Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 52
164 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 Á öðrum stað hér í blaðinu er sagt frá rannsóknum á heysjúkdómum á Íslandi um síðustu aldamót. Þegar búið var að greina helstu orsakavalda þessara sjúk- dóma í heyinu var komið að því að rann- saka útbreiðslu þeirra hjá fjölskyldum bænda. Okkur var kunnugt um að bænd- ur undir Eyjafjöllum og í Mýrdal þurrk- uðu megnið af heyforðanum þótt úrkoma væri þar mikil, en bændur á Ströndum hirtu mest allt sitt hey í vothey þótt þar væri minnsta úrkoma á landinu. Það þótti áhugavert að bera saman þessa ólíku heyskaparhætti til að sjá hvort þeir hefðu áhrif á algengi heysjúkdómanna. Það var ákveðið að við Tryggvi Ás- mundsson lungnalæknir færum norður á Strandir til að heimsækja bændur. Við höfðum búið til nokkuð ítarlega spurn- ingalista sem lagðir skyldu fyrir alla þátttakendur, og svo átti að gera húðpróf á þeim sem höfðu einhver einkenni sem gátu bent til ofnæmis, og einnig skyldi dregið úr þeim blóð. Við Tryggvi hugðumst fara norður þegar við yllum sem minnstu ónæði fyrir bændur og völdum tímann kringum 20. september, þegar heyskap og garðyrkju- störfum væri lokið, en réttir ekki hafnar. Ég hafði dálitlar áhyggjur af farartæki til fararinnar, en Tryggvi fullvissaði mig um að það væri alger óþarfi, hann hefði góðan bíl sem kæmist hvert sem væri, jafnvel þótt vegir væru illfærir af aurbleytu eða snjókomu. Hann sótti mig á bílnum á umsömdum degi. Ég sá þá að farartækið var Lada Sport og lét í ljós efasemdir um ágæti þess, en Tryggvi fullyrti glaðbeittur að rússneska stálið myndi ekki bregð- ast okkur. Ferðinni var fyrst heitið til Hólmavíkur og ég man ekki til þess að neitt markvert gerðist á leiðinni. Ég man þó að Tryggvi trúði mér fyrir því að ef Ö L D U N G A D E I L D I N Rannsóknarferð á Strandir árið 1983 okkur yrði boðinn siginn fiskur í matinn í þessari ferð yrðum við að afþakka það staðfastlega því hann væri næstum það eina sem hann gæti ekki hugsað sér að borða. Mér þótti þetta slæmt, því fátt læt- ur mér betur í munni en sjósiginn fiskur með góðum vestfirskum hnoðmör. Það var meiningin að gista fyrstu næt- urnar á Hótel Hólmavík og hafa aðstöðu í heilsugæslunni. Voru bændur og þeirra fólk kallað þangað. Við höfðum gert lista yfir alla sem átti að kalla í rannsóknina og brugðust Strandamenn svo vel við að aðeins þrír létu sig vanta af þeim sem til náðist. Þegar við höfðum lokið við að rannsaka fólk á syðri hluta svæðisins höfðum við móttöku í samkomuhús- inu á Drangsnesi fyrir þá sem bjuggu norðanvert við Steingrímsfjörð. Þar voru húðprófin gerð upp á sviði meðan aðrir svöruðu spurningalistum niðri í salnum, og þótti fólkinu þetta dágóð tilbreyting frá hversdagsleika daganna. Frá Bjarnarfirði og norður úr var ákveðið að heimsækja hvern bæ og gista í skólahúsinu á Finn- bogastöðum. Það var nokkuð seint um kvöldið, á leiðinni þangað, að við fengum beiðni um að koma í vitjun. Þegar hér var komið sögu vissu sjálfsagt allir í sýslunni um ferðir okkar, og þegar bóndi nokkur veikt- ist með köldu, háum hita og andþyngslum þótti bera vel í veiði að tveir sérfræðingar að sunnan skyldu vera á svæðinu. Þetta var ungur maður og hraustlegur að sjá en mjög heitur, rjóður í andliti og átti erfitt með sig vegna hósta. Við höfðum verið svo fyrirhyggjusamir að hafa með okk- ur læknatösku. Þegar við höfðum lokið skoðuninni vorum við sammála um að hann væri með stóra lungnabólgu, vafa- laust orsakaða af pneumococcum. Tryggvi hringdi í ljósmóðurina sem geymdi lyfja- búr hreppsins og mælti fyrir um góðan skammt af penicillíni og parasetamól til að lækka hitann. Áður en við kvöddum horfðum við alvarlega á bóndann og sögð- um að hann ætti að liggja í rúminu eina til tvær vikur. Hann mætti þó fara á kló- settið og nærast í eldhúsinu. Við vildum auðvitað fylgjast með því hvernig honum heilsaðist og seinni hluta næsta dags feng- um við þær fréttir að hann hefði sést uppi á heiði í morgunsárið að smala, en þá var norðan strekkingur og slydduhraglandi á heiðinni. „Hann þarf þá ekkert hitalækk- andi,“ sagði Tryggvi heldur þurrlega. Við vorum nú komnir norður í Tré- kyllisvík. Þarna voru nokkrir bæir og greinilega myndarlegur búskapur. Okkur var sagt að skólahúsið á Finnbogastöðum stæði autt, en skólastjórinn hafði flutt til Reykjavíkur nokkrum dögum áður og biðu okkar lyklar að húsinu í Árnesi. Við fórum á þrjá eða fjóra bæi um kvöldið en fórum snemma að sofa því okkar beið ærið verkefni næsta dag. Eftir morgunverð með jógurt, ristuðu brauði og kaffi sem við útbjuggum okkur í skólaeldhúsinu lögðum við af stað. Rétt um hádegið komum við að Kross- nesi. Ég sá strax að þarna byggi myndar- fólk, en það sem gladdi mig sérstaklega var að eldhúsið ilmaði yndislega af sign- um fiski og annarri lykt sem ég gat ekki komið fyrir mig en vakti forvitni mína. Ég þóttist viss um að okkur yrði boðið í matinn og vonaði að okkur yrði ekki kynntur matseðillinn fyrr en við værum sestir að borðum. En þar varð mér ekki að ósk minni. Hjónin buðu okkur að borða, en sögðust ekki hafa átt von á gestum; og þau væru bara með siginn fisk í pottinum og saltað selsspik sem viðbit. Ég vissi að best væri að segja sem minnst en Tryggvi þakkaði innilega fyrir boðið, en sagði að Davíð Gíslason Ofnæmislæknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.