Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 4
224 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 231 Nanna Sveinsdóttir, Sunna Rún Heiðarsdóttir, Árni Steinn Steinþórsson, Hera Jóhannesdóttir, Alexandra Aldís Heimisdóttir, Tómas Þór Kristjánsson, Þórir Einarsson Long, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Martin Ingi Sigurðsson, Tómas Guðbjartsson Áhrif skertrar nýrnastarfsemi á snemmkominn árangur kransæðahjáveituaðgerða Fylgni reyndist vera milli skertrar nýrnastarfsemi og tíðni snemmkominna fylgikvilla sem og 30 daga dánartíðni en árangur versnaði eftir því sem nýrnastarfsemi fyrir aðgerð versnaði. Slæmar horfur hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi má sennilega rekja til ýmissa samverkandi þátta en jafnframt hefur hún sterk tengsl við al- mennan hrumleika. 238 Ellen A. Tryggvadóttir, Þórhallur I. Halldórsson, Bryndís E. Birgisdóttir, Laufey Hrólfsdóttir, Rikard Landberg, Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, Hildur Harðardóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir Neyslutíðni matvæla eða bætiefna og fylgni við styrk langra ómega-3 fitusýra í blóðvökva barnshafandi kvenna Þátttakendur voru 853 barnshafandi konur úr rannsókninni PREgnant Women in ICEland II sem fór fram frá október 2017 til mars 2018. Konunum var boðin þátttaka við fósturgreiningu í 11.-14. viku á fósturgreiningardeild Landspítala. Á þessu tímabili voru 1684 konur bókaðar í fósturgreiningu, sem samsvarar um 77% af heildarfjölda þungaðra kvenna á Íslandi á rannsóknatímabilinu. F R Æ Ð I G R E I N A R 5. tölublað · 108. árgangur · 2022 227 Sigríður Björnsdóttir Þurfum við að hafa áhyggjur af næringu kvenna á meðgöngu? Aukning hefur orðið í fjölda grænkera/grænmetisæta en ekki virðast vera góðar vísbendingar sem sýna aukna tíðni fylgikvilla á meðgöngu hjá þeim hópi. L E I Ð A R A R Krakkar fyrir framan Landakotskirkju Guðjóns Samúelssonar haldast í hendur og mynda hið alþjóðlega friðartákn. Táknið var notað um allan heim á tímum Víetnamstríðsins og æ síðan. Friður og börn, - ekkert fer betur saman í mannlegri tilvist, og má ekki sundurslíta. - Börnin eru réttsýnust og gleggst þegar allt kemur til alls. Guðrún Helgadóttir barnabókahöfundur og alþingismaður lést í apríl. Í útvarpsþætti sagði hún frá strák í fyrsta bekk sem hlustaði á hana lesa úr bók sinni, Jón Oddur og Jón Bjarni, rétti svo upp hönd og bar upp spurninguna: Fannst þér ekki erfitt að læra að skrifa litlu stafina? Á FORSÍÐU Friðartáknið aldrei mikilvægara 229 Berglind Guðmundsdóttir Áföll og áfallahjálp. Hvað er rétt að gera og hvað ekki? Þrátt fyrir háa tíðni sýna rannsóknir skýrt að meirihluti þolenda nær að vinna úr áföllum á farsælan hátt án form- legrar meðferðar. Hjá öðrum geta afleiðingar hins vegar verið langvarandi og alvarleg- ur geðvandi getur þró- ast. Myndina tók Ragnar Logi Magnason núna í apríl 2022 og bauð hana blaðinu til birtingar. Ragnar Logi er læknir á Landakotsspítala. Aftast í blaðinu eru birtar fjórar síður úr aprílblaðinu sem vegna mistaka við prentun voru ekki prentaðar með blaðinu. Birtingin er auðkennd með ljósum grunnlit. Þetta eru þrjú item: • Dagur í lífi Sigurðar E. Sigurðssonar á Akureyri • Öldungapistill (fyrri hluti greinar Davíðs Gíslasonar um miltisbrand, síðari hluti er í maíblaðinu • Lipur penni Guðnýjar Bjarnadóttur – Allir hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.