaumhverfið er þannig að það er dýrt og flókið að
reka fyrirtæki og erlendir fjárfestar eru lítið spenntir fyrir litla gjaldmiðlinum okkar
og óáreiðanlegu pólitíkinni. Flest af þessu væri auðvelt að laga. Auðveldasta skrefið
væri að margfalda fjármögnun Tækniþróunarsjóðs og vinna til baka skemmdirnar af
niðurlagningu NMÍ, en ef það er vel gert myndi það borga sig til baka tiltölulega fljótt.
SMÁRI MCCARTHY
PÍRATAR
Við viljum stefna að grænu, stafrænu hagkerfi með
áherslu á jöfnuð. Forsenda vaxtar út úr COVID er
áhersla á nýsköpun, rannsóknir og þróun. Góð grunn-
menntun og hugarfar nýsköpunar byggist upp í öflugu
menntakerfi og til að sá grunnur skapi nýsköpunarmenningu
þarf öflugt vistkerfi nýsköpunar og samvinnu. Á síðustu
misserum hefur kúrsinum verið gjörbreytt í þessa átt, með
nýsköpunarstefnu, opinberri klasastefnu og auknum fjár-
veitingum í sjóði, auknum endurgreiðslum til fyrirtækja vegna rannsókna og þróunarkostnaðar og öflugra fjár-
festingarumhverfis. Við viljum og verðum að halda áfram á þeirri braut til þess að auka hér framleiðni og skapa aukin
verðmæti. Þannig leggjum við grunn að sjálfbærum hagvexti og fjölbreyttari stoðum atvinnulífsins um land allt.
LÍNEIK ANNA SÆVARSDÓTTIR
OG WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON
FRAMSÓKNARFLOKKURINN