Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 41
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 261 Ö L D U N G A D E I L D I N ur verið að hjálpa þér við að kalla á menn í símann.“ Hann lýsti þar einni konu, sem ég átti að þekkja og lýsing hans kom kunnuglega fyrir. Ég varð afar hissa. Þessi bekkjarfélagi minn hafði verið á Núpi fyrri veturinn minn þar. Hann virtist eiga dálítið erfitt uppdráttar í skólanum og jafnvel verða fyrir einelti. Ég hafði sam- úð með honum og fór nokkrum sinnum í gönguferðir með honum, þar sem við ræddum um lífið og tilveruna. Hann kom ekki í skólann eftir áramótin. Nú sagði hann mér að hann hefði verið farinn að heyra raddir og sjá sýnir og talið að hann væri að verða geðveikur. Þess vegna hefði hann verið svona dapur. Seinna hefði hann gert sér grein fyrir því að hann væri skyggn. Við sátum og töluðum saman nokkra stund. Miltisbrandur á Landspítala? Samkvæmt minni þekkingu á miltis- brandi hefðu mennirnir tveir, sem veikt- ust, átt að verða hitalausir á tveim dögum en nú voru komnir þrír dagar og þeir enn með nokkuð háan hita þótt þeir væru ekki mikið veikir. Ég taldi því öruggast að leggja þá inn á sjúkrahús. Ég hringdi á Landspítala og var svo heppinn að Jón Þorsteinsson gigtarlæknir var á vakt á lyfjadeild. Þegar ég, hálfkvíðinn, bað hann að taka við tveimur mönnum með miltisbrand og átti von á mótbárum, varð hann upprifinn og spenntur og bað mig að senda sjúklingana sem fyrst því hann hefði aldrei séð miltisbrand áður. Ég var honum afar þakklátur að þurfa ekki að vera í harki við að fá þessi pláss. Þegar ég kom í bæinn viku seinna vildi ég frétta af mönnunum. Þá kom upp úr dúrnum að hjúkrunarfræðingar á Landspítalan- um höfðu alveg neitað að taka við þeim. Þeir komu því ekki inn á Landspítala en enduðu í einangrun upp á Heilsuverndar- stöð og náðu þar fullum bata. Það sem eftir var dvalar minnar í Hveragerði var tíðindalítið. Ég reyndi að þumbast við þegar sjúklingar vildu fá róandi lyf og var því áreiðanlega ekki vinsæll meðal þeirra sem komu á stofuna þessa daga. Verst var þó að hinir og þessir slúbbertar úr Reykjavík gerðu sér ferðir austur til að fá ávanabindandi lyf, sem ég harðneitaði að láta þá hafa. Allt slapp þetta vel, og einu sinni hafði ég heppnina með mér. Þá komu tveir fremur ungir menn og bönkuðu upp á. Þeir heimtuðu að fá lyf og þegar ég neitaði, og ætlaði að loka á þá, gerðust þeir líklegir til að ráð- ast inn í apótekið. Þetta skapaði dálítinn hávaða, og nú vildi svo vel til að skóla- bróðir minn, Auðunn Sveinbjörnsson, var í heimsókn. Hann var stór og stæðilegur og þandi nú út brjóstkassann þegar hann kom fram í dyrnar. „Gengur hér eitthvað á?“ spurði hann valdsmannslega. Þetta nægði og mennirnir hunskuðust burtu. Stjórn Öldungadeildar Óttar Guðmundsson formaður Helga M. Ögmundsdóttir ritari Sigurður Guðmundsson gjaldkeri Friðrik Yngvarsson Gísli Einarsson Öldungaráð Guðmundur Viggósson Jóhannes M. Gunnarsson Kristófer Þorleifsson Margrét Georgsdóttir Reynir Þorsteinsson Ritstjóri vefsíðu og síðu Öldungadeildar í Læknablaðinu: Helga M. Ögmundsdóttir Magnús Jóhannsson Lexían í Hveragerði Landlækni hitti ég einu sinni eða tvisvar í síðasta hluta námsins, en þá var ég ráðningastjóri læknanema, og þá minntist hann ekkert á dvöl mína í Hveragerði. Mörgum árum síðar var ég á fundi um heilbrigðismál í Súlnasal á Hótel Sögu. Eftir fundinn var kvöldverður í salnum og þá hittist þannig á að ég sat andspænis Sigurði, sem nú var löngu hættur störfum sem landlæknir. Menn ræddu um hitt og þetta við borðið, en ég hafði kynnt mig fyrir honum án þess að ræða nokkuð við hann að öðru leyti. Í lok máltíðarinnar sneri hann sér að mér og sagði brosandi: „Þetta fór nú allt saman vel að lokum, þarna fyrir austan í Hveragerði.“ Ég þakkaði honum glaður fyrir þennan vitn- isburð, en var hissa að hann skyldi muna eftir þessu atviki. Þessir 10 dagar í Hveragerði er einhver minnisstæðasti tími á öllum starfsferli mínum, þótt hann væri í rauninni ekki enn þá byrjaður. Líf manna er varðað tilviljunum. Var það ekki gráglettni örlag- anna að ég, þessi óreyndi stráklingur, skyldi vera eini maðurinn á landinu sem hafði séð miltisbrand þegar þessi tvö tilfelli bárust upp í hendurnar á mér eftir minna en tvo tíma í embætti? Svona leit Hveragerði út í ágúst 1960. Gunnar Rúnar Ólafsson tók myndina. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Arinbjörn Kolbeinsson Sigurður Sigurðsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.