Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 18
238 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Inngangur Langar ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur, líkt og eikósapentaen- sýra (EPA) og dókósahexaensýra (DHA), eru taldar mikilvægar fyrir heilbrigði móður og barns þar sem þær gegna meðal annars mikilvægu hlutverki í þroska miðtaugakerfis.1,2 Algengasta fitu- sýran í heilavef er til að mynda DHA og eykst því þörf hennar á meðgöngu vegna uppbyggingar á heilavef fósturs.1 Þegar hana skortir getur það valdið sjóntruflunum, hegðunarbreytingum og breytingu á efnaskiptum ýmissa boðefna.3 Samantekt sem gerð var á niðurstöðum íhlutandi rannsókna, sem könnuðu tengsl inntöku á DHA á meðgöngu við útkomubreytur á meðgöngu og fæðingu, svo sem vaxtarskerðingu fósturs, háþrýsting og fyrir- burafæðingar, gaf til kynna að til þess að fullnægja þörfum bæði móður og vaxandi fósturs á meðgöngu þurfi meðalinntaka DHA að vera að lágmarki um 200 mg á dag.4,5 Þá virðist vera óhætt að neyta allt að eins gramms á dag án neikvæðra afleiðinga.4 Stærri Ellen A. Tryggvadóttir1 næringarfræðingur Þórhallur I. Halldórsson1 faraldsfræðingur Bryndís E. Birgisdóttir1 næringarfræðingur Laufey Hrólfsdóttir1,2 næringarfræðingur Rikard Landberg3 prófessor Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir4,5 hjúkrunarfræðingur Hildur Harðardóttir5,6 læknir Ingibjörg Gunnarsdóttir1,7 næringarfræðingur 1Rannsóknastofu í næringarfræði, Landspítala og matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, 2Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri og Sjúkrahússins á Akureyri, 3matvæla og næringafræðisviði, Chalmers-tækniháskólanum í Gautaborg, 4kvenna- og barnaþjónustu Landspítala, 5læknadeild Háskóla Íslands, 6Livio, Reykjavík, 7næringarstofu Landspítala. Fyrirspurnum svarar Ellen Alma Tryggvadóttir, eat2@hi.is Á G R I P TILGANGUR Fyrri rannsóknir benda til að hluti barnshafandi kvenna á Íslandi uppfylli ekki ráðlögð viðmið fyrir neyslu langra ómega-3 fitusýra, sem eru taldar mikilvægar fyrir fósturþroska. Markmið rannsóknarinnar var að meta neyslutíðni barnshafandi kvenna á fæðutegundum og bætiefnum sem innihalda langar fjölómettaðar ómega-3 fitusýrur og kanna fylgni við styrk þeirra í blóðvökva. AÐFERÐIR Þátttakendur voru 853 barnshafandi konur sem mættu í fósturgreiningu við 11.-14. viku meðgöngu. Upplýsingar um fæðuval, notkun ómega-3 bætiefna sem innihalda eikósapentaensýru (EPA) og dókósahexaensýru (DHA) og bakgrunn þátttakenda var aflað með fæðutíðnispurningalista. Blóðsýni voru tekin til mælinga á styrk fitusýra í blóðvökva. Fylgni var metin með Spearman-fylgnistuðli. NIÐURSTÖÐUR Miðgildi neyslu á mögrum fiski var 1,3 skipti í viku og á feitum fiski eitt skipti í mánuði. Um 50% tóku ómega-3 bætiefni daglega eða oftar. Hærri heildartíðni fiskneyslu og notkun bætiefna með ómega-3 fitusýrum endurspeglaðist í hærri heildarstyrk þeirra í blóðvökva (r=0,37, p<0,001). Jákvæð fylgni var á milli tíðni lýsisneyslu (r=0,23, p=0,001) sem og neyslutíðni ómega-3 hylkja/ olíu (r=0,20, p=0,001) við styrk ómega-3 fitusýra í blóðvökva. Hins vegar sást engin fylgni á milli neyslutíðni íslensks fjölvítamíns fyrir þungaðar konur (sem inniheldur ómega-3) við styrk ómega-3 í blóðvökva (r=0,03, p=0,98). ÁLYKTANIR Neysla matvæla og bætiefna sem innihalda ómega-3 fitusýrur endurspeglaðist í styrk þeirra í blóðvökva, að undanskildu íslensku meðgöngu-fjölvítamíni. Helstu niðurstöður okkar eru að rétt rúmlega þriðjungur barnshafandi kvenna borðaði fisk að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku í samræmi við ráðleggingar. Um það bil helmingur kvennanna notaði einhver bætiefni með ómega-3 fitusýrum daglega. Neyslutíðni matvæla eða bætiefna og fylgni við styrk langra ómega-3 fitusýra í blóðvökva barnshafandi kvenna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.