Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 18

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 18
18 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 HJARTSLÁTTURINN FRÁ KING COUNTY Hinn 29. febrúar 2020 var neyðarlögum lýst yfir í Washington ríki. Fyrsta COVID-19 til- fellið í Bandaríkjunum var opinberlega stað- fest á elliheimili í Kirkland tveimur dögum fyrr, skammt frá höfuðstöðvum Microsoft í Redmond, á Seattle svæðinu. Atburðarásin sem hófst með þessari aðgerð gleym- ist engum sem upplifðu hraðar og dramatískar aðgerðir yfirvalda og fyrirtækja í ríkinu. Fólki var fyrirskipað að fara heim til sín og halda sig þar, skólum var lokað og öllum starfsmönnum höfuðstöðva stærstu tæknifyrirtækja heimsins - Amazon og Microsoft - var sagt að koma sér heim og búa sig undir að vinna þar næstu mánuði. Í samræmdum aðgerðum þessara fyrirtækja voru 110 þús- und starfsmenn sendir heim og neyðaráætlanir virkjaðar. Skömmu síðar breytti Bandaríkjaher heimavelli NFL liðsins Seattle Seahawks í neyðarsjúkrahús. Það var ógn- vekjandi áminning um hvaða staða var að komin upp. Í SKÝINU Þó víða í heiminum hafi viðlíka atburðarás átt sér stað, þá er eitt sérstaklega mikilvægt við Seattle svæðið. Hagkerfi þess hefur orðið kerfislægt mikilvægi fyrir heiminn vegna þess hlutverks sem stærstu tæknifyrirtæki heimsins hafa í daglegu lífi okkar. Skýjaþjónusta (Cloud service) af ýmsu tagi hefur kerfis- lægt mikilvægi. Án hennar er gangverkið í daglegu lífi okkar einfaldlega ekki fyrir hendi. Á Seattle svæðinu hafa byggst upp innviðir fyrir alþjóðlegt hagkerfi internets- ins, en um 63 prósent af allri skýjaþjónustu heimsins er stjórnað úr einni og sömu sýslunni í Washington ríki - King County. Amazon og Microsoft eru þar umfangsmest, en einnig Google, Facebook og SalesForce, ásamt mörgum minni fyrirtækjum sem þó teljast stór á alþjóðlegan mælikvarða. Má nefna sem dæmi fyrirtækið NetApp, sem keypti íslenska fyrirtækið Greenqloud fyrir 50 milljónir Banda- ríkjadala árið 2017, til að styrkja skýjaþjónustu sína. Markaðsvirði fyrirtækisins er 16,8 milljarðar Banda- ríkjadala í dag, eða sem nemur meiru en allur íslenski hlutabréfamarkaðurinn, að viðbættum Íslandsbanka og Landsbankanum, sé miðað við eigið fé þeirra. Þetta er lítið fyrirtækið á þessari syllu skýjaþjónustunnar, með starfsemi á Seattle svæðinu, en telst þó risi í samanburði við mörg alþjóðleg fyrirtæki og jafnvel hagkerfi. Þegar COVID-heimsfaraldurinn kom upp lýstist þessi hlið heimshagkerfisins - skýjaþjónustan og hlutverk internetsins - enn betur upp. Við það varpaðist kastljósið á King County, eina af ríflega þrjú þúsund sýslum Banda- ríkjanna. Fyrir venjulegt fólk varð skýjaþjónusta - t.d. fyrir fjarfundi í atvinnulífi, heilbrigðisþjónustu og menntakerfi - að ómissandi hlekk í keðju daglegra athafna. ALÞJÓÐLEGT ÆÐAKERFI Nú þegar það er farið að sjást ljós við enda ganganna í heimsfaraldrinum, með almennri bólusetningu, þá vaknar von um að þetta sama ljós vísi veginn út úr ógöngunum. Hvaða lærdóm er hægt að draga af aðstæðunum sem sköpuðust við COVID-19 heimsfaraldurinn? Mörgum spurningum er ósvarað og mikið verk framundan, í því að styrkja samfélög sem standa mörg eftir löskuð. Eitt af því sem blasir við er að COVID19 faraldur- inn hefur varpað ljósi á kerfislægt mikilvægi alþjóðlegrar tækni og innviða internetsins - sem má líkja við æðakerfi heimshagkerfisins. MAGNÚS HALLDÓRSSON stjórnarmaður í Eyrir Venture Management

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.