Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 26

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 26
26 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 STAFRÆN LANDAMÆRI ERU ALLTAF OPIN – VÍSISJÓÐIR Á TÍMUM COVID 1 https://www�althingi�is/altext/erindi/150/150-2107�pdf Undanfarin 10 ár hefur verið rætt um mikilvægi alþjóðageirans í íslensku atvinnulífi. Þetta er sá hluti atvinnulífsins sem býr til útflutnings- tekjur af verðmætum sem byggja á þekkingu í stað auðlinda. Tæknidrifin nýsköpunarfyrirtæki eru hornsteinn alþjóðageirans. Þetta eru fyrirtæki sem eru alþjóðleg frá stofnun. Til þess að slíkum fyrirtækjum vegni vel þurfa þau að hafa aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum, rétta starfsfólkinu og nægu fjármagni til að vaxa og dafna. Það hefur sýnt sig að oft er gott þegar innlendir og erlendir fjárfestar vinna saman að slíkri uppbyggingu. Frá árinu 2015 hafa orðið til nokkrir einkareknir vísisjóðir á Íslandi sem starfa með langtímasjónarmið að leiðarljósi og fjárfesta yfirleitt í tæknidrifnum nýsköpunarfyrirtækjum. Fram að því voru starfandi Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) sem var í eigu ríkisins og Frumtak 1 sem var stofnaður af NSA þar sem ríkið var með 40% af eignarhlut sjóðsins. Innan Framvís, Samtaka íslenskra vísisjóða og englafjárfesta, eru núna starfandi fjórir sjóðir sem samtals reka eignasöfn með heildarverðmæti fyrir tugi milljarða króna. Þessir sjóðir eru að mestu leyti fjármagnaðir af lífeyrissjóðum, fjársterkum einstaklingum og bönkum. Neðangreind mynd unnin af Viðskiptaráði Íslands1 lýsir þessari þróun. HELGA VALFELLS stofnandi og starfandi með- eigandi Crowberry Capital 1 Nýlegar gengisbreytingar geta skekkt stærðartöflur sjóðanna Heimildir: Northstack, Seðlabankinn, Viðskiptaráð Íslands

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.