Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 19
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 239 R A N N S Ó K N skammtar af DHA hafa hins vegar verið tengdir við auknar líkur á ógleði, brjóstsviða og aukinni blæðingu í fæðingu vegna blóð- þynnandi áhrifa.6 Langar ómega-3 fitusýrur er helst að finna í sjávarafurðum eins og fiski og fiskiolíu. Barnshafandi konum er ráðlagt að borða fisk tvisvar til þrisvar í viku, þar af feitan fisk í að minnsta kosti eitt skipti, meðal annars til að ná æskilegum markmiðum um neyslu á EPA og DHA.4,7 Sem dæmi er í meðal- skammti (150 g) af þorski um 105 mg EPA og 228 mg DHA, í ýsu um 143 mg EPA og 195 mg DHA og í laxi 621 mg EPA og 987 mg DHA. Þessar þrjár máltíðir á einni viku myndu því gefa um það bil 200 mg DHA og 124 mg EPA á dag að jafnaði.8 Undanfarin ár hafa niðurstöður rannsókna á mataræði íslenskra kvenna á meðgöngu bent til þess að hluti barnshafandi kvenna nái ekki ráðlögðum viðmiðum fyrir neyslu á löngum ómega-3 fitusýrum. Þær aðferðir sem eru almennt notaðar til að kanna mataræði geta þó haft vissa galla9 og því getur verið gagnlegt að sannreyna niðurstöður með lífmerkjamælingum.10 Markmið rannsóknarinnar var að meta með fæðutíðnispurningalista neyslutíðni barnshafandi kvenna á fæðu- tegundum og bætiefnum sem innihalda langar ómega-3 fitusýrur, ásamt því að mæla styrk fitusýranna í blóðvökva. Efniviður og aðferðir Þátttakendur voru 853 barnshafandi konur úr rannsókninni PREgnant Women in ICEland II (PREWICE II), sem fór fram á 6 mánaða tímabili frá október 2017 til mars 2018. Konunum var boðin þátttaka við fósturgreiningu í 11.-14. viku á fósturgrein- ingardeild Landspítala. Á þessu tímabili voru 1684 konur bókaðar í fósturgreiningu, sem samsvarar um 77% af heildarfjölda þung- aðra kvenna á Íslandi á rannsóknatímabilinu. Af þessum hópi voru 1350 konur sem mættu í skoðun auk þess að uppfylla önnur skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni sem voru: staðfest þungun með fósturskimun, að vera í 11.-14. viku meðgöngu við þátttöku og að geta svarað íslenskum spurningalista. Af þeim 1350 konum sem boðin var þátttaka í rannsókninni, vildu 335 konur ekki taka þátt, en 1015 konur samþykktu (76%). Af þeim voru 853 konur sem veittu blóðsýni ásamt því að hafa aðgengilegar upplýsingar um meðgönguna í rafrænni sjúkraskrá og eru niðurstöður birtar ein- göngu fyrir þennan hóp. Fæðuval var kannað með rafrænum fæðutíðnispurninga- lista sem innihélt einnig spurningar um notkun bætiefna, aldur, menntun, fjölda barna, ógleði á meðgöngu, þyngd fyrir meðgöngu og hæð. Við svörun á spurningalistanum er miðað við fæðuval undanfarinna þriggja mánaða. Svarmöguleikar varðandi tíðni fæðuvals eru 10 talsins og eru allt frá: „sjaldnar en einu sinni í mánuði“ upp í „oftar en 5 sinnum á dag“. Fjallað hefur verið nánar um spurningalistann í fyrri vísindagreinum.11-14 Blóðsýni voru fengin til fitusýrumælinga hjá þeim konum sem fóru í blóðsýnatöku sem hluta af fósturskimun við 11.-14. viku meðgöngu á Landspítala. Sýnin voru unnin innan klukkustundar þar sem blóðvökvi var aðgreindur í skilvindu við 3000 snúninga á mínútu í 10 mínútur. Í kjölfarið var blóðvökvinn frystur við -80°C þar til hann var sendur til fitusýrugreininga við Chalmers-Tækni- háskólann í Gautaborg. Styrkur 24 tegunda fitusýra var mældur með aðferð sem áður hefur verið lýst.15 Niðurstöðum fyrir styrk DHA og EPA í blóðvökva er bæði lýst sem heildarstyrk og sem hlutfalli af heildarstyrk allra fitusýra í blóðvökva. Niðurstöður eru settar fram sem meðaltöl og staðalfrávik fyrir normaldreifðar breytur, hlutföll eða miðgildi og 10.-90. hundraðshlutar. Mann- Whitney U-próf var notað til að kanna marktækan mun milli breyta sem voru ekki normaldreifðar og fylgni var metin með Spear man-fylgnistuðli. Marktækni var skilgreind sem <0,05. Niðurstöður Í töflu I má sjá upplýsingar um aldur, líkamsþyngdarstuðul (LÞS) fyrir meðgöngu, þyngdaraukningu á meðgöngu, fjölda fyrri Tafla I. Lýsandi einkenni þátttakenda í PREWICE II-rannsókninni. Niðurstöður eru settar fram sem meðaltöl ± staðalfrávik eða hlutföll. Niðurstöður fitusýrumælinga eru settar fram sem miðgildi og hundraðs- hlutar (10-90). (n = 853) Aldur, ár 30,3 ± 4,9 LÞS fyrir meðgöngu1, kg/m2 25,8 ± 5,7 LÞS ≥25 kg/m2, % 47 Heildarþyngdaraukning2, kg 12,3 ± 5,5 Þyngdaraukning á meðgöngu, kg/viku3 0,49 ± 0,2 Fyrri fæðingar4, % 0 44 1 36 ≥2 20 Menntun5, % Grunnskóli 11 Menntaskóli 30 Grunnnám háskóla 35 Framhaldsnám háskóla 24 Hjúskaparstaða6 % Gift 24 Sambúð 71 Einstæð 5 Reykingar7, % fyrir meðgöngu Já 14 á meðgöngu Já 5 Heildarstyrkur, μg/ml EPA 19 (11-37) DHA 74 (52-102) EPA+DHA 94 (66-135) Hlutfallslegur styrkur, % EPA 0,7 (0,4-1,3) DHA 2,7 (2,0-3,5) EPA+DHA 3,4 (2,5-4,7) 1Upplýsingar um LÞS (Líkamsþyngdarstuðull) fyrir meðgöngu vantar fyrir 22 konur. 2Upplýsingar um þyngdaraukningu vantar fyrir 45 konur. Heildarþyngdaraukning er mismunur á milli fyrstu og síðustu mældri þyngd í mæðraeftirliti. 3Vikuleg þyngdaraukning er heildarþyngdaraukning deilt með fjölda vikna á milli mælinga. 4Upplýsingar um fyrri fæðingar vantar fyrir 6 konur. 5Upplýsingar um menntun vantar fyrir 5 konur. 6Upplýsingar um hjúskaparstöðu vantar fyrir 21 konu. 7Upplýsingar um reykingar vantar fyrir 6 konur. EPA: eikósapentaensýra. DHA: dókósahexaensýra. PREWICEII: Pregnant women in Iceland II.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.