Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Page 18

Skessuhorn - 04.04.2022, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 202218 Á mánudaginn hófst strandveiðitímabilið við landið. Almennt er búist við mikilli þátttöku í veiðunum og að um eða yfir 700 bát­ ar haldi til veiða þegar líður á tímabilið. Heimilt verður í sumar að stunda veiðarnar í 12 daga í mánuði frá maí til og með ágúst. Mögulega þarf þó að hætta veiðunum fyrr, verði áður búið að veiða upp í heimildir sumarsins sem eru tíu þúsund tonn. Að Arnarstapa voru á sunnudagskvöldið komnir eða væntan­ legir um 40 bátar. Á þessum fyrsta degi strandveiða reyndist hagstætt að halda til á Stapanum því norðaustan kaldi var á norðanverðu Snæfellsnesi og fáir litlir bátar á sjó í brælu sem þá var á Breiðafirði. Um 25 bátar héldu til veiða frá Arnarstapa á mánudaginn, en þar var þokkalegasta veður, gola og ágæt skil­ yrði til veiða. Meðfylgjandi myndir tók Gunnhildur Lind Hansdóttir í Arnarstapahöfn síðdegis á mánudaginn. mm/ Ljósm. glh Strandveiðar hófust á mánudaginn

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.