Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Side 17

Skessuhorn - 04.04.2022, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 17 Sérskreyar ístertur fyrir veisluna Sérskreyttu ísterturnar eru hjúpaðar gómsætu marsipani eða sykurmassa, fagurlega skreyttar með marsipanblómum og texta að eigin vali. Svo veislan verði enn eftirminnilegri bjóðum við upp á prentaða mynd og styttu á tertuna. Hægt er að velja á milli fjögurra bragðtegunda af ís, konfekt, vanillu, jarðarberja eða súkkulaði. Terturnar fást í mismunandi stærðum, frá 12 til 60 manna. Panta þarf með góðum fyrirvara eftir afhending- arstað og einfalt að ganga frá pöntuninni á kjoris.is. Það er greinilegt að listræn mót­ un tjáningarforma er eitthvað sem vekur sérstakan áhuga Benedikts. „Ég ákvað að á einum tónleikunum á hátíðinni yrði Jóhannesarpassía Bachs flutt með alveg nýrri nálgun. Við verðum þrír flytjendur og leik­ ið er undir á orgel, sembal og mis­ munandi slagverk. Fyrir þetta form fékk ég Opus Klassik verðlaun­ in, helstu tónlistarviðurkenningu sem veitt er í Þýskalandi. Þetta eru alþjóðleg verðlaun, nokkurs kon­ ar litla systir Grammy verðlaun­ anna,“ segir hann. Honum finnst mjög gaman að vera á sviði og best að taka þátt í verkefnum sem eru sviðsett en taka skamman tíma. Skemmtilegt sé að Berlín og ýmsar aðrar borgir í Þýskalandi séu mjög opnar fyrir nýjungum í túlkun. Þar megi sjá uppfærslur sem hefðu ver­ ið óhugsandi fyrir 30 árum. Júdas með öðrum augum Við ræðum annað verk sem Bene­ dikt hefur samið og hann nefn­ ir Júdas. Þar er mismunandi Bach tónlist leikin ásamt textum eftir ísraelskan rithöfund sem hét Amos Oz. Verkið er flutt af fimm manna hljómsveit og eru tónleikar og leik­ sýning í senn; leiknir textar ef svo má segja. „Þetta verk sem ég sjálfur á grunni textanna, þ.e. ég set þetta saman í dagskrá sem beina ræðu Júdasar. Þetta verður svo tekið upp í sumar og kemur út á diski einhvern tímann á næsta ári. Oz skrifar upp­ runalega á ensku en ég nota þýska þýðingu. Ég las bók hans á sínum tíma og það var mér eftirminni­ legt,“ segir hann. Saga Júdasar hef­ ur alltaf höfðað til Benedikts sem aldrei segist hafa getað litið alfarið á hann sem illan mann. Þetta sjónar­ mið hafi hann alltaf haft í huga við túlkun persónunnar. Í bók Oz hafi hann fundið samhljóm í þessu því þar er talað í fyrstu persónu beint frá munni Júdasar. Benedikt segir: „Það er enginn bara illur. Ég hef ekki lesið mikið síðustu ár vegna þess að ég er með börnin, en las mikið á árum áður. Það var eiginlega merkileg tilviljun eða örlög að ég skyldi rekast á þessa bók. Hvenær er einhver að beina sjónum þínum vísvitandi að ein­ hverju og hvenær er það tilviljun? Maður getur illa sagt til um það. Mér var sagt frá þessari bók þar sem óhefðbundin nálgun væri við persónu Júdasar og leitaði að henni í framhaldinu en fann ekki. Svo fór ég í heimsókn til leiklistarkennar­ ans míns sem er 83ja ára yndisleg kona sem ég hef haldið miklu sam­ bandi við. Ég settist í stól hjá henni og sá þá allt í einu hvar bókin blasti við í bókahillunni hennar.“ Benedikt fékk bókina að sjálf­ sögðu lánaða. Að skapa verk eins og þetta um Júdas höfðar sterkt til hans. „Flutningurinn fer svo þannig fram að fyrst syng ég aríur sem ég hef valið úr kantötunum og flyt svo textana sem eru í svipuð­ um anda. Ég vona að ég geti flutt þetta einhvern tímann á Íslandi, en það er ekki einfalt í framkvæmd því ég yrði að flytja tónlistarmennina inn,“ segir hann. Að syngja í sólarhring Ljóðasöngur verður enn eitt verk­ efni Benedikts í Bonn. Þar mun hann flytja Vetrarferð Schuberts á óvanalegan hátt. „Ég syng í sólar­ hring. Fyrst flyt ég verkið hefð­ bundið, en svo yfirgefur píanist­ inn salinn og ég syng án undirleiks eins lengi og ég get. Mér finnst mjög gaman af svona áskorunum og er alltaf að leita að mínum eig­ in mörkum. Ekki bara í tónlist held­ ur í fleiru, svo sem í sjósundi, en það hef ég stundað síðan ég kom heim. Mögulega er óvanalegt að söngvar­ ar geri slíkt, en það er ekkert gott að fara alltaf ofurvarlega og vera heltekinn af því að veikjast ekki. Ég hef líka áhuga á eldamennsku og er mikill áhugamaður um vín. En aðal­ áhugamálið er alltaf tónlistin,“ seg­ ir hann. Eins og fram hefur komið er það stór hluti af lífi Benedikts að fást við ný og spennandi verkefni. „Margir hræðast t.d. þetta mikla verk Vetrar­ ferðina, en mér finnst einmitt rétt að takast á við hana með nýjum hætti og á mismunandi aldursskeið­ um. Eftir tíu ár mun ég líklega túlka ljóðaflokkinn á allt annan hátt,“ seg­ ir hann íhugull á svip. Akranes Fjölskyldan hefur fjárfest í fallegu gömlu húsi á Akranesi sem þau hyggjast gera upp. Þau eru mjög ánægð með staðsetninguna. „Akra­ nes er eiginlega ekki úti á landi, það er svo nálægt Reykjavík. Hér er dásamlegt að vera og það er mun meira frelsi fyrir börnin, en því er ekki að heilsa í Berlín. Við hefðum ekki viljað búa við það skólakerfi sem er í gangi í Þýskalandi, það er eiginlega ómannúðlegt. Þar verð­ ur maður níu eða tíu ára gamall að ákveða hvað maður ætlar að leggja fyrir sig í lífinu og því er hreinlega ekki hægt að breyta. Þannig er bók­ staflega búið að ákveða líf þitt. Þetta er ekki gott fyrir ungmenni og sér­ staklega slæmt fyrir stráka,“ segir Benedikt alvarlegur í bragði. Hjónin voru sammála um að vilja ekki setjast að í Reykjavík, en finnst Akranes henta vel. Það væru ýms­ ir þættir sem réðu þessu. „Við vild­ um vera úti á landi og hér erum við nálægt foreldrum mínum í Saurbæ og samt ekki of langt frá flugvell­ inum í Keflavík. Það er líka gaman að verja peningum til að byggja upp eigin fasteign, sem ekki er alltaf auð­ velt fyrir ungt fólk. Þetta á ekki bara við á Íslandi, ástandið er enn verra í Þýskalandi, þar sem það er orðið fjarstæðukenndur raunveruleiki að eignast eigin eign,“ segir Benedikt. Að finna mörkin Á næstu dögum fer Benedikt til Utrecht í Hollandi til að taka þátt í uppfærslu félags sem heitir De Nederlandse Bachvereniging og á 100 ára afmæli í ár. Félagið setur mikið upp af verkum Bachs með frá­ bærum listamönnum, bæði hljóm­ sveit og kór í frábærum tónleikasal, Tivoli Vredenburg. Þar tekur Bene­ dikt þátt í frumlegri sviðsetningu á veraldlegum kantötum eftir Bach. „Mér finnst gaman að því að finna mörkin og vil ekki vera hræddur við mistök, enda eru þau ekki mögu­ leg í listgjörningi. Haydn sagði að það væri betra að spila ranga nótu með innlifun en rétta án hennar. Þetta heillar mig; að þora að kanna nýjar lendur tónlistarinnar og vera óhræddur við að klúðra,“ segir þessi hæfileikaríki söngvari að lokum. gj The Diary of the one who disappeared eftir Leos Janâcek, Staatsoper Berlín.Benedikt tekur við Opus Klassik verðlaununum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.