Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 21
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 241 R A N N S Ó K N tóku daglega bætiefni tóku 27,5% ómega-3 olíu/hylki, 18,8% tóku lýsi og 17,1% tóku íslenskt meðgöngu-fjölvítamín sem inniheldur ómega-3 fitusýrur. Marktækur munur var á heildar- og hlutfalls- styrk EPA og DHA í blóðvökva þeirra kvenna sem tóku lýsi og ómega-3 bætiefni í formi olíu eða hylkja daglega borið saman við styrk þeirra sem tóku þau sjaldnar. Hins vegar var enginn mark- tækur munur á heildar- og hlutfallsstyrk EPA og DHA hjá þeim konum sem tóku meðgöngu-fjölvítamínið daglega, borið saman við þær sem tóku það sjaldnar. Í töflu V eru upplýsingar um þann styrk EPA og DHA sem helstu bætiefnin eru sögð veita samkvæmt upplýsingum frá framleiðenda.16-18 Umræða Niðurstöður okkar sýna að einungis um 35% barnshafandi kvenna borða fisk samkvæmt ráðleggingum frá Embætti landlæknis, eða að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku.7,19 Algengara er að kon- urnar velji magran fisk frekar en feitan, en þar sem jákvæð fylgni var á milli neyslu magurs og feits fisks hjá konunum eru það lík- lega sömu konurnar sem borða magran og feitan fisk. Miðgildin á neyslutíðni fisks voru þau sömu og sáust í fyrri niðurstöðum PREWICE frá 2015/2016, eða 1,3 skipti í viku.20 Þess ber þó að geta að tíðni neyslu var könnuð í 11.-14. viku meðgöngu bæði í fyrri og núverandi PREWICE-rannsókn, þar sem konur voru beðnar um að meta tíðni neyslu valinna fæðutegunda síðastliðna þrjá mánuði. Það er því mögulegt að ógleði, sem er algengur kvilli á fyrsta þriðjungi meðgöngu, gæti hafa haft áhrif á tíðni neyslu á fiski. Hins vegar sást mjög sambærileg fiskneyslutíðni (að með- altali einu sinni í viku) í annarri íslenskri rannsókn meðal barns- hafandi kvenna á árunum 2012-2013.21 Þar var fiskneysla könnuð á öðrum þriðjungi meðgöngu, með fjögurra daga matardagbók- um, þegar ógleði er yfirleitt liðin hjá. Því virðist allt benda til að fiskneysla barnshafandi kvenna hafi nokkurn veginn staðið í stað síðastliðinn áratug. Samkvæmt opinberum ráðleggingum er barnshafandi konum ráðlagt að borða fisk tvisvar til þrisvar í viku og að velja feitan fisk helst einu sinni í viku.7 Fiskur er ein helsta fæðuuppspretta langra ómega-3 fitusýra og afar fáar aðrar fæðutegundir innihalda langar ómega-3 fitusýrur. Myndun EPA og DHA getur þó átt sér stað í líkamanum úr lífsnauðsynlegu ómega-3 fitusýrunni alfa-línólen- sýru (ALA).22 Þá eru ensím notuð til að lengja ALA-fitusýruna úr 18:3 yfir í 20:5 (EPA) og í kjölfarið er hægt að lengja EPA yfir í 22:6 Tafla IV. Heildar- og hlutfallslegur styrkur EPA og DHA í blóðvökva skipt upp eftir neyslutíðni ómega-3 bætiefna. Sett fram sem hlutföll eða miðgildi og hundraðshlutar (10-90). N% EPA+DHA, μg/ml EPA+DHA, %1 Öll bætiefni með ómega-3 ≥Daglega 50,4 102 (70-148) 3,7 (2,7-5,3) <Daglega 12,5 89 (64-120) 3,3 (2,4-4,2) Aldrei 37,0 86 (62-118) 3,1 (2,4-4,0) P1 <0,01 <0,01 Lýsi og ómega-3 bætiefni ≥Daglega 39,7 105 (72-151) 3,9 (2,8-5,5) <Daglega 12,1 91 (66-128) 3,4 (2,5-4,5) Aldrei 48,2 87 (62-118) 3,1 (2,4-4,0) P1 <0,01 <0,01 Lýsi ≥Daglega 18,8 108 (76-157) 4,0 (3,0-5,6) <Daglega 10,4 93 (66-128) 3,4 (2,6-4,7) Aldrei 70,8 91 (64-129) 3,3 (2,5-4,5) P1 <0,01 <0,01 Ómega-3 olía/hylki ≥Daglega 27,5 103 (70-145) 3,8 (2,8-5,2) <Daglega 6,8 92 (71-144) 3,5 (2,5-4,7) Aldrei 65,7 90 (64-130) 3,3 (2,5-4,4) P1 <0,01 <0,01 Meðgöngu fjölvítamín ≥Daglega 17,1 98 (65-134) 3,4 (2,6-0,5) <Daglega 5,3 88 (65-125) 3,2 (2,4-4,3) Aldrei 77,6 93 (66-136) 3,4 (2,5-4,8) P1 0,25 0,41 1Kruskal Wallis próf notað til kanna mun á milli tíðnihópa. EPA: eikósapentaensýra. DHA: dókósahexaensýra. Tafla V. Magn EPA og DHA sem bætiefni veita samkvæmt innihaldslýsingu framleiðanda.1 Meðgöngu-fjölvítamín Lýsi Ómega-3 olía (mg) EPA 150 114 160 DHA 100 150 100 1Byggt á ráðlagðri inntöku viðkomandi bætiefnis. EPA: eikósapentaensýra. DHA: dókósahexaensýra

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.