Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 6

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 6
Búum í haginn fyrir atvinnulíf framtíðarinnar arionbanki.is Traustur fyrirtækjarekstur og öflug nýsköpun kallar á samstarfsaðila sem skilur þarfirnar. Arion banki býður fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum geirum alhliða þjónustu með fagmennsku, innsæi og þekkingu að leiðarljósi. Hafðu samband á fyrirtaeki@arionbanki.is, við þjónustuver í síma 444 7000 eða í netspjalli á arionbanki.is. um tölvuleiki og fórum í gegnum langan feril þar sem við vorum að prófa að gera hitt og þetta. Við enduðum á að gera einn leik, en á meðan við vorum að klára hann ákváðum við að taka hugbúnaðinn sem leikurinn byggði á og selja hann,“ segir Davíð. Úr því varð meginsölu- vara fyrirtækisins til, en það er leikjahugbúnaður sem hefur verið notaður til að þróa um það bil helming allra tölvuleikja heimsins. „ÉG VAR BARA AÐ BÚA EITTHVAÐ DÓT TIL“ Þessi mikli árangur Unity sem hefur gert fyrirtækið að því verðmætasta sem Íslendingur hefur stofnað var því tilkominn eftir fjölmargar misvel heppnaðar tilraunir til að búa til verðmæti upp á eigin spýtur. Þrátt fyrir það segir Davíð frumkvöðlastarfsemi ekki fela í sér mikla áhættu, þvert á það sem margir halda fram. „Það er oft talað um að fólk sé að taka einhverja mikla áhættu, en mér leið aldrei þannig. Ég tók aldrei neina áhættu þannig séð. Ég var bara að búa eitthvað dót til og það var aldrei nein hætta á að ég myndi deyja eða neitt svoleiðis.“ „Við búum í sósíaldemókratísku landi þar sem maður fær að njóta velferðarkerfisins þótt maður eigi ekki pen- inga, þannig helsta áhættan er að fá ekki borgað meðan hugmyndin er í þróun,“ bætir hann við. „Það er auðvitað alltaf einhver hætta á að eitthvað gangi ekki, en maður lærir alltaf eitthvað.“ FYNDINN BRANSI Davíð segir samkeppnisumhverfið á tölvuleikja markaðnum vera nokkuð skemmtilegt: „Þetta er fyndinn bransi að því leyti að þú þarft að búa til frekar slæman leik til að finna ekki neinn á netinu sem nennir að spila hann.“ „Þannig að þetta er skemmtilegur markaður, þú getur hitt fullt af mögulegum kúnnum út um allan heim og tengst við þennan geira sem er orðinn risastór núna. Aftur á móti segir Davíð það ekki vera auðvelt að búa til vinsælan tölvuleik, þar sem mikil samkeppni ríki á milli Meginsöluvara Unity Technologies er hugbúnaðurin Unity, sem notaður er til að þróa tölvuleiki. Ljósmynd: Bára Huld Beck

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.