Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 25
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 245 F R É T T I R Þórarinn Guðnason hjarta- læknir er annar tveggja sem kosnir hafa verið nýir í stjórn Almenna lífeyr- issjóðsins. Frambjóðend- urnir voru tíu og úrslitin kynnt á aðalfundinum í marslok. „Ég er þakklátur sjóðsfélögum fyrir traustið og hlakka til að takast á við verk- efnin,“ sagði Þórarinn þegar Læknablaðið náði tali af honum. Hann beið þá þess að sitja fyrsta stjórnarfundinn mánudaginn 25. apríl. Alls nýttu 838 kosningaréttinn og er mesta kjörsókn í sögu sjóðsins. Þórarinn varð efstur í kjörinu með rúm 53% en Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum, annar með tæp 12%. Frosti Sigurjónsson var kos- inn nýr varamaður í stjórn. Þórarinn í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins Frétt Læknablaðsins um að Krabbameins- félagið hefði boðið 450 milljónir króna framlag yrði ráðist strax í uppbyggingu nýrrar dagdeildar vakti athygli. Málið var rætt á Alþingi. Heilbrigðisráðherra sagði þar framtakið virðingarvert. Hann sagðist vona að hægt yrði að nýta boðið en að það þyrfti að gera í samhengi við aðra upp- byggingu Landspítala. „Við höfum ekki heyrt neitt frekar frá heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins Halla segir að félagið hafi átt fund með nýjum forstjóra Landspítala sem hafi ver- ið bæði skilningsríkur og meðvitaður um vandann. Ákvarðanir um húsnæðismál séu hins vegar ekki í höndum Landspítala heldur stýrihóps um Hringbrautarverk- efnið NLSH ohf., Nýjan Landspítala. Halla bendir á að aðalfundarsamþykkt félagsins gildi í eitt ár, en aðalfundurinn var í lok maí í fyrra. „Það er ekkert sem bendir til að þiggja eigi boðið.“ Því sé ekki útlit fyrir að breytingar verði á að- Sjá ekki að aðstaðan verði bætt í bráð Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameins- félagsins, hvetur yfirvöld til að bregðast við. „Aðstaða krabbameinssjúkra á Landspítala er óviðunandi.“ Undir það taka yfirlæknar deildarinnar. Mynd/gag Krabbameinsleit forðað hundruð kvenna frá dauða Yfir 450 konum var forðað frá ótímabærum dauða á árunum 1972-2020 með leghálskrabbameinsleit. Þetta kom fram í máli Laufeyjar Tryggvadóttur, fram- kvæmdastjóra Rannsóknar- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins, á Lækna- dögum. Tölurnar eru miðaðar við andlát vegna leghálskrabbameins á árunum 1967-1971 og frá Krabbameinsfélaginu. „Þetta er klárlega vanmat því tölurnar voru á uppleið í löndum þar sem ekki var skimun,“ sagði hún í pontu. Mínerva – rafrænt skráningarkerfi fyrir lækna til að skrá og halda utan um sí- menntun sína, er komin í gagnið. Kerfið ásamt leiðbeiningum er á innri vef LÍ. Hrönn Pétursdóttir, verkefnastjóri Læknafélags Íslands, segir að næstu mánuði prófi hópur lækna Mínervu. „En skráningarkerfið er nú opið öllum félags- mönnum sem vilja nota það.“ Skrá þarf sérgrein og vinnustað þegar farið er inn á innri vefinn í fyrsta sinn. „En að því loknu birtist innri vefurinn eins og vanalega nema efst í hægra horn- inu hefur nú bæst við slóð á Mínervu,“ segir Hrönn og hvetur alla til að skrá símenntun sína. „Með því að skrá geta læknar séð hversu mikil símenntun hefur verið Mínerva komin í gagnið Hrönn Pétursdóttir, verkefnastjóri Læknafélags Íslands ástunduð á gefnu tímabili og hvort hún uppfyllir lágmarks viðmið sem skilgreint er í leiðbeiningum um sí- menntun,“ segir hún. Á Mínervu er dagbók um lærdóminn og hægt að taka út skýrslur sem gefa yfirsýn yfir ástund- aða símenntun. stöðu krabbameinssjúkra á meðan beðið er eftir að yfirvöld skilgreini hlutverk spítalans, þörf fyrir húsnæði út frá því og ástandsmeti allar byggingar. „Það er auðvitað skynsamlegt að vita hvert stefnir en ég get ekki ímyndað mér annað en allur þessi ferill taki langan tíma. Ég spyr: Hvar eiga sjúklingar að fá þjónustu á meðan og hvernig á að vinna að bættri þjónustu?“ Enginn geti svarað því. „Vandinn er núna,“ segir Halla.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.