Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2021, Síða 12

Læknablaðið - 01.03.2021, Síða 12
124 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 R A N N S Ó K N lokuþrengslum, svokölluð ósæðarlokuísetning með þræðingar- tækni, eða TAVI-aðgerð (transcatheter aortic valve implantation). Í þessum aðgerðum er lokunni komið fyrir með þræðingartækni, oftast í gegnum lærisslagæð. TAVI-lokur voru síðan þróaðar frekar og upp úr 2007 hófst markaðssetning á þeim en þá einkum í tengsl- um við alþjóðlegar rannsóknir. Í kringum árið 2012 var markaðs- setning orðin almennari og hefur þróun TAVI-aðgerða verið hröð á seinustu árum og mikil aukning í fjölda aðgerða.8 Í fyrstu var TAVI-aðgerð aðeins gerð á sjúklingum með frábendingu fyrir op- inni ósæðarlokuskiptaaðgerð; til dæmis vegna hás aldurs, annarra sjúkdóma eða sögu um fyrri hjartaaðgerð.9,10 Þetta var gert eftir að PARTNER-rannsóknin sýndi fram á betri árangur TAVI-aðgerðar í samanburði við lyfjameðferð eingöngu hjá þessum sjúklingahópi. Rannsóknir hafa síðan beinst að fleiri sjúklingahópum en þeim sem eru í mikilli áhættu við opna aðgerð og taldir óskurðtækir9-11 yfir í sjúklinga í meðal áhættu12, og á síðustu árum einnig þá sem teljast í lítilli áhættu.13-15 Þar sem TAVI-aðgerðir eru tiltölulega nýj- ar af nálinni eru langtímarannsóknir á árangri þeirra fáar en þær sem birst hafa benda til þess að árangur af þeim sé sambærilegur við opna aðgerð eftir 5 ár.16 Á Íslandi var fyrsta TAVI-aðgerðin gerð í janúar 2012 en síðast- liðin ár hafa 30-40 aðgerðir verið gerðar árlega.17 Árangur þessara aðgerða hefur ekki verið kannaður áður hér á landi og markmið rannsóknarinnar að bæta úr því með áherslu á ábendingar, fylgi- kvilla og lifun. Efniviður og aðferðir Áður en vinna við rannsóknina hófst lágu fyrir öll tilskilin leyfi frá vísindasiðanefnd (VSN 10-009-V8-S1) og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Rannsóknin var afturskyggn og náði yfir alla sjúklinga (n=189) sem gengust undir TAVI-aðgerð á Íslandi frá því fyrsta aðgerðin var gerð í janúar 2012 til loka júní 2020. Listi yfir sjúklinga fékkst úr tveimur aðskildum skrám og voru þær bornar saman. Annars vegar var um að ræða sjúklingabókhald Landspítala þar sem leitað var eftir aðgerðanúmeri fyrir ósæðarlokuísetningu með þræðingartækni (FMSD22). Hins vegar var leitað eftir aðgerðum í gagnagrunni hjartaþræðingadeildar Landspítala, sem er tengd- ur sænska SwedeHeart-gagnagrunninum og inniheldur meðal annars upplýsingar um allar TAVI-aðgerðir á Íslandi og í Svíþjóð. Klínískar upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkraskrám, aðgerðarlýsingum og SwedeHeart-gagnagrunninum. Skráðar voru upplýsingar um aldur, kyn og líkamsþyngdarstuðul (LÞS), og einnig einkenni hjartabilunar eins og mæði sem metin var sam- kvæmt flokkun NYHA (New York Heart Association). Hrumleiki ( frailty) var metinn af hjartalækni út frá því hvort sjúklingur væri sjálfbjarga með athafnir daglegs lífs og hvort hreyfifærni væri skert. Göngupróf og öndunarmælingar voru framkvæmdar af sjúkraþjálfara og meðal annars reiknaður svokallaður FEV1/ FVC-stuðull. Staðlað EuroSCORE-II18 var reiknað fyrir alla sjúklinga en auk þess skráðar upplýsingar um áhættuþætti hjartasjúkdóma og fyrra heilsufar eins og háþrýsting, sykursýki, kransæðasjúkdóm, gáttatif og nýrnabilun. Einnig var skráð hvort sjúklingur hefði útæðasjúkdóm, langvinnan lungnasjúk- dóm og sögu um heilablóðfall eða postulínsósæð, en einnig hvort fyrri saga væri um opna hjartaaðgerð, kransæðavíkkun, belgvíkk- un á lokunni eða ísetningu varanlegs gangráðs. Úr tölvusneiðmyndum teknum fyrir aðgerð var skráð þver- mál og flatarmál ósæðarlokubaugs (annulus) og hvort ósæðarlok- an væri tví- eða þríblöðku. Hjartaómskoðun var alltaf gerð fyrir aðgerð og mánuði eftir aðgerð þar sem skráður var hámarks- og meðal-þrýstingsfallandi (gradient) yfir ósæðarlokuna í mmHg. Einnig var skráð útfallsbrot (ejection fraction) vinstri slegils sem flokkað var >50% (eðlilegt), 40-49% (lækkað), 30-39% (skert) eða <30% (alvarlega skert), og hvort ósæðarlokuleki eða míturlokuleki væri til staðar. Lokuleki var kvarðaður í þriggja flokka kerfi; I, II eða III, þar sem I var smávægilegur eða lítill leki, II var meðal leki og III var alvarlegur leki. Randstæður lokuleki (paravalvular leak) eftir ísetningu var kvarðaður á sama hátt. Að lokum voru skráðar niðurstöður Nt-proBNP (N-terminal prohormone of brain natriuretic peptide) í sermi fyrir aðgerð. Síðastliðin ár hefur framkvæmd TAVI-aðgerða verið einfölduð talsvert á Landspítala. Í fyrstu 50 tilfellunum voru sjúklingarnir svæfðir en frá því í maí 2016 hefur eingöngu verið beitt slævingu. Aðgerðin er framkvæmd af tveimur hjartalæknum með aðstoð hjartaþræðingarteymis, svæfingalæknis og svæfingahjúkrunar- fræðings. Í öllum tilvikum var lokan þrædd í gegnum ástungu á lærisslagæð, nema í eitt skipti í vinstri viðbeinsslagæð (subclavian artery). Stífur vír er síðan lagður frá lærisslagæð inn í vinstri slegil og samanþjöppuð lokan í hulstri, dregin eftir vírnum og komið fyrir á sínum stað í ósæðarlokubaug. Þegar hulstrið er dregið til baka opnast lokan og þenst út inn í ósæðarloku sjúklings. Loku- blöðin, sem eru saumuð á málmnet lokunnar, eru gerð úr gollurs- húsi svína. Gervilokan situr heldur ofar en upprunaleg loka sjúklingsins (supravalvular-lega). Í öllum tilvikum voru notaðar sjálfþenjandi gervilokur frá Medtronic®, fyrst Corevalve® (n=52), en síðan nýrri gerðir eins og Evolute R®(n=83) og Evolut PRO®(n=54). Afdrif sjúklinga og fylgikvillar innan 30 daga frá aðgerð voru metin, sem og eins árs og langtíma heildarlifun (all-cause survi- val). Við skilgreiningu á fylgikvillum var miðað við klíníska enda- punkta VARC-2 (Valve Academic Research Consortium-2).19 Ef slævingu var beitt var skráð hvort svæfa þurfti sjúkling í miðri aðgerð, sem og ef breyta þurfti TAVI-aðgerð í opna hjartaaðgerð. Skráðir voru æðatengdir fylgikvillar, blæðingar, hjartaþröng (tamponade), hjartadrep, heilablóðfall (stroke), bráður nýrnaskaði og varanlegar gangráðsísetningar. Æðatengdir fylgikvillar voru flokkaðir sem meiriháttar eða minniháttar og blæðing sem lífs- hættuleg (hjartaþröng eða æðatengd), meiriháttar eða minniháttar samkvæmt skilgreiningum VARC-2. Heilablóðþurrð var flokkuð í skammvinna heilablóðþurrð (TIA), ef einkenni hurfu innan 24 klukkustunda, eða heilablóðfall, ef einkenni voru viðvarandi. Kreatínín-gildi fyrir og eftir aðgerð voru einnig skráð og bráður nýrnaskaði var skilgreindur út frá Acute Kidney Injury Network (AKIN) flokkuninni.19 Til við- bótar var blóðrauði fyrir og eftir aðgerð skráður og hversu margar einingar af rauðkornaþykkni voru gefnar í tengslum við inngripið. Til langtímafylgikvilla töldust hjarta- Alls gengust 189 undir TAVI-aðgerð á tímabilinu, 110 karlar og 79 konur. Meðal- aldur sjúklinga var 83 ± 6 ár. Að meðaltali voru gerðar 24 aðgerðir á ári á tímabilinu 2012 til 2019, en fyrstu 7 mánuði ársins 2020 var gerð 21 aðgerð.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.