Læknablaðið - 01.03.2021, Síða 38
150 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
milli. Margrét hafi á þessum tíma gengið
með barn og fætt, fyrst allra í prógramm-
inu. „Það var algjört einsdæmi.“ Hún
missti ekkert úr og varð algjör fyrirmynd.
„Það voru forréttindi að starfa við hlið
hennar.“
Tímamót
Hún hafi verið á réttum stað á réttum
tíma, mjög hæf. Hún hafi séð ljósið í
speglunum (laparoscopic reper) í byrjun 10.
áratugarins og birt um það mikilfenglega
tímamóta vísindagrein.
Málþingið var á persónulegu nótunum.
Einfríður sagði frá því hvernig Margrét
hafi komið sem ferskur gustur að vest-
an. Hávaxnari og háværari en flestar.
Geislandi fjörug. Hún sagði frá því hversu
gott var að verja tíma með Möggu og
manni hennar, Jóni Ásgeiri, sem lést 2007
úr krabbameini. Hvernig þær fóru saman
til náms í Svíþjóð og svo í sérnám í sitt-
hvorri heimsálfunni. Þær hafi gengið með
börn á sama tíma, Magga mánuði á undan
með tvíbura og stokkið stigana.
„Síðasta ferð okkar saman var til New
York á Sigurrósartónleika tveimur til
þremur mánuðum áður en hún kvaddi.
Þrátt fyrir hennar miklu veikindi hafði ég
varla við henni á göngu. Hún skundaði
áfram með bleika derhúfu, sem var reynd-
ar umdeild hjá okkur vinkonunum, og
naut þessarar ferðar. Við gerðum margt
skemmtilegt en vissum því miður báðar
að þetta yrði hennar síðasta utanlands-
ferð,” sagði vinkona hennar úr pontu á
Læknadögum.
Þær vinkonurnar minnist margra
skemmtilegra orða og tiltækja. Við seinni
tíma rauðvínsdrykkju hafi Magga Odds
haft á orði: „Stelpur, við drekkum ekki
næstum því nóg.“ Þær skála alltaf fyrir
henni þegar þær hittast.
Hjördís sagði frá því hvernig Margrét
setti niður fótinn í sérnáminu við rann-
sóknir í Yale þar vestra. „Hún var í fyrstu
launalaus en þegar henni leiddist þófið,
og það var ekkert að bíta og brenna í kot-
inu, hótaði hún að hætta nema hún fengi
laun. Þetta var fáheyrt á rannsóknarstofu
Yale en hún hafði sitt fram.“
Áhrifavaldur
Þær vinkonurnar stikluðu á stóru í
ævi Möggu Odds. Hvernig þau Jón Ás-
geir misstu annan tvíbura sinn aðeins
nokkurra vikna árið 1993, sem hafi verið
þeim áfall. Aldrei hafi verið lognmolla á
skurðstofunni þegar Magga var að skera
eftir að heim var komið árið 1994.
„Hennar er enn sárt saknað hér á
skurðstofunum. Hún var áhrifavaldur í
bestu merkingu þess orðs. Um það geta
allar þær frábæru konur vitnað sem fet-
uðu í fótspor hennar og lærðu listina að
skera.“ Þær stöllur hafi einnig verið við-
staddar fyrsta minningarfyrirlestur um
Margréti í New Haven í september 2009
með foreldrum hennar og fjölskyldu.
„Þar var henni veittur sá heiður að
biblía skurðlækna, Schwartz´s Principles of
Surgery, útgefin 2009, var tileinkuð henni.“
Lewis sagði að það að bókin hafi verið
tileinkuð henni sýni hvað áhrif hennar
hafi verið mikil. „Það var svo virkilega
verðskuldað hjá henni.“
Margrét lét eftir sig synina Odd Björn
og Sigurð Árna þegar hún lést og stjúp-
börnin Sigríði og Þorgrím Darra.
Fjölskylda Margrétar. Eiginmaðurinn Jón Ásgeir Sigurðsson, Margrét og synirnir Sigurður Árni og Oddur Björn.
V I Ð T A L
Jórunn Atladóttir, Þóra Steingrímsdóttir, Einfríður
Árnadóttir, Elsa Björk Valsdóttir, Hjördís Smith og
Vilhelmína Haraldsdóttir töluðu allar á málþinginu í
minningu Margrétar.
Mynd/Margrét Aðalsteinsdóttir.