Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 22

Vísbending - 13.05.2021, Blaðsíða 22
22 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 HEIMUR Í NÝSKÖPUN, OFURKRAFTAR OG ÁRATUGUR AÐGERÐA 1 Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF) leggur til að gjald verði lagt á CO2 losun fyrirtækja https://www�imf� org/external/pubs/ft/fandd/2019/12/the-case-for-carbon-taxation-and-putting-a-price-on-pollution-parry� htm � 2 Bókin Value(s)� Building a Better World for All er góð lesning um þetta� eftir Mark Carney, fyrirverandi bankastjóra Englandsbanka og sérlegan erindireka bresku ríkisstjórnarinnar á Loftslagsfundi Sþ í nóvem- ber nk, COP26� 3 Alþjóða reikningsskilaráðið (IASB) leggur áherslu á að fyrirtækjum verði gert að meta loftslagáhættu í rekstri sínum, með þeim hætti að það gagnist sem best fjármálamörkuðum, og birta niðurstöðurnar í sam- ræmi við viðurkenndra bókhaldsstaðla� https://www�ifrs�org/news-and-events/news/2021/03/trustees-ann- ounce-strategic-direction-based-on-feedback-to-sustainability-reporting-consultation/ 4 https://www�ft�com/ US aims to lead by example as countries pledge climate action� 22� april 2021 5 https://www�ft�com/content/3ea3e9f6-1c18-42c7-9912-c51efed3f721 Á Degi Jarðar 22. apríl sl. var sleginn tónn sem lýsir því hvernig heimurinn okkar er að ganga í gegnum nýsköpun. Mannkyn á tilvist sína undir sam- stöðu um róttækar aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum. Vísindaleg þekking og markmið eru til staðar, nú er okkar að finna leiðir. Þar getur nýsköpun og breytt hugsun í hagfræði og viðskiptum skipt sköpum. Þetta er mögulegt en það þarf vilja og samstöðu. Vilja til að breyta mörgu – hugarfari, neyslumynstri og framleiðsluferlum, verðmati1, gildismati2 og mælikvörðum fyrir árangur3. Tveir viðburðir stóðu upp úr á Degi Jarðar sem lýsa þessu prýðilega. Það voru yfirlýsingar fjörutíu þjóðarleiðtoga annars vegar og tilkynning um áform CarbFix á Íslandi um förgun kolefnis hins vegar. SKÝR FÓKUS Á ÁRANGUR FYRIR 2030 Á loftslagsfundi fjörutíu þjóðarleiðtoga sem Bandaríkin blésu til voru kynnt áform og hertar áherslur í baráttunni við loftslagsvána. Rauður þráður var afgerandi tenging loftslagsaðgerða við atvinnusköpun, samkeppnisforskot, nýsköpun og hagvöxt. Skýrt kom fram að sjálfbær viðskiptamódel yrðu forsenda samkeppnishæfni fyrirtækja fyrir lok þessa áratugar. 78% FYRIR 2035 Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði Breta vera að þróa nýja tækni og leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 78% fyrir árið 2035. „Það skipti öllu máli að við sýnum öll sem eitt að þetta fjalli ekki um kostnaðarsama pólitíska rétthugsun heldur hagvöxt og störf.“ „Þegar ég hugsa um loftslagsmálin, hugsa ég um störf“ Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti. Bandaríkin ætla að minnka losun gróð- urhúsalofttegunda um helming fyrir 2030. Biden sagði það markmið munu skapa Bandaríkjunum mikilvægt samkeppnisforskot á alþjóðamarkaði. Evrópusambandið stefnir á 55% samdrátt fyrir 2030, Kanada 40-45%, Japan 46% samdrátt og Kína 65%4. LOFTSLAGSVÁIN VARÐAR TILVIST OKKAR John Kerry, erindreki bandarísku ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, sagði að við högum okkur ekki „eins og loftslagsváin ógni tilvist okkar.“ Að breyta því væri „okkar helsta áskorun í dag“. Á fundinum var líka rætt um að auka skilning, fræðslu, skapa efnahagslega hvata eða skattleggja mengun og verðleggja ágengni okkar á vistkerfi. Kristalina Georgieve, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði „endurskoðun verðlagningar á kolefni og afnám niðurgreiðslna á jarðaefnaeldsneyti mikilvæg skilaboð til markaðarins, til framleiðenda og neytenda á öllum sviðum hagkerfisins5.“ Það er því mikið í húfi TÓMAS N. MÖLLER formaður Festu - miðstöðvar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð HRUND GUNNSTEINSDÓTTIR framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.