Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 28

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 28
28 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 fyrir nýsköpun. Samkvæmt skýrslu KPMG2 þá hækkaði heildarvísifjárfesting í heiminum á milli ára 2019 og 2020. Samkvæmt gagnagrunni Prequin var Ísland eitt þeirra Evrópulanda þar sem fjárfesting í nýsköpun óx hlutfalls- lega mest á síðasta ári. Samantekt Crowberry Capital sýnir að fjárfesting vísisjóða í upplýsingatækni var um 87 milljón evrur á síðasta ári eða ríflega 13 ma. króna sem fóru til 21 fyrirtækis. Eins og glögglega má sjá á súluritinu hér að neðan var árið 2020 metár í vísifjárfestingu á Íslandi. Þá kemur ekki fram á súluritinu að um 7 ma. króna komu frá erlendum vísisjóðum sem fjárfestu samhliða innlendum sjóðum á árinu 2020. NÝSKÖPUNARLANDIÐ ÍSLAND Á FLUGI Það eru margþættar ástæður fyrir því að fjárfesting í tækni- drifnum nýsköpunarfélögum jókst hérlendis á síðasta ári þrátt fyrir heimsfaraldur. Helsta ástæðan er eflaust sú að undanfarin áratug hefur verið markvisst unnið að því að bæta íslenskt nýsköpunarumhverfi og aðlaga umhverfið hér- lendis að því sem best gerist erlendis. Alþjóðlegar tengingar hafa eflst til muna og þannig hefur íslenskt nýsköpunarum- hverfi haldið áfram að vaxa í takt við heiminn. Fleiri þættir spila einnig inn í. Ung fyrirtæki eru vön óvissu og bestu fyrirtækin ná ávallt að aðlagast hratt. Ung nýsköpunarfyrirtæki voru mjög fljót að laga sig að breyttum aðstæðum strax í mars 2020. Vinnuferðir erlendis breyttust í fjarfundi. Teymi sem eru vön að vinna í gegnum allskonar stafrænar lausnir áttu auðvelt með að vinna í dreifðu teymi. Heilt yfir spöruðu mörg íslensk fyrirtæki sér bæði fjármagn og tíma þegar fjarfundir voru eina sem í boði var til að hitta væntanlega fjárfesta og viðskiptavini. Fjarfundaárið mikla 2020 var gott fyrir frumkvöðla sem búa á eyjum í Norður-Atlantshafi. Þegar allir hittast á fjarfundi þá er íslenski frumkvöðulinn jafn vel settur og heimamaðurinn. Þriðja skýringin er að faraldurinn sjálfur skapaði tækifæri fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem buðu upp á stafrænar lausnir. Könnun sem gerð var af ráðgjafafyr- irtækinu Mckinsey í október 20203 sýnir að sú stafræna umbreyting sem var þegar hafin í heiminum var flýtt um allt að tíu ár. Einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki voru neydd til að nota stafrænar lausnir. Eitt þekktasta dæmið um þessa verðmætasköpun í kringum stafrænar lausnir á síðasta ári er velgengni breska fyrirtækisins Hopin sem var stofnað um mitt ár 2019. Hopin selur hugbúnað til að halda stafrænar ráðstefnur. Félagið var metið á yfir 5 ma. Banda- ríkjadollara í upphafi árs 2021. Á Íslandi eru jafnframt góð dæmi um mikla verðmætasköpun á síðasta ári. Má hér nefna fjártæknifyrirtækið Lucinity sem var stofnað undir lok árs 2018. Félagið fékk fjármagn frá innlendum og erlendum vísisjóðum á öðrum ársfjórðungi 2020. Fjár- magnið var notað til að ráða öflugt teymi og nú er félagið í örum vexti og hefur bætt við sig fjölda viðskiptavina 2 https://home�kpmg/xx/en/home/media/press-releases/2021/01/future-looks-bright-as-global-venture-capital-funding-soars-to-usd-300-b�html 3 https://www�mckinsey�com/business-functions/strategy-and-corporate-finance/our-insights/how-covid-19-has-pushed-companies-over-the-technology- tipping-point-and-transformed-business-forever 4 https://www�nordicinnovation�org/news/nordic-venture-performance-index-shows-results beggja vegna Atlantshafsins. Þá má benda á íslenska fyrirtækið Controlant sem hefur margfaldað tekjur sínar eftir að hugbúnaður þess var valinn til að halda utan um hitastig í flutningum bóluefna um allan heim. Að lokum má benda á að almennur áhugi fjárfesta á óskráðum vísifjárfestingum, bæði hérlendis og erlendis, stafar einnig af lágvaxtaumhverfi og óvissu á hlutabréfa- markaði. Reynsla síðustu áratuga sýnir að það er hægt að ná mjög hárri ávöxtun þegar fjárfest er í nýsköpun. Til dæmis sýnir the Nordic Venture Performance Index sem fylgist með ávöxtun helstu sjóða á Norðurlöndum að innri ávöxtun vísisjóða hefur verið 15,9% árlega á árunum 2010 til 20194. Innlent lágvaxtaumhverfi hvetur til fjárfestingar í nýsköpun. Hérlendis er COVID-krísan ólík fjármálakrísunni 2009. Í hruninu var mikið rætt um fjárfestingu í nýsköpun en þá var erfitt að keppa við háa vexti. Það er vert að rifja upp að meginvextir Seðlabankans voru 18% í janúar 2009 en voru 0,75% í janúar 2021. STAFRÆNA BYLTINGIN HELDUR ÁFRAM Í BÓLUSETTUM HEIMI Það er alltaf erfitt að spá fyrir um framtíðina og við sem vinnum við að fjárfesta í nýsköpun erum ávallt að meta hvaða tækni mun hafa áhrif á atvinnulíf framtíðarinnar og hvaða fyrirtæki verða sigurvegarar næsta áratugar. Hvað mun leiða til bólumyndunar og hvað er raunveruleg tæknibylting. Þegar horft er til upplýsingatækni þá er margt spennandi í gangi sem mun hvetja til áframhaldandi nýsköpunar. Því er spáð að sú mikla hröðun sem hefur átt sér stað í stafrænum lausnum muni halda áfram, fólk muni að hluta til halda áfram að vinna heima, versla á netinu og nýta sér fjarfundi í bland við annað. Gervigreind muni halda áfram að þroskast og þróast. Bálkakeðjur eru nú fyrst að sanna sig. Heilbrigðis- og menntakerfi heimsins eru rétt að hefja sína stafrænu vegferð. Tækifærin fyrir góða frumkvöðla og fjárfesta virðast óteljandi næstu ár. Sömuleiðis eru spennandi tímar í líftækni. Það er nýsköpun í líftækni sem hefur bjargað okkur með bólu- efni. BioNTech, þýska nýsköpunarfyrirtækið, sem lagði grunninn að Pfizer bóluefninu, var stofnað árið 2008. Faraldurinn hefur ýtt undir nýsköpun í lyfjaiðnaði. Crispr tæknin mun geta af sér óteljandi möguleika. Það ber að hafa hugfast að fjárfesting í nýsköpun getur tekið um 10 ár, þannig að við vitum ekki með vissu fyrr en árið 2030 hversu miklu fjárfesting ársins 2020 skilaði til fjárfesta og samfélags. En eitt er víst að ef við sem þjóð hættum að fjárfesta mannauð og fjármagni í nýsköpun þá horfum við til baka árið 2030 og veltum fyrir okkur af hverju það eru engin þekkingarstörf á Íslandi og af hverju vel menntaðir frumkvöðlar fara til annarra landa til að stofna fyrirtæki. Það er mikilvægt að halda tækni- byltingunni áfram hérlendis og loka aldrei landinu fyrir þeirri nýsköpun sem alþjóðageirinn byggir á.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.