Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 36

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 36
36 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 Þann 15. apríl samþykkti Alþingi að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Lokun stofnunar- innar markar tímamót í nýsköpunarstefnu hins opinbera, þar sem ríkisstuðningur við frumkvöðla verður nú í öðru formi og ýmsum verkefnum sem stöðin hefur sinnt verður hætt. En hverju hefur Nýsköpunarmið- stöðin áorkað á sinni starfstíð og hvernig verður framhaldið? FÓLK Í FYRSTA SÆTIÐ, TÆKNINA Í ANNAÐ SÆTIÐ Miðstöðin var upphaflega hugarfóstur Valgerðar Sverr- isdóttur, sem var iðnaðarráðherra frá 1999 til 2006. Á síðasta embættisári sínu sem ráðherra lagði hún fram til- lögu um stofnun slíkrar stofnunar, sem gæti orðið miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem fengjust við hvers konar nýsköpunarvinnu1. Hugmynd Valgerðar varð svo að veruleika stuttu seinna, en Alþingi samþykkti stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í mars 2007 og hóf hún starfsemi í ágúst sama ár. Hlutverk hennar var tvíþætt. Annars vegar átti hún að miðla þekkingu og veita stuðningsþjónustu fyrir frumkvöðla og nýsköpunar- fyrirtæki, en hins vegar átti hún sjálf að stunda tæknirann- sóknir, þróun, greiningar, prófanir, mælingar og vottanir. Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn hefði tekið við þegar Nýsköpunarmiðstöð tók til starfa var miðstöðinni vel tekið. Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra, sagðist binda miklar vonir við að hún yrði leidd inn á farsæla framtíðarbraut. „Ég þykist nokkuð viss um að hún muni setja fólk í fyrsta sæti en tæknina í annað sæti, tæknina í þjónustu fólksins en ekki öfugt,” hafði Morgun- blaðið eftir Össuri skömmu fyrir opnun miðstöðvarinnar2. 1 https://www�althingi�is/altext/raeda/132/rad20060410T153521�html 2 https://www�mbl�is/frettir/innlent/2007/06/04/tilkynnt_um_hver_verdur_forstjori_nyskopunarmidstod/ 3 https://www�nmi�is/static/files/frumkvodlar/utg_08_frumkvodlasetur_2020�pdf 4 https://www�diva-portal�org/smash/get/diva2:728296/FULLTEXT01�pdf LÍTIL FYRIRTÆKI EN FJÖLBREYTT STARFSEMI Nýsköpunarmiðstöðin hefur stutt við frumkvöðla með frumkvöðlasetrum, þar sem sprotafyrirtæki eru „alin upp” og studd til að vinna að viðskiptahugmyndum sínum. Samkvæmt úttekt miðstöðvarinnar hefur hún staðið að rekstri yfir 20 frumkvöðlasetra frá stofnun, þar sem yfir 400 fyrirtæki hafa haft aðsetur3. Flest fyrirtækjanna hafi starfað í hátækni, hugbúnaði, þjónustu eða hönnun. Fyrirtækin sem áttu aðsetur á frumkvöðlasetrum mið- stöðvarinnar voru ekki stór, en starfsmannafjöldi þeirra taldi samtals tæplega 400 manns árin 2018 og 2019. Samanlögð velta 30 stærstu fyrirtækjanna árið 2019 nam svo um 16 milljörðum króna, sem var einungis brotabrot af heildarveltu viðskiptahagkerfisins á þeim tíma. Þrátt fyrir takmarkaða stærð var starfsemi þessara frum- kvöðlasetra þó nokkuð fjölbreytt. Til dæmis eru þau talin hafa gegnt mikilvægu hlutverki í að hvetja til nýsköpunar og sprotastarfsemi í kjölfar fjármálahrunsins með stofnun sérstakra viðskiptasetra sem sum voru í húsnæði bankanna árið 2008. Samkvæmt meistararitgerð um málið gætu þessi viðskiptasetur hafa átt sinn þátt í að fjölga störfum og koma efnahaginum á réttan kjöl í síðustu kreppu4. Á svipuðum tíma var frumkvöðlasetrið Kím - Med- ical Park einnig stofnað, fyrir félög í heilbrigðistækni og skyldum greinum. Á meðal fyrirtækja sem nýttu sér þá aðstöðu var Nox Medical, sem þróaði svefngreiningartæki fyrir börn og fullorðna. Fyrir rúmum tíu árum síðan var velta Nox metin á um 120 milljónir króna, en árið 2019 nam hún tveimur milljörðum króna og hafði fyrirtækið þá um 56 starfsmenn í vinnu. Lj ós m yn d: S hu tte rs to ck NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐ ÍSLANDS – IN MEMORIAM

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.