Læknablaðið - 01.03.2021, Page 28
140 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
R A N N S Ó K N
um tímapunktum. Í þessum hópi vantaði niðurstöður mælinga á
PTH fyrir 56 einstaklinga og eru því niðurstöður fyrir 229 manns
birtar í töflunni. Hlutfall einstaklinga með hækkað PTH lækkar
frá því fyrir aðgerð úr 21% niður í tæp 14% 18 mánuðum eftir að-
gerð, í takt við fækkun þeirra sem skilgreindir eru með ófullnægj-
andi D-vítamínstöðu. Af þeim sem töldust vera með fullnægjandi
D-vítamínstöðu (25(OH)D >50 nmól/L) 18 mánuðum eftir aðgerð
reyndust 28 (15%) vera með hækkað PTH. Litlu lægra hlutfall á
hækkun í PTH sást meðal einstaklinga sem mældust með styrk
25(OH)D >75 nmól/L 18 mánuðum eftir aðgerð, eða um 13%.
Umræða
Rúmlega helmingur þeirra sem fóru í efnaskiptaaðgerð á
Landspítala á árunum 2001-2018 mældist með ófullnægjandi
D-vítamínstöðu um það bil tveimur vikum fyrir aðgerðardag og
um þriðjungur 18 mánuðum eftir aðgerð (18% í þeim hópi þar sem
mælingar voru skráðar á öllum tímapunktum). Hlutfallið er nokk-
uð lægra en sést hefur í erlendum rannsóknum, þar sem allt að
90% hafa mælst með ófullnægjandi D-vítamínstöðu stuttu fyrir
aðgerð15-19,24-28 og milli 50 og 60% á fyrstu árum eftir efnaskiptaað-
gerð.11,12,17,29
D-vítamín hefur áhrif á frásog kalks í meltingarveginum og í
samvinnu við kalkkirtilshormón (PTH) getur það aukið losun á
kalki frá beinum og þar með aukið styrk kalks í blóði.30 Þegar
styrkur D-vítamíns er lágur minnkar frásog kalks frá smáþörm-
um sem örvar seytingu af PTH frá kalkkirtli. Kalkkirtilshormón-
ið eykur þá losun af kalki frá beinum til að hækka styrk þess í
blóði, sem getur aukið líkur á beinþynningu.21,31 Í þessari rann-
sókn sáust hækkanir á PTH hjá um fjórðungi þeirra sem höfðu
ófullnægjandi D-vítamínstöðu fyrir aðgerð og var hlutfallið
enn hærra hjá einstaklingum með D-vítamínskort (25(OH)D <30
Tafla II. Meðalstyrkur kalkkirtilshormóns (PTH), staðalfrávik (SF) og fjöldi einstaklinga (hlutfall) með hækkun á
PTH >65 pg/ml.
(n) Meðaltal
PTH pg/ml SF PTH >65 pg/
ml, (%)*
Allir þátttakendur með mælingar á 25(OH)D á
öllum tímapunktum
Fyrir aðgerð 229 52,7 21,9 60 (21,1)
Þremur mánuðum eftir aðgerð 229 49,9 18,6 48 (16,8)
9 mánuðum eftir aðgerð 229 51,2 20,4 52 (18,2)
18 mánuðum eftir aðgerð 229 52,5 25,8 39 (13,7)
Þátttakendur með 25(OH)D <45/<50** nmól/L fyrir
og eftir aðgerð
Fyrir aðgerð 148 54,7 22,8 36 (24,3)
Þremur mánuðum eftir aðgerð 57 57,6 21,1 14 (24,6)
9 mánuðum eftir aðgerð 51 55,1 22,7 14 (27,5)
18 mánuðum eftir aðgerð 51 57,1 24,6 10 (19,6)
Þátttakendur með 25(OH)D <30 nmól/L fyrir og
eftir aðgerð
Fyrir aðgerð 68 58,2 24,2 20 (29,4)
Þremur mánuðum eftir aðgerð 12 71,6 28,6 6 (50,0)
9 mánuðum eftir aðgerð 11 73,4 15,8 4 (36,4)
18 mánuðum eftir aðgerð 11 91,9 42,8 3 (27,3)
*Birtar skráðar niðurstöður fyrir PTH fyrir þann hóp þar sem mælingar á 25(OH)D lágu fyrir á öllum tímapunktum og eftir D-vítamínstöðu fyrir og eftir aðgerð.
Upplýsingar um styrk PTH vantaði fyrir 56 einstaklinga.
**Viðmið fyrir ófullnægjandi D-vítamínstöðu miðast við <45 nmól/L fyrir þá einstaklinga sem fóru í aðgerð frá 2001 til 2012 og <50 nmól/L fyrir þá sem fóru í
aðgerð 2013-2018 og D-vítamínskortur við <30 nmól/L fyrir bæði tímabilin.