Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 30
250 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108
V I Ð T A L
Theódór Skúli Sigurðsson læknir er aftur kominn á fulla ferð eftir að hafa farið í
þriggja mánaða veikindaleyfi. Andartaks andrými á næturvakt þar sem hann settist
niður með aðstandanda sjúklings í banalegu á gjörgæslunni olli því að hann áttaði
sig á að hann væri á leið í kulnun
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Ljós kviknaði á gjörgæslunni
og Theódór stillti líf sitt af
„Við áttum innilegt samtal um lífið og
tilveruna. Við ræddum tilgang lífsins.
Allt í einu kviknar ljós og ég fer að hugsa
málið þessa næturvakt að ég sé kominn á
skrítinn stað í lífinu,“ segir Theódór Skúli
Sigurðsson, sérfræðingur í barnasvæfinga-
og gjörgæslulækningum á Landspítala og
formaður Félags sjúkrahúslækna, um sam-
talið við aðstandandann á gjörgæslunni.
„Ég hugsaði um stærstu fyrirmynd-
irnar mínar í læknisfræðinni sem maður
setur á stall – alla svæfingalæknana sem
kenndu mér, sem margir höfðu klúðrað
einkalífi sínu og því miður allt of margir
svipt sig að lokum lífi, einn náinn vinur
þar á meðal síðasta sumar,“ segir hann
og vísar til Torstens Lauritsen yfirlæknis
á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn sem
hann kenndi með í allnokkur ár á vegum
skandinavísku svæfinga- og gjörgæslu-
samtakanna. Inn í þennan erfiða tíma hafi
veikindi móður hans tvinnast, en hún lést
um miðjan febrúarmánuð.
„Hún var komin á öldrunarheimili,
orðin önnur kona en hún var og þekkti
mig varla. Ég var með krónískt samvisku-
bit að vera ekki meira hjá henni og á með-
an ég var þar var ég ekki heima hjá fjöl-
skyldunni. Konan mín og dætur fengu því
aðeins pirring og frústrasjón,“ segir hann
og lýsir því hvernig hann nýtti tímann
heima í vinnuna. „Ég var alltaf andlega
fjarverandi. Alltaf að svara tölvupóstum.“
Stimplaði sig í veikindaleyfi
Eftir samtalið við aðstandandann á gjör-
gæsludeildinni í lok nóvember hafi hann
skrifað tölvupóst á yfirlækninn. „Þennan
morgun stimplaði ég mig út og fór beint í
veikindaleyfi.“
Gleðin var farin. Reiðin yfir ástandinu
á spítalanum hafði náð yfirhöndinni.
Draumar hans og loforð um að kæmi hann
heim frá Svíþjóð með sérþekkingu sína á
svæfingu barna, fengi hann að tækifæri til
að bæta þjónustu við börnin, höfðu verið
hunsuð. Einnig loforð um tíma til að klára
doktorsnám sitt og fá að stunda vísindi.
Launaforsendur voru heldur ekki virtar.
„Fyrstu skilaboðin frá Landspítala
þegar ég var kominn heim var að ég væri
ekki metinn verðugur þess launaflokks
sem talað var upphaflega um og svo var
ekki hægt að veita frí eða aukatíma til að
klára vísindavinnu af því að það væri svo
lítill mannskapur,“ segir hann.
„Mér bregður þegar ég átta mig á
ástandinu: Hvernig spítalinn er útbúinn,
skortur á mannskap, legurýmum, gjör-
gæslurýmum.“ Forsendurnar fyrir því
að koma heim hafi því strax brostið. „Ég
hugsaði því: Já, ok, svona gerast kaupin á
Landspítala en ég hafði gert 5 ára áætlun
og ákvað að klára þessi 5 ár. Ég var kom-
inn heim fyrir börnin og fjölskylduna og
við náðum lendingu.“ Markmiðin viku svo
fyrir COVID.
Úrvinda í vinnunni
„Ég ákvað að klára doktorsrannsóknirnar í
frítíma mínum: Um helgar, kvöld og næt-
ur. En þetta þýddi líka að metnaður minn
fyrir því að byggja upp barnasvæfingar og
gjörgæslu á Íslandi og færa til framtíðar
þurfti að víkja.“
Hann hafði verið settur á hamsturshjól
spítalans. „Þegar ég fór inn í helgina vissi
ég að það yrði ekki frí. Símtalið um að
koma á spítalann kæmi.“ Hann hafi sofið
lítið, legið andvaka og því mætt í vinnuna
í stað þess að stara út í loftið. „Oft á tíðum
þegar ég var að fara í vinnuna á morgnana
mundi ég ekki eftir bílferðinni úr Kópa-
vogi inn á Hringbraut. En sem betur fer
bakka ég út áður en það urðu uppákomur
eða slys.“
Theódór fór að berjast fyrir breytingum
og fór inn í Læknaráð Landspítala. Varð
svo formaður Félags sjúkrahúslækna í
maílok í fyrra. Hann fór á fullt í gagnrýni
á ástandið og stóð fyrir ákalli yfir 1000