Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 35

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 35
35V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 fjárfestingu í nýsköpun í Evrópu á sér stað í Bretlandi. Ef Ísland vill búa fjárfestum sambærileg skilyrði og í Bretlandi þyrfti að hækka hlutfall frádráttarréttar einstaklinga vegna fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum úr 75% í 100%. ÖNNUR ÚRRÆÐI OG AÐGERÐIR STJÓRNVALDA Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir aðgerðir til að örva nýsköpun á þessu kjörtímabili en betur má ef duga skal. Aðgangur að fjármagni er enn ein helsta hindrunin í vexti og uppbyggingu sprotafyrirtækja. Áðurnefndir skatta- hvatar til handa einstaklingum sem fjárfesta í sprota- fyrirtækjum geta skipt sköpum og það mun Kría, nýr fjárfestingarsjóður á vegum hins opinbera, einnig gera. Ríkið leggur Kríu til um 8 milljarða á næstu fimm árum samkvæmt fjármálaáætlun en sjóðurinn mun fjárfesta í vísisjóðum. Þannig er ríkið ekki beinn fjárfestir í eins- tökum fyrirtækjum. Markmiðið með Kríu er að byggja upp fjármögnunarumhverfið en vísisjóðaumhverfið á Íslandi er enn óþroskað. Um þessar mundir er unnið að stofnun sjóða sem fjárfesta munu í sprotafyrirtækjum. Ætla má að fimm sjóðir verði fullfjármagnaðir og hefji starfsemi á þessu ári. Umfang þessara sjóða gæti verið nálægt 40 milljörðum króna og eru lífeyrissjóðir stórir fjárfestar í þessum sjóðum og þannig þátttakendur í frekari vexti hugverkaiðnaðar á Íslandi. Áformin um stofnun Kríu hafa því þegar haft jákvæð áhrif og hvatt til stofnunar nýrra sjóða með aðkomu lífeyrissjóða. Önnur megináskorun hugverka- og hátæknifyrirtækja hér á landi er skortur á sérfræðiþekkingu. Það þarf oftar en ekki að leita út fyrir landsteinana að fólki með þekk- ingu á sérhæfðum sviðum, svo sem í líftækni og hug- búnaðarþróun. Hlutfall útskrifaðra úr svokölluðum STEM greinum (e. Science, Technology, Engineering, Mathematics) hér á landi er einnig lágt í alþjóðlegum samanburði. Til þess að einfalda fyrirtækjum að ráða til sín erlenda sérfræðinga er mikilvægt að umgjörð og hvatar til þess séu með besta móti og að hindrunum sé rutt úr vegi, eins og kostur er og allt ferli einfaldað. Skattkerfinu má einnig, og ætti, að beita í þessa þágu. Í íslenskum lögum eru ákvæði um heimild til skattfrá- dráttar frá tekjum erlendra sérfræðinga. Þetta felur í sér að heimilt er að draga 25% frá tekjum, það er að segja að 75% tekna viðkomandi eru tekjuskattskyldar. Gildir þetta fyrstu þrjú árin í starfi. Ýmis skilyrði þurfa að vera uppfyllt og þarf vinnuveitandi meðal annars að skila greinargerð um að viðkomandi sérþekking eða reynsla sé ekki fyrir hendi hér á landi eða í litlum mæli. Einfalda þarf skilyrðin fyrir skattaívilnun og skilgreiningu á því hvaða sérfræðingar falla undir skilmálana. Til að mynda væri hægt að takmarka skilyrðin við það að fyrirtæki sýndu fram á að ekki væri um undirboð að ræða og að laun væru í samræmi við markaðslaun í greininni. Myndi þetta liðka fyrir þessu úrræði þannig að unnt væri að nýta það í meira mæli, í þágu þess að laða hingað til lands sérfræðiþekkingu á ýmsum sviðum sem mun hafa afleidd jákvæð áhrif á allt efnahagslífið.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.