Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 20
240 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108
R A N N S Ó K N
barna, menntunarstig, hjúskaparstöðu og reykingar, bæði fyr-
ir og á meðgöngu, ásamt heildar- og hlutfallslegum styrk EPA
og DHA í blóðvökva þátttakenda. Upplýsingar um neyslutíðni
fæðu tegunda og bætiefna sem innihalda langar ómega-3 fitusýr-
ur má sjá í töflu II. Þátttakendur borðuðu magran fisk að jafnaði
1,3 sinnum í viku og feitan fisk um einu sinni í mánuði. Jákvæð
fylgni var á milli neyslu magurs fisks og feits fisks hjá konunum
(r=0,39 p<0,001) (ekki birt í töflu). Hærri heildartíðni fiskneyslu og
notkun bætiefna sem innihéldu langar ómega-3 fitusýrur endur-
speglaðist í hærri heildarstyrk ómega-3 í blóðvökva (plasma)
(r=0,34 p<0,001) og einnig hærri hlutfallslegum styrk EPA + DHA
í blóðvökva (r=0,41 p<0,001). Einnig sást jákvæð fylgni á neyslu-
tíðni fisks (r=0,24 p<0,001 og r=0,28 p<0,001) og ómega-3 bætiefna
(r=0,28 p<0,001 og r=0,35 p<0,001) við bæði heildar- og hlutfalls-
legan styrk EPA og DHA í blóðvökva. Þegar skoðuð var sérstak-
lega fylgni stakra tegunda bætiefna sem innihalda langar ómega-3
fitusýrur við styrk og hlutfall EPA og DHA í blóðvökva sást að
bæði neysla á lýsi og ómega-3 olíu eða hylkjum endurspeglaðist í
hærri styrk, en ekki neysla á íslensku meðgöngu-fjölvítamíni sem
inniheldur EPA og DHA (r=0,01 og r=0,001). Þegar íslenska með-
göngu-fjölvítamínið var undanskilið og fylgni könnuð á ný, sást
hærri fylgni á milli neyslu fisks og bætiefna (r=0,37 p<0,001 og
r=0,46 p<0,001) við heildar- og hlutfallslegan styrk EPA og DHA.
Í töflu III er samanburður á heildar- og hlutfallslegum styrk EPA
og DHA í blóðvökva út frá neyslutíðni kvennanna á fisk. Um 35%
borð uðu einhvern fisk tvisvar í viku eða oftar og voru þær með
hærri heildar- og hlutfallsstyrk EPA og DHA í blóði, borið saman
við þær sem borðuðu fisk sjaldnar eða aldrei.
Í töflu IV sést samanburður á heildar- og hlutfallslegum styrk
EPA og DHA í blóðvökva, milli kvennanna sem tóku bætiefni
sem innihalda langar ómega-3 fitusýrur að minnsta kosti daglega
og þeirra sem tóku þau sjaldnar eða aldrei. Í heild tóku um 50%
kvennanna einhver bætiefni sem innihalda ómega-3 og voru um
40% að taka lýsi og/eða ómega-3 olíu/hylki daglega. Af þeim sem
Tafla II. Niðurstöður fæðutíðnispurningarlista varðandi vikulega fæðutíðni matvæla við 11.-14. viku meðgöngu og fylgni1 við heildar- og
hlutfallslegan styrk EPA og DHA. Sett fram sem hlutföll eða miðgildi og hundraðshlutar (10-90).
(n=853)
Vikuleg fæðutíðni miðgildi
(10-90 hundraðshluti)
EPA+DHA, μg/ml P EPA+DHA, %2 P
Allur fiskur og öll ómega-3 bætiefni 7,5 (1,0-16,3) 0,34 <0,001 0,41 <0,001
Allur fiskur, lýsi og ómega-3 bætiefni3 3,3 (0,9-14,7) 0,37 <0,001 0,46 <0,001
Allur fiskur 1,3 (0,4-3,0) 0,24 <0,001 0,28 <0,001
Fiskur, magur 1,0 (0,1-2,5) 0,18 <0,001 0,23 <0,001
Fiskur, feitur 0,3 (0,1-1,0) 0,24 <0,001 0,28 <0,001
Öll ómega-3 bætiefni 7,0 (0,4-14,2) 0,28 <0,001 0,35 <0,001
Lýsi og Ómega-3 olía/hylki 0,7 (0,3-14,0) 0,31 <0,001 0,40 <0,001
Lýsi 0,1 (0,1-7,0) 0,21 <0,001 0,27 <0,001
Ómega-3 olía/hylki 0,2 (0,2-7,1) 0,19 <0,001 0,25 <0,001
Meðgöngu fjölvítamín 0,1 (0,1-7,0) 0,01 0,835 0,001 0,977
1Spearman fylgnistuðull. 2Hlutfall fitusýra af heildarstyrk fitusýra í blóðvökva. 3Inniheldur ekki meðgöngu fjölvítamín með ómega-3.
EPA: eikósapentaensýra. DHA: dókósahexaensýra.
Tafla III. Heildar- og hlutfallslegur styrkur EPA og DHA í blóðvökva skipt upp eftir neyslutíðni fisks, sett fram sem hlutföll
eða miðgildi og hundraðshlutar (10-90).
N% EPA+DHA, μg/ml EPA+DHA, %
Allur fiskur
≥2 vikulega 35,1 100 (71-142) 3,7 (2,7-5,1)
1x mánaðarlega - 1x vikulega 55,9 90 (66-131) 3,3 (2,5-4,6)
Aldrei 9,0 87 (60-118) 3,0 (2,2-4,1)
P1 <0,01 <0,01
Fiskur, magur
≥1 vikulega 59,0 98 (70-139) 3,6 (2,6-4,9)
1x mánaðarlega - <1x vikulega 29,7 87 (64-128) 3,3 (2,5-4,6)
Aldrei 11,3 89 (62-132) 3,1 (2,3-4,5)
P1 <0,01 <0,01
Fiskur, feitur
≥1 vikulega 22,5 103 (68-144) 3,7 (2,8-5,2)
1x mánaðarlega - <1x vikulega 42,0 97 (70-137) 3,5 (2,7-4,9)
Aldrei 35,5 86 (61-122) 3,1 (2,4-4,3)
P1 <0,01 <0,01
1Kruskal Wallis próf notað til kanna mun á milli neyslutíðnihópa.
EPA: eikósapentaensýra. DHA: dókósahexaensýra.