Læknablaðið - 01.03.2021, Side 40
152 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
V I Ð T A L
Parkinson-sjúklingum á Íslandi er mismunað. Þeir komast ekki allir að á
Landspítala, en geri þeir það fá þeir lyf og þjónustu greidda.
Hinir geta lent í að greiða að fullu fyrir þjónustuna.
Þetta segir Anna Björnsdóttir taugalæknir sem segir stöðuna
ekki eins og best verður á kosið
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Stofulæknir segir sjúklingum
mismunað í auknum mæli
„Þjónusta við Parkinson-sjúklinga hér
á landi er ekki eins og hún gerist best
í heiminum og það þótt hún hefði alla
burði til að vera það,“ segir Anna Björns-
dóttir, sérfræðilæknir í Parkinson og
hreyfi röskunum. Hún er einn síðustu
lækna sem komst inn á rammasamning
ríkisins áður en hann féll úr gildi 31. des-
ember 2018 og með þeim yngstu sem reka
eigin stofu en meðalaldur sérfræðilækna
er nú um 60 ár.
Blaðamaður Læknablaðsins sest niður
heima hjá Önnu á björtum en blautum
vetrardegi, enda bráðnar nú snjór gær-
dagsins hratt eins og jafnan er á höfuð-
borgarsvæðinu. Við ræðum stöðuna.
„Það er augljóslega ekki straumur af
ungum sérfræðilæknum að hefja sinn
stofurekstur,“ segir Anna. Þótt það sé
jákvætt að ráða tíma sínum sjálf og geta
lokið vinnudeginum þegar hentar, séu
hindranirnar margar við reksturinn.
Greiðslur frá Sjúkratryggingum dekki
vart veikindarétt eða annan sem oft
reyni á í tengslum við barneignir og upp-
eldi ungra barna. Sjálf hafi hún farið í
fæðingarorlof og skellurinn þá mikill enda
engar tekjur sem berast ef stofulæknar
hitta ekki skjólstæðinga sína.
„Mörgum ungum læknum vex því
stofurekstur í augum,“ segir Anna.
Sjúklingum mismunað
Anna hefur áhyggjur af vaxandi mis-
munun í kerfinu. Hún segir mikilvægt að
fólki sé ekki mismunað eftir því hvar það
komist að; á stofu eða á spítalanum, því
það hafi ekki alltaf val. Það komist ekki að
hjá ríkinu eða biðin óeðlilega löng.
„Þjónusta við Parkinson-sjúklinga
með langt genginn sjúkdóm sem krefst
sértækra úrræða hér á landi er til að
mynda misjöfn eftir því hvort þeir komast
að á spítalanum eða á stofu. Því þarf að
breyta,“ segir hún og að þeim séu settar
skorður í meðferðum við sjúkdómi sínum.
„Einstaklingar sem hafa mikil Park-
inson-einkenni og sveiflur á einkennum
ættu að hafa val um þrjá möguleika: fá lyf,
fara í rafskautaísetningu í heila eða að fá
duodopa-dælu, en þessi lyfjadælumeðferð
í gegnum maga er sú eina sem er í boði
hér á landi. Hún er gerð á Landspítala,“
segir hún.
Meðferðirnar séu mismunandi og henti
ólíku fólki en til að komast í rafskauta-
ísetningu erlendis þurfi Parkinson-sjúk-
lingar að fara í sérhæft mat á Landspítala
og þar strandi fólk. Biðtíminn hafi reynst
óvenju langur.
„Ég vísaði skjólstæðingi mínum á
Landspítala til uppvinnslu fyrir tveimur
árum. Hann hefur ekki enn farið í aðgerð.
Það er að mínu mati óviðunandi biðtími
og ekki aðeins COVID-19 um að kenna.“
Anna bendir á að hún sem sérfræðing-
ur hafi bæði menntun og reynslu til að
gera þessa sérhæfðu uppvinnslu fyrir
aðgerð sjálf en ekki sé gert ráð fyrir
greiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands í
endurgreiðslureglugerð enn sem komið er.
Skjólstæðingar hennar þurfi því að greiða
fyrir hana að miklu leyti úr eigin vasa.
Þeir sem fái þjónustuna á Landspítala
þurfi þess hins vegar ekki.
„Mismununinn á greiðsluþátttöku
þeirra sjúklinga sem fá þjónustu á spítal-
anum og svo hinna sem fá þjónustu utan
spítalans er að aukast. Sjúklingarnir mínir
þurfa að borga meira þrátt fyrir að hafa
sömu sjúkratryggingu og rétt til heilbrigð-
isþjónustu og þeir sem njóta þjónustu
innan Landspítala,“ segir hún og bendir
á að óheimilt sé að mismuna sjúklingum
samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga.
Fær ekki svör
Anna segir að hún hafi endurtekið haft
samband við SÍ en hingað til hafi einungis
fengist þau svör að málið sé á borði ráð-
herra. Ekki sé við læknana á spítalanum
að sakast heldur telur hún að sökum anna
gefist ekki nægur tími til að sinna Parkin-
son-sjúklingum, sem þurfi alla jafna ekki
að leggja inn til mats og meðferðar.
„Auðvitað vil ég geta séð um þetta fyr-
ir sjúklinga mína og fylgt þeim eftir. Það
er tvíverknaður að annar sérfræðingur
þurfi að fara yfir málin á nýjan leik.“ En
Hlustið á viðtalið
á hlaðvarpi
Læknablaðsins