Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 17

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 17
17V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 af styrkjum frá Tækniþróunarsjóði, fjárfestingum frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og viðskiptaenglum, og síðan sjóða sem fjárfesta í þroskuðum rekstrarfélögum. Fjármögnun er hvað mikilvægust í nýsköpunarferlinu í ljósi þeirrar staðreyndar að ef ekki er tryggt fjármagn til fyrirtækjanna til að vaxa þá ná sprotarnir ekki að verða sá burðarstólpi atvinnulífsins sem æskilegt er í samfélagi sem vill og getur skapað fjölbreytt atvinnulíf, vel launuð störf og öflun erlends gjaldeyris. Þrátt fyrir að nýsköpunarfyrirtæki séu komin með tekjur og viðskiptavini ríkir oft á tíðum áframhaldandi óvissa um tekjur þeirra og framtíðarvöxt sem byggir á nýrri óþekktri vöru, tækni eða markaði. Hér er ekki aðeins um óvissu að ræða er varðar hvort tekjur skili sér heldur einnig hvaða tíma það tekur og því mikilvægt að fyrirtækjum sé einnig veittur stuðningur í formi fjár- mögnunar, ráðgjafar og eftirfylgni. Þarna gegna vísisjóðir lykilhlutverki því algengt er að það taki 10 til 15 ár fyrir sprotafyrirtæki að ná verulegum vexti. Fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum krefjast því þolinmóðs fjármagns. Fyrst eftir aldamótin og netbóluna miklu voru erfiðir tímar í fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja. Það var síðan í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 að Frumtak, fyrsti íslenski vísisjóðurinn var stofnaður í janúar 2009. Árið 2015 hóf Frumtak II starfsemi ásamt tveimur öðrum sjóðum, Brunnur og Eyrir Sprotar, Crowberry Capital, var síðan stofnaður 2017 og núna í byrjun árs 2021 voru sjóðirnir Brunnur II og Iðunn stofnaðir. Þessir sjóðir eru yfirleitt á bilinu 4-8 milljarðar að stærð og fjárfesta í 6-12 fyrirtækjum á starfstíma sínum. Ef við horfum aðeins á sjóði Frumtaks í þessu samhengi þá hafa þeir fjárfest í 21 fyrirtæki fyrir 7 milljarða frá árinu 2009 og samhliða því fengið meðfjárfesta með sér sem hafa fjárfest fyrir um 11 milljarða þannig að heildarfjárfesting í fyrirtækjum í eignasafni eru um 18 milljarðar. Þannig að það er ljóst að þessi sjóðir hafa veruleg áhrif á þróun og framgang nýsköpunarfyrirtækja hér á landi. ER TIL NÓG AF NÝJUM FJÁRFESTINGA­ TÆKIFÆRUM Á ÍSLANDI? Það er mikil gerjun í stofnun tæknifyrirtækja og eru mörg að komast á það stig að verða fjárfestingarhæf fyrir vísisjóði. Nú, þegar Frumtak III er að hefja starfsemi, þá er nú þegar mikið leitað til sjóðsins um þátttöku í fjárfestingum og er gert ráð fyrir að sjóðurinn fjárfesti í 7-10 fyrirtækjum, sem uppfylla skilyrði sem eru í fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fyrirtækin sem vísisjóðirnir eru að fjármagna tilheyra þeim flokki fyrirtækja sem yfirleitt er kallaður fjórða stoðin en hún byggir á hugviti og nýsköpun sem eru engin takmörk sett um hversu mikil verðmæti hægt sé að skapa. Þessi fyrirtæki eru að skapa flest störf og mesta fjölbreytni starfa. Störfin eru líka vel launuð og nýta vel þá menntun og þekkingu sem íslenskur mannauður býr yfir. Þess vegna er svo mikilvægt að þessir sjóðir fái að vaxa og dafna til að geta mætt áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja framúrskarandi lífskjör og velsæld á Íslandi á komandi áratugum. Ljósmynd: Shutterstock

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.