Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2021, Qupperneq 42

Læknablaðið - 01.03.2021, Qupperneq 42
154 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 „Við vorum á leiðinni til Ástralíu,“ seg- ir læknirinn Rasmus Erik Strandmark sem setur nú lokapunktinn á sérnám sitt í bráðalækningum á bráðamóttöku Landspítala. Þar hefur hann starfað frá því í október. Hann er í skiptinámi á sínu 5. ári og sá fyrsti sem sækist eftir því að stunda sérnám í skiptinámi á Íslandi. Ísland var þó ekki fyrsta val Rasmusar og fjölskyldu. Þau stefndu til Ástralíu. „En það varð ljóst þegar kórónuveiru- faraldurinn færðist í aukana að plön um Ástralíuför væru fyrir bí. Yfirvöld lokuðu landamærunum,“ lýsir hann í símtali við Læknablaðið. Hann er nú samt bara í Vesturbænum, þar sem fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir. Þau eru ánægð. „Fjöl- skyldan var ekki tilbúin að gefa drauminn um að búa erlendis upp á bátinn og ég leit í kringum mig og hafði svo samband við Landspítala um mánaðamótin ágúst-sept- ember,“ segir hann. „Okkur langaði svo virkilega að fara eitthvert og mig langaði að klára sérnámið mitt utan Svíþjóðar. Mig langaði að stækka sjóndeildarhringinn og læra frá fyrstu hendi hvernig unnið er annars staðar,“ segir hann og er ánægður þótt hann hafi fengið vetur í stað sumars þegar áfanga- staðurinn varð Ísland. Æfðu ensku fyrir Íslandsförina „Ég hafði undirbúið börnin fyrir ensku- mælandi ár en við urðum að laga okkur fljótt að nýjum aðstæðum,“ segir hann. Rasmus segir ekki ekki mikla hefð fyrir því að Svíar sæki sérnám erlendis. „Það er óvanalegt, sama til hvað sérgreinar er litið.“ Fáir fari til Ástralíu en einhverjir sæki til Suður-Afríku. Rasmus segir fjöl- skylduna aðlagast vel en þau kona hans, Camilla, eiga tvær ungar dætur. „Þær standa sig svo vel. Eldri dóttir mín er 10 og sú yngri, sem hefur sérþarfir vegna Downs-heilkennis, er 7 ára. Við höfum alltaf smá áhyggjur af því hvernig hún aðlagist þegar við ferðumst en skólinn hefur staðið sig með miklum sóma. Fag- mennskan er mikil og báðar stelpurnar elska að fara í skólann. Þær hafa eignast marga góða vini og eldri dóttir okkar upp- lifir sig mjög frjálsa. Hún getur gengið yfir til nágrannanna og ver öllum stundum með nýju vinkonu sinni. Þær njóta þess að vera hér,“ segir hann. Það eigi líka við eiginkonu hans. „Já, hún rekur jógastöð. Nú í heimsfar- aldrinum hafði mesta vinnan færst á netið og hún því ekki bundin staðsetningu held- ur getur stundað vinnu sína hvaðan sem er. Hún skýst til Svíþjóðar í stuttar ferðir sem gengur vel héðan.“ Íslenskir læknar haukar í horni Hann er ánægður með íslenska lækna, sem svo margir þekki hvernig það er að læra utan heimalandsins. „Við njótum þess að íslenskir læknar vita hvað við erum að ganga í gegnum sem fjölskylda á nýjum stað og hafa stutt okkur. Við erum mjög þakklát fyrir það.“ Kófið hafi þó sett strik í reikninginn. „Við höfum ekki komið heim til margra en hefðum örugglega gert það ef ekki væri fyrir heimsfaraldurinn.“ Rasmus segir að sérgrein í bráðalækn- ingum sé tiltölulega ný í því formi sem nú sé í Svíþjóð og að horft hafi verið til Íslands. Hann hafi því vitað að íslenska Sænski sérnámslæknirinn sem vildi sumar í skiptináminu en fékk vetur Hermaðurinn sem starfaði sem slökkviliðsmaður en varð hjúkrunarfræðingur og að lokum læknir. Rasmus Erik Strandmark er fyrsti erlendi læknirinn sem stundar sérnám í bráðalækningum í skiptinámi á Landspítala. Hann lærði til læknis þegar honum fannst hann staðnaður sem hjúkrunarfræðingur ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir V I Ð T A L

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.