Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 15
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 235 R A N N S Ó K N Mynd 2. Tíðni snemmkominna fylgikvilla og dánartíðni <30 daga frá aðgerð hjá sjúklingum eftir GSH-hópum (ml/mín/1,73m2). Viðmiðunarhópur: GSH ≥60 mL/mín/1,73m2. Tæplega 19% rannsóknarhópsins höfðu skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð sem miðaðist við gaukul síunarhraða <60 ml/mín/1,73 m2. Það er umtalsvert hærri tíðni en sást í nýlegri íslenskri rann- sókn á langvinnum nýrnasjúkdómi í almennu þýði6 en há tíðni skertrar nýrnastarfsemi var viðbúin í þessum hópi sjúklinga, enda þekktur áhættuþáttur kransæðasjúkdóms.1,2 Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi voru að meðaltali um 6 árum eldri en sjúklingar í viðmiðunarhópi auk þess sem áhættu- þættirnir sykursýki og háþrýstingur voru marktækt algengari í þeirra hópi. Þessar niðurstöður koma heim og saman við fjölda sambærilegra rannsókna.6,9,17 Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi fengu fleiri einingar af rauðkornaþykkni í aðgerðinni, eða stuttu eftir hana (tafla III), og fjölgaði gefnum einingum eftir því sem nýrnastarfsemi versnaði. Þetta var viðbúið þar sem þessir sjúklingar höfðu lægra blóð- rauðagildi fyrir aðgerð (tafla I), en blóðleysi tengist oft skertri nýrnastarfsemi, meðal annars vegna minni framleiðslu nýrna á rauðkornavaka (erythropoetin), aukinnar blæðingarhættu og Tafla IV. Samanburður á snemmkomnum fylgikvillum og dánartíðni milli gaukulsíunarhraðahópa (GSH), ml/mín/1,73m2. Fjöldi (%). Sjúklingar geta haft fleiri en einn fylgikvilla samtímis. Allir (n=2300) Viðmið* (n=1871) GSH 45-59 (n=296) GSH 30-44 (n=92) GSH <30 (n=41) P-gildi Minniháttar fylgikvillar Yfirborðssýking í skurðsári á brjóstkassa/ganglim 228 (9,9) 177 (9,5) 38 (12,9) 8 (8,7) 5 (12,2) 0,293 Gáttatif/gáttaflökt 879 (38,2) 683 (36,5) 133 (45,1) 36 (39,1) 27 (65,9) <0,001 Aftöppun á fleiðruvökva 305 (13,3) 225 (12,0) 55 (18,6) 18 (19,6) 7 (17,1) 0,003 Lungnabólga 156 (6,8) 113 (6,0) 28 (9,5) 10 (10,9) 5 (12,2) 0,024 Þvagfærasýking 76 (3,3) 54 (2,9) 10 (3,4) 10 (10,9) 2 (4,9) <0,001 Minniháttar fylgikvillar allsa 1118 (48,7) 873 (46,7) 162 (55,1) 53 (57,6) 30 (73,2) <0,001 Alvarlegir fylgikvillar Djúp sýking í miðmæti 20 (0,9) 14 (0,7) 4 (1,4) 1 (1,1) 1 (2,4) 0,501 Alvarlegur bráður nýrnaskaðib 48 (2,1) 23 (1,3) 13 (4,4) 6 (6,7) 6 (14,6) <0,001 Enduraðgerð vegna blæðinga 120 (5,2) 94 (5,0) 15 (5,1) 6 (6,6) 5 (12,2) 0,21 Heilablóðfall 26 (1,1) 21 (1,1) 4 (1,4) 1 (1,1) 0 (0,0) 0,895 Bringubeinslos 35 (1,5) 26 (1,4) 2 (0,7) 5 (5,4) 2 (4,9) 0,003 Fjölkerfabilun 65 (2,8) 36 (1,9) 4 (4,8) 8 (8,7) 7 (17,1) <0,001 Hjartaáfall í eða eftir aðgerð 93 (4,1) 76 (4,1) 12 (4,1) 2 (2,2) 3 (7,3) 0,587 Alvarlegir fylgikvillar, allsc 332 (14,4) 237 (12,7) 55 (18,6) 22 (23,9) 18 (43,9) <0,001 Dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð Dánartíðni <30 daga 53 (2,3) 26 (1,4) 10 (3,4) 7 (7,6) 10 (24,4) <0,001 *Viðmiðunarhópur: GSH ≥60 ml/mín/1,73m2. aEinhver minniháttar fylgikvilli. bBráður nýrnaskaði (acute kidney injury, AKI) KDIGO flokkur 3. cEinhver alvarlegur fylgikvilli.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.