Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 30

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 30
30 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 Nýsköpun er nauðsynleg til að tryggja efnahagslega velgengni þjóðarinnar sem og að leysa stærsta úrlausnarefni samtímans sem er hnattræn hlýnun. Hugvitið er uppspretta nýsköpunar og stærsta auðlind okkar sem hægt er að virkja endalaust. Nýsköpunarstefna á að vera leiðarljós en ekki meitluð í stein. Skattaívilnanir hafa virkað vel og þær aðgerðir sem við höfum fest í sessi auka fyrirsjáanleika, sem er mikilvægt fyrir öll fyrirtæki. Þá skipta almenn góð rekstrarskilyrði, vaxtaumhverfi, stöðugleiki og aðgengi að hæfu starfsfólki miklu máli. Síðast en ekki síst er mikilvægt að Ísland verði áfram ákjósanlegur staður til að búa á, það tryggir samkeppnishæfni okkar. BRYNDÍS HARALDSDÓTTIR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Flokkur fólksins telur það vera mikil mistök að horfa upp á falinn fjársjóð snill- inga sem fá aldrei tækifæri til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Ríkið verður að leggja sitt af mörkum til að tryggja að mannauður óslípaðra demanta fái tækifæri til að skína skært. Ísland býr yfir miklum mannauði og menntunarstig hér á landi vex stöðugt. Við eigum að leggja markvissa áherslu á menntun á öllum stigum nýsköpunar og hiklaust að leggja til fjármagn til stuðnings hugmyndum í mótun sem að lokum geta orðið risastór meistaraverk. Ísland þarf að víkka sjóndeildarhringinn, okkur vantar fleiri egg í körfuna og þar kemur nýsköpun sterkust inn. INGA SÆLAND FLOKKUR FÓLKSINS ÞINGMENN SVARA HVER ER BESTA LEIÐIN TIL AÐ EFLA VÖXT NÝSKÖPUNAR HÉR Á LANDI Á NÆSTU ÁRUM? Mikilvægi nýsköpunar hefur sjaldan eða aldrei verið meira en einmitt nú þegar sér fyrir endann á heimsfaraldrinum. Miklu skiptir að efla nýsköpun með öllum ráðum því að hún er upphaf að vexti og framförum framtíðarinnar. Nauðsynlegt er að kortleggja leið sprotans til fulls vaxtar með því að stuðningur í hverju skrefi miði að þörfum hvers og eins. Í dag lánar enginn banki til sprotafyrirtækja svo neinu nemi. Því þarf að breyta svo við missum ekki fyrirtæki úr land um það bil sem þau verða lífvænleg. Sérstaka áherslu þarf að leggja á nýsköpun í hefðbundnum atvinnuvegum þar sem þekking okkar og reynsla vegur þyngst. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON MIÐFLOKKURINN Nýsköpun og frumkvöðlahugsun er mikilvæg í öllum geirum íslensks atvinnulífs og þar eru stofnanir ríkisins ekki undantekning. Gera á íslenskum fyrirtækjum í nýsköpun og hugverkaiðnaði kleift að skapa ný störf og taka þátt í að skapa sjálfbæran hagvöxt framtíðarinnar. Ísland á í harðri samkeppni um þessi fyrirtæki og í henni skipta skattalegir hvatar máli. Efla þarf samkeppnissjóði og ráðgjöf um styrkumsóknir. Nýsköpun og grænar fjárfestingar er lykillinn að lausnum í glímunni við loftlagsvanda. Samfylkingin vill að stofnaður verði grænn fjárfestingarsjóður í opinberri eigu, sem leiti samstarfs við einka- fjárfesta og sveitarfélög um allt land, um loftslagsvæna atvinnustarfsemi og grænan iðnað. ODDNÝ HARÐARDÓTTIR SAMFYLKINGIN

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.