Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2022, Side 29

Skessuhorn - 04.04.2022, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 29 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Það eru margir fallegir og áhuga­ verðir staðir til að leika sér með myndavélar á Akranesi og þetta er einn af þeim. Guðmundur St. Valdimarsson ljósmyndari smellti þessari mynd af Höfrungi AK 91 á sunnudagskvöldið. Þetta er fyrsta skipið sem smíðað var fyr­ ir Harald Böðvarsson á Akranesi. Það var gert árið 1955 og hef­ ur skipið mikla sögu að segja. Nú stendur Höfrungur gamli fremur umkomulaus á klettunum utan við skipasmíðastöðina. Guðmundur getur þess að mikið væri nú gaman ef það yrði aðeins tekið til í kring­ um skipið og ýmsu járni sem þarna er komið fyrir á einum stað svo betra væri að fanga mótífið. „Er ekki annars korter í kosningar,“ spyr hann. mm/ Ljósm. gsv Dagur er að kveldi kominn Eitt af mínum hjartans málum, sem ég tel þörf á að ræða, er staða mála hjá Heilsugæslunni okkar í Borg­ arnesi. Þar eigum við frábært starfs­ fólk sem leggur sig allt fram um að veita góða þjónustu. En það er ekki nóg því ef ekki tekst að manna sumar stöður nema um stundarsak­ ir þá þurfa hinir að hlaupa hraðar. Heilbrigðisþjónusta í Borgar­ byggð er grunnurinn að öryggis­ neti íbúanna. Einnig er mikil­ vægt að aðrir þeir sem eiga ferð um sveitarfélagið eða dvelja þar um skemmri hríð geti treyst á öryggisnetið þegar þeir þurfa á því að halda. Fólksfjöldi marg­ faldast í héraðinu yfir sumartím­ ann og einnig flestar helgar. Það er ekki tekið með í reikninginn þegar fjöldi stöðugilda er ákveðinn. Ákall um ríkari þjónustu hefur lengi ver­ ið upp á borðinu og verður það eitt af forgangsmálum á komandi kjör­ tímabili hjá okkur í Framsókn. Heilsugæslan í öndvegi Við þurfum aukna viðveru heilsugæslulækna, til að sinna þeim sem sækja þjónustu á heilsugæslunni í Borgarnesi. Það er illa þolandi að þurfa jafnvel að bíða í tvær til fjór­ ar vikur eftir tíma hjá heilsugæslu­ lækni þegar eitthvað bjátar á. HVE þarf að tryggja að það séu fleiri en einn læknir búsettur í Borgar­ byggð til þess að stöðugleiki komist á í heilbrigðisþjónustu við íbúana. Þetta þýðir að sveitarstjórn Borg­ arbyggðar þarf að taka upp samtal við HVE og ríkisvaldið til að tak­ ast á við þetta verkefni. Við þurfum að fá úrbætur í þessum málaflokki en á sama tíma þurfum við að horfa víðar yfir sviðið í allri þjónustu við íbúa og sér í lagi eldra fólk. Við viljum hjálpa afa og ömmu að vera lengur heima Áskoranir varðandi eldra fólk eru sífellt að aukast í okkar samfé­ lagi. Meðalaldur er að hækka og á næstu árum er sífellt stærri hópur sem er að komast á eftirlaun og þarf á þjónustu að halda. En hvernig leysum við þann vanda? Ein leiðin er að styðja vel við okkar ágæta dvalarheimili Brákarhlíð sem hef­ ur unnið frábært starf á undanförn­ um áratugum, en við þurfum fleiri úrræði og leiðir til að ná settum markmiðum. Aukin hreyfing og efling lýð­ heilsu eldra fólks, bætir lífsgæði og hjálpar þessum hópi að vera lengur án þess að þurfa að nýta sér hjúkr­ unar­ eða dvalarrými sem eru dýr og af skornum skammti. Með fjarlækningum, aukinni utanspítalaþjónustu og tæknivæð­ ingu samhliða heimaþjónustu er hægt að hafa mun betri stuðning við þennan hóp og þar viljum við vera í fararbroddi. Það er ekki nóg að vilja hafa fólk sem lengst heima það verður að gera fólki það kleift á sínum forsendum. Við viljum móta stefnu til þess að hjálpa afa og ömmu að vera lengur heima. Stefnu þar sem við tvinn­ um saman þá þjónustu sem er í dag, utanspítalaþjónustu hins opinbera og með tæknilausnum sem virka. Við þurfum að setja í algjöran for­ gang að geðheilbriðgisþjónusta fyr­ ir alla aldurshópa sé alltaf aðgengi­ leg. Við sem skipum lista Fram­ sóknar í Borgarbyggð viljum veg Heilsugæslunnar sem mestan og bestan. Bætt heilbrigðisþjónusta er for­ gangsmál okkar allra. Sigrún Ólafsdóttir Höfundur skipar 5. sæti Fram- sóknarflokksins í Borgarbyggð. Heima í Borgarbyggð Ég hef verið með lögheimili í Borg­ arfirðinum svo til allt mitt líf. Ég er alinn upp í Hálsasveit, en hef búið í Reykholtsdalnum síðan ég settist varanlega að aftur í Borgarfirðinum 2012. Kvæntur Vigdísi Sigvalda­ dóttur kennara og saman eigum við 5 börn. Ég er verkfræðimennt­ aður og hef starfað hjá Norðuráli sem sérfræðingur í kerskála en síð­ ustu ár sem vaktstjóri. Ég býð mig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn til komandi sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð. Borgarbyggð er í þeirri einstöku stöðu að geta boðið upp á búsetu­ kosti við svo til allra hæfi; Borg­ arnes, Hvanneyri, Varmaland, Reykholt, Bæjarsveit og Klepp­ járnsreykir og svo dreifbýlið allt. Það ættu allir að geta unað hag sín­ um vel hér. Ég vil líka sjá að skipulagðar séu stórar lóðir í dreifbýlinu þar sem fólk getur verið með hesthús eða vélaskemmu á sinni lóð, hvort sem er til afþreyingar eða í atvinnuskyni. Það sem brennur þó helst á mér er að skipulagsmál séu einfölduð til muna. Hið opinbera verður að treysta einstaklingum til athafna. Það stendur uppbyggingu fyrir þrifum hversu flókið er að komast af stað. Sveitarfélagið á að einfalda sín skipulagsmál eins og lög leyfa og krefja ríkisvaldið frekari úrbóta og einföldunar þar sem lagaramm­ inn aftrar sveitarfélaginu þess að veita íbúunum frelsi. Einfalt og augljóst dæmi er að landeigendur í dreifbýli ættu að hafa um það mun frjálsari hend­ ur hvernig þeir ráðstafa sínu landi, án þess að nokkur yfirföld þurfi að koma þar að. Við þurfum líka að stýra fram­ kvæmdum á vegum sveitarfélags­ ins betur og halda vel utan um fjár­ muni íbúanna. Á lista Sjálfstæðis­ flokksins er að finna fólk með góða reynslu af framkvæmdum og fáum við umboð til, þá munu kjósendur sjá enn betur farið með sitt skattfé. Það eru allir sammála um að framundan sé vaxtarskeið í Borg­ arbyggð. Kjósendur þurfa því að gera það upp við sig, hverjir séu lík­ legastir til þess að stýra þeim vexti þannig að hagur okkar allra verði sem bestur. Við því er svarið í mín­ um huga augljóst, kjósum Sjálf­ stæðisflokkinn þann 14. maí, X við D. Bjarni Benedikt Gunnarsson Höf. skipar 11. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Borgarbyggð Kjósum uppbyggingu Nú er liðið á annað ár síðan yfir­ völd í Borgarbyggð (slökkviliðs­ stjóri, byggingarfulltrúi og sveitar­ stjórn) úthýstu starfsemi Fornbíla­ fjelagsins í Brákarey (FBF). Frestur til að tæma húsnæðið var gefinn til 15. maí nk. Að öðru leyti er okkur meinaður aðgangur að okkar leigu­ aðstöðu nema rétt að skjótast inn með sérstöku leyfi forstöðumanns áhaldahúss bæjarins. Slíkt geng­ ur auðvitað ekki til lengdar að bíl­ ar, tæki og búnaður sé í vanhirðu þar sem aðgangsheimildir okkar ná ekki til neinna athafna innanhúss. Stóru mistök sveitarstjórnarinnar voru að beita svo fyrirvaralausum og harkalegum aðgerðum gagn­ vart leigutökum í gamla sláturhús­ inu og fjárréttarskemmunni í Brák­ arey sem raun bar vitni um. Engin minnsta tilraun var gerð til samtals um hvernig mætti bæta úr aðfinnsl­ um og ábendingum eftirlitsaðila. Hvað varðar þá aðstöðu sem FBF hefur í kjallara sláturhússins var það minni háttar, sem félagið hefði tekið á sig að laga. Slökkviliðsstjóri hefur síðar samsinnt því að ef svo yrði gert með fullnægjandi hætti þá mætti opna fyrir starfsemi félagins þar enda væri aðstaðan þá sem lokaður hellir frá öðrum hlutum hússins. Viðbrögð sveitarstýru voru þau að það væri ekki hægt, því þá yrði að hleypa öðrum leigjendum inn. Skrýtin viðbrögð það. Þetta er hið eina samtal sem fengizt hef­ ur um möguleika á að halda uppi starfseminni í gamla sláturhúsinu. Allt annað samtal hefur snúizt um að leysa úr vandræðum leigjend­ anna með öðrum hætti annars stað­ ar og gengið misjafnlega. Starfsemi FBF t.d. verður ekki flutt til í hand­ farangri. Þegar stjórn FBF barst tilkynn­ ing sveitarstjórnar um riftun leig­ usamningsins s.l. haust var leit­ að lögfræðilegs álits á þeirri gerð. Niðurstaðan var sú að líkur væru FBF mjög í hag ef málið færi fyr­ ir dóm en næsta víst að ekki yrði staðar numið við fyrsta dómstig af hálfu sveitarstjórnar á meðan niðurstaða væri henni í óhag. Slík niðurstaða dygði þó ekki til þess að FBF endurheimti húsnæðið. Dómur um ólögmæti riftunarinn­ ar myndi hins vegar styrkja bóta­ kröfugerð félagsins. Stjórn FBF hefur enga löngun til slíkra dóms­ stólastimpinga né heldur að félag­ ið hafi fjárhagslega burði til þess. Sveitarstjórn hefur viðurkennt bótaskyldu sveitarfélagsins en frá­ leitt er að tilboð um afhendingu réttarskemmunar komi þar upp á móti; síður en svo. Sveitarstjórn hefur látið dæma skemmuna ónýta og 200 mkr. þarf til að rífa hana og byggja nýja skv. Verkís verk­ fræðistofu ehf. Jafnvel bjartsýnustu væntingar um bótagreiðslur nægja ekki FBF til að ráðast í slíka fram­ kvæmd. Fjárhagur félagsins leyfir ekki slíkt. Því er að óbreyttu fyrir­ sjáanlegt að innan skamms verðum við á götunni með starfsemi félags­ ins og samgönguminjasafnsins. Tal um að félagið sé að fara að opna safnið í sumar er byggt á einhverj­ um misskilningi og ekki frá okkur komið. Þvert á móti eru áform FBF um samgöngusafn í Borgarnesi í algjöru uppnámi og kannski úr sögunni fyrir fullt og fast. En ef til vill er England víðar að finna en í Kaupmannahöfn eins og fullyrt var eitt sinn. Leigusamningurinn sem FBF gerði við Borgarbyggð 2018 var til ársins 2035. Af hálfu FBF var horft til þess að geta byggt upp framtíðarsjóð til framkvæmda eða kaupa á húsnæði í fyllingu tímans. Mikið hefur verið gert úr hinum langa gildistíma innan ráðhússins og jafnvel talin óhæfa. En þá er ekki gætt að því að í samningnum var gert ráð fyrir möguleika til upp­ sagnar árið 2025 eða síðar ef þær aðstæður kæmu upp svo sem veru­ legar skipulagsbreytingar á þeim lóðum sem umræddar byggingar standa á. Þá skyldi fyrst leita leiða til samkomulags við leigutaka en ella gæti leigusali sagt samningnum upp einhliða. Verri enn svo er þessi samningur ekki fyrir sveitarfélagið. Árið 2025 er í sjónmáli. Það renn­ ur upp um mitt næsta kjörtímabil verðandi sveitarstjórnar. Enn­ þá örlar ekki á skipulagsbreyting­ um í Brákarey né hugmyndum í þá veru, hvað þá um slípun á „dem­ antinum.“ Ef sveitarstjórnin hefði virt þetta uppsagnarákvæði í anda þess sem að baki bjó hefði hún átt möguleika á að segja samningnum upp með sæmd. Jón G. Guðbjörnsson Höf. er stjórnarmaður í Fornbíla- fjelagi Borgarfjarðar Brákarey og Fornbílafjelagið Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.