Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 34

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 34
34 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 að uppbyggingu þekkingar- starfa og auka tekjur af hugverkum (e. intellectual property). Öll ríki í efstu tíu sætum alþjóðlega nýsköp- unarmælikvarðans (e. Global Innovation Index), sem gef- inn er út af Alþjóðahug- verkastofnuninni (e. World Intellectual Property Org- anization, WIPO), leggja áherslu á að byggja upp öfl- ugt stuðningsumhverfi fyrir rannsóknir- og þróun. Með lagabreytingunum 2020, hækkun á þaki og endurgreiðsluhlutfalli er staða Íslands orðin mjög sterk hvað varðar hvata til fjárfestinga í nýsköpun. Breytingar þessar hafa nú þegar haft jákvæð áhrif og þeim fylgt aukin umsvif enda er um að ræða jákvæða efnahagslega hvata til fjárfestingar í nýsköpun á forsendum markaðarins. Fjölmörg dæmi eru um fyrirtæki í hugverkaiðnaði sem réðust strax í auknar fjárfestingar í rannsóknum og þróun í kjölfar hækkunar á endurgreiðslum. Hafði það í för með sér að ný, verðmæt störf urðu til en stærsti kostnaðarliður við rannsóknir og þróun er launakostnaður sérfræðinga. Þær breytingar sem hafa átt sér stað á hvötum til fjárfestinga í rannsóknum og þróun hafa haft og munu áfram hafa jákvæð áhrif á ákvarðanir íslenskra hugverka- og tækni- fyrirtækja um hvar þau staðsetja og stækka rannsóknar- og þróunarverkefni og þar með stuðla að því að afrakstur nýsköpunar leiði til verðmætasköpunar hér á landi með til- heyrandi fjölgun starfa og útflutningstekjum. Breytingarnar á kerfinu 2020 voru þó tímabundnar til tveggja ára og nauðsynlegt að festa þær í sessi. Markmiðið með því er að skapa fyrirsjáanleika í rekstri fyrirtækja og gera þeim kleift að gera langtímaáætlanir um þróunarverkefni hér á landi enda myndi slíkt auka fjárfestingu í nýsköpun. FJÁRFESTINGAR Í VAXTA­ OG SPROTAFYRIRTÆKJUM Stuðningskerfi við nýsköpun á Íslandi hvílir í dag á tveimur meginstoðum. Annars vegar skattahvötum vegna rann- sókna og þróunar og hins vegar styrkjum frá Tækniþró- unarsjóði, en framlög ríkisins til sjóðsins hafa aukist undan- farin ár. Þess utan hefur verið til staðar skattahvatakerfi til handa englafjárfestum sem var innleitt með sérstökum nýsköpunarlögum 2016. Með fyrrnefndum lögum kom inn ákvæði sem heimilaði nýsköpunarfyrirtækjum að sækja um rétt til þess að heimila einstaklingsfjárfestum að lækka tekjuskattsstofn sinn um 50% af fjárfestingu vegna fjárfestingar í fyrirtækinu, sem í reynd þýddi um 10-23% afslátt af fjárfestingu eftir skattþrepi viðkomandi fjárfestis. Þessi réttur stendur til boða fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða færri og minna en 650 m.kr. í veltu og/eða efnahagsreikning. Í byrjun voru töluverðar takmarkanir á þessu úrræði þar sem hvorki starfsmenn né stjórnarmenn viðkomandi fyrirtækis, né aðilar þeim tengdum, máttu nýta þetta úrræði, sem útilokaði líklegustu fjárfestana. Auk þess voru ákvæði í lögunum sem leiddu til þess að ef einstaklingur tók upp samband við fyrirtækið eftir að hafa fjárfest í því þurfti viðkomandi aðili að endurgreiða skattaafsláttinn með 15% álagi. Þessu til viðbótar þurfti viðkomandi fyrirtæki að halda sig innan stærðarmarka (25 starfsmenn og 650 m.kr. tekjur/efnahagsreikningur) og ekki lenda í fjárhagsvanda í þrjú eftir að fjárfesting átti sér stað. Ef þau skilyrði voru rofin þurftu fjárfestar að endur- greiða skattaafsláttinn með 15% álagi. Lítill skattaafsláttur og mikil áhætta á því að fjárfestar þyrftu að endurgreiða skattaafsláttinn minnkaði hvata íslenskra nýsköpunarfyr- irtækja og fjárfesta verulega til að nýta þetta úrræði. Frá setningu laganna hafa stjórnvöld sniðið helstu vankanta af lögunum. Í lok árs 2018 voru felld á brott ákvæðin um að starfsmenn og stjórnarmenn mættu ekki nýta skattaaf- sláttinn og að fyrirtæki mættu ekki lenda í fjárhagsvanda eða stækka of mikið næstu 3 ár eftir fjárfestingu. Á árinu 2020 var frádráttarréttur einstaklinga vegna fjárfestinga í nýsköpunarfélögum síðan hækkaður úr 50% í 75% af fjárfestingu, tímabundið sem hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Í því felst að afsláttur af fjárfestingu hækkar úr 10% - 23% upp í 16,5% - 35%. Eigi umræddir skattahvatar að verða að þriðju megin- stoðinni í stuðningskerfi nýsköpunar er rétt að horfa til árangurs annarra ríkja sem hafa innleitt sambærileg kerfi. Breska skattahvatakerfið hefur hlotið hæstu einkunn í úttekt Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á slíkum kerfum í Evrópu en Bretland hefur verið að ná mjög góðum árangri í nýsköpun. Einn þriðji hluti af allri Ljósmynd: Shutterstock

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.