Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Side 21

Skessuhorn - 04.04.2022, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 21 Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands Sími: 420 2100 - netfang: festa@festa.is Ársfundur sjóðsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, fimmtudaginn 19. maí 2022 og hefst kl. 18:00. Ársfundur 2022 Dagskrá fundar: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál Í stjórn sjóðsins eru: Sigurður Ólafsson, formaður Anna Halldórsdóttir, varaformaður Kristín Magnúsdóttir Eyrún Jana Sigurðardóttir Örvar Ólafsson Þór Hreinsson Framkvæmdastjóri: Gylfi Jónasson Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu meðan á honum stendur. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér það eru beðnir um að skrá sig á festa@festa. is í síðasta lagi kl. 12:00 á aðalfundardegi og fá þá uppgefna slóð til að tengjast. Fulltrúar með kosningarétt þurfa þó að mæta á staðinn til að taka þátt í kosningum. Ávöxtun séreignardeildar 2021 Hrein eign séreignardeildar nam 1.189 milljónum króna í árslok 2021, þ.a. námu eignir sparnaðarleiðar II 1.113 milljónum króna. Hrein nafnávöxtun sparnaðarleiðar I, sem hóf starfsemi á miðju ári 2018, nam 3,38% eða -1,4% í hreina raunávöxtun. Sparnaðarleið II skilaði 14,39% í hreina nafnávöxtun eða 9,11% í hreina raunávöxtun. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sparnaðarleiðar II undanfarin tíu ár er 5,52%. 2021 2020 Breytingar á hreinni eign: Iðgjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11.890 11.473 Lífeyrir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . -5.293 -4.740 Hreinar fjárfestingatekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34.695 23.606 Rekstrarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . -359 -345 Breyting á hreinni eign til greiðslu lífeyris 40.934 29.994 Hrein eign frá fyrra ári 206.573 176.579 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 247.507 206.573 Efnahagsreikningur: Eignahlutir í félögum og sjóðum 145.275 112.552 Skuldabréf og aðrar fjárfestingar 95.311 89.212 Fjárfestingar 240.586 201.764 Kröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.625 1.580 Innlán og aðrar eignir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5.404 3.330 Viðskiptaskuldir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 108 101 Annað 6.921 4.809 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 247.507 206.573 Ýmsar kennitölur Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar . . . . . . . . . . . . . . . . 16,4% 12,9% Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar . . . . . . . . . . . . . . . . 11,0% 9,1% Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára . . . . . . . . . . . 7,6% 5,5% Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára . . . . . . . . . . . . . . 6,5% 5,6% Tryggingafræðileg staða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . -2,6% 1,5% * fjárhæðir í milljónum króna Snæfellinga, hef setið sem forseti í bæjarstjórn Stykkishólms á kjörtímabilinu og er oddviti H­listans í Helgafellssveit og Stykkishólmi. Ég er gift Sumarliða Ásgeirssyni matreiðslu­ meistara og saman eigum við þrjú börn og þrjú barnabörn. Mér hefur þótt gott að búa í Stykkishólmi og er þakklát fyrir að vera treyst fyrir störfum að sveitarstjórnarmálum. Áhuga­ málin mín tengjast fyrst og fremst útiveru í fallegu nærum­ hverfi með vinum og vandamönnum. Við eiginmaðurinn eig­ um nokkar kindur og það er góð afslöppun frá amstri hvers­ dagsins að sinna þeim. Ferðalög til framandi staða og nýstár­ leg matreiðsla hvort sem er erlendis, heima eða á veitinga­ stöðum í nágrenninu eru mikið áhugamál okkar hjóna. Áherslumál listans og áskoranir fyrir næsta kjörtímabil eru uppbygging atvinnulífins, lóðaframboð, þjónusta við íbúa 60 ára og eldri og stækkun grunnskólans. Helstu áskoranir eru að takast á við stór verkefni sameinaðs sveitarfélags.“ Hverju spáirðu um úrslit kosninganna? „Hér vil ég ekki gerast spámaður en ég vona vissulega að úrslitin muni falla okkur í hag þannig að við getum haldið áfram með þau verk­ efni sem við höfum þegar hafið.“ Atvinnuuppbygging í sátt við íbúa og umhverfi Haukur Garðarsson „Ég heiti Haukur Garðarsson og er nýorðinn fimmtugur. Ég er uppalinn á Raufarhöfn, menntaður í tölvunar­ og viðskipta­ fræði sem og meistaranámi í fjármálum og hagfræði. Ég flutti í Stykkishólm fyrir 14 árum og hóf störf sem skrifstofustjóri hjá Rarik. Ég er í sambúð með Elínu Elísabetu Hallfreðs­ dóttur, sjúkraþjálfara á bakdeild HVE og Hólmara í húð og hár. Við eigum þrjú börn á aldrinum 8 til 14 ára. Ég er mik­ ill fjölskyldumaður og líður alltaf best í faðmi fjölskyldunn­ ar. Áhugamálin eru mörg en þau helstu eru golf, blak og tón­ list og veit ég fátt skemmtilegra en að grípa í hljóðfæri í góð­ um félagsskap. Í gegnum tíðina hef ég gefið mig í félagsstörf og fyrir fjórum árum fór ég í framboð með góðum hópi fólks og hafa þessi ár verið mjög lærdómsrík og gefandi. Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í annað kjörtímabil og vona að þau verði ekki síður lærdómsrík og gefandi enda verkefnin mörg og fjölbreytt. Helstu áherslur listans eru þessar: Stjórnsýsla: Auka gagnsæi og skilvirkni sem leiðir til faglegri stjórnsýslu. Enn fremur að starfa með heilindi og heiðarleika að leiðarljósi. Íbúalýðræði: Með íbúafundum, rafrænum skoðanakönnun­ um, kosningum og hugmyndum frá íbúum um verkefni í nærumhverfinu á vefsíðunni Betra Ísland. Fagmennska og traust: Gera langtíma framkvæmda­ og viðhaldsáætlun sem byggir á heildargreiningu á þörfum bæjar félagsins. Þetta leiðir til betri áætlunargerðar og ábyrgari stjórnunar á fjármálum. Félagsleg tengsl og stuðningur: Stuðla að því að allir aldurs­ hópar geti fundið sér félags­ og tómstundastarf við hæfi. Skólar: Vinna framtíðarsýn fyrir tónlistar­ og grunnskóla og bæta aðbúnað þeirra. Sjálfbærni og langtímasjónarmið: Hafa atvinnuupp­ byggingu í sátt við íbúa og umhverfi. Að við ákvarðanatöku verði ávallt hugsað í heildarsamhengi og til framtíðar. Við ákvarðanatöku Stykkishólmsbæjar verði sjálfbærni höfð að leiðarljósi. Hamingja íbúa: Að vinna eftir heimsmarkmiðum Sam­ einuðu þjóðanna og stuðla með því að aukinni hamingju íbúa og velferð. Helstu áskoranir: Bæta aðstöðu grunn­ og tónlistarskóla. Viðhald á hafnaraðstöðu, endurbætur á sundlaugarsvæðinu, aðstaða eldri borgara eftir flutning hjúkrunarrýma, fjölgun atvinnu­ og íbúðalóða og endurskoðun aðalskipulags. Þessi verkefni þurfa að haldast í hendur við fjármálin en í þeim þarf að horfa til framtíðar en vinna þarf markvisst í því að auka veltufé frá rekstri og lækka skuldir. Til að ná yfir þessi verkefni þarf að forgangsraða á framkvæmdaáætlun til lengri tíma sem byggð er á heildar þarfagreiningu sveitarfélagsins. Hvað úrslit kosninganna varðar spái ég að þau fari vel og að vilji kjósenda nái fram að ganga. Áhugi íbúa á málefnum bæj­ arins hefur alltaf verið mikill og þátttaka í sveitarstjórnarkosn­ ingum verið með þeim hæstu á landinu.“ gj

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.