Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 32
252 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108
Vonbrigði hans yfir stöðunni hafi því verið
mikil.
„Ég er mikill hugsjónamaður og með
ríka réttlætiskennd. Þetta hefur alltaf
þvælst fyrir mér í lífinu.“ Hann hafi alltaf
þurft að laga það sem var brotið og lagt
hart að sér. „Ég þurfti frí til að vinna með
þetta; fara á dýpið.“ Konan hans, Guðbjörg
Vigdís Guðmundsdóttir gjörgæsluhjúkr-
unarfræðingur, hafi gripið inn í.
„Hún var hörð á því að ég færi ekki
heim í sófann að horfa á fótbolta heldur
yrði ég að vinna í vandamálum mínum í
veikindaleyfinu. Ég þyrfti aðeins að taka
til og ég áttaði mig á því að mig vantaði
verkfæri til þess.“
Átti ekki að gera neitt
Theódór sótti því tíma hjá Ólafi Þór Æv-
arssyni geðlækni, kominn í veikindaleyfi.
„Hann bannaði mér að gera nokkurn hlut
í mánuð eða taka stórar ákvarðanir,“ segir
hann og hvernig það afstýrði uppsögninni
á Landspítala. Hann hafi farið í ræktina
sem hann hafði ekki gert lengi. Farið að
mála með vatnslitum. „En ég var mjög
góður í því sem barn.“
Hann dustaði rykið af gítarnum, slökkti
á símanum, hætti að horfa á fréttir og
gerði hluti sem hann hafði ekki gert lengi.
„Smám saman varð tilveran bærilegri.
Hver einasti morgun hófst á að ég borðaði
morgunmat með dætrum mínum og skutl-
aði í skólann, sem ég gerði aldrei – var
alltaf farinn í vinnuna,“ segir hann.
„Allt í einu fór ég að upplifa og sjá
hluti sem ég hafði ekki gert áður, pæla í
skugga og ljósi, litbrigðum náttúrunnar,
og var örugglega hættulegri í umferðinni
en þegar ég mundi ekki eftir bílferðum
mínum á leið í vinnu,“ segir hann og hlær.
„Ég sá hvað ég var orðinn blindur á eigin
forgangsröðun og umhverfið. Samtöl við
sálfræðing hjálpuðu líka mikið, að vinna
kerfisbundið í mínum kostum og göllum.“
Theódór er ánægður að hafa stigið út
áður en hann missti stjórn á skapi sínu.
„Ég horfi alla daga upp á félaga sem eru
í kulnun eða nærkulnun að missa sig.
Margir eru með einkennin en kveikja ekki
á því. Lærdómur minn er að það er í lagi
að segja að maður sé mannlegur og þurfi
aðstoð og ráðleggingar. Ég vona að með
því að stíga fram átti fólk sig á því; og að
þetta skref hjálpi einhverjum.“
Hefði hann á starfstíma sínum fengið
að taka út þann frítíma sem hann hafði
áunnið sér, hefði hann hugsanlega ekki
þurft veikindaleyfi. „Tíminn sem ég átti
uppsafnaðan er einmitt sá sem ég tók á
endanum út í veikindaleyfi,“ segir hann.
Theódór kvaddi móður sína á síðasta
degi veikindaleyfisins. Hún lést með
COVID nú um miðjan febrúarmánuð.
„Endurkoma mín úr veikindaleyfinu dróst
því um viku,“ segir hann og Læknablaðið
vottar honum samúð.
Samningurinn lagaður
Hann lýsir því hvernig veikindaleyfi hans
hafi á endanum orðið til þess að samn-
ingarnir um heimkomu hans fyrir 5 árum
hafi verið teknir aftur upp. Nú fái hann
skilgreindan tíma til að kenna og stunda
vísindi og hann ferðast um Skandinavíu
og kennir.
„Ég kem í vinnuna og er spenntur fyrir
verkefnunum,“ segir Theódór og þakkar
fyrir að yfirlæknir hafi séð tækifæri í að
hjálpa honum þótt það hafi nánast verið
orðið of seint. Ákveðin viðhorfsbreyting
hafi orðið og í fyrsta sinn í apríl hafi skurð-
stofum verið lokað þar sem svæfingalækna
vanti. Þá hafi verið reiknað út hversu mörg
stöðugildi svæfingalækna vanti. „Nú vant-
ar um 10 svæfingalækna á Landspítala,
bara til að dekka áunnin frí starfsmanna.“
Kynslóðaskipti og fjölgun verkefna svæf-
ingadeildarinnar skýri skortinn.
„Ég átti til dæmis tæplega 500 tíma í
óúttekið frí og aðra 400 tíma umfram í
stimpilklukku. Almannaksár svæfinga-
læknis á Landspítala hefur ekki verið 52
vikur heldur 65 því við eigum svo mikið
af uppsöfnuðum vikum. Svo eru þessir
umframtímar greiddir út í dagvinnu einu
sinni á ári og við sitjum eftir með uppsafn-
aða þreytuna,“ lýsir hann. „Þessu þurfum
við að breyta, það endist enginn í svona
mikilli vinnu við stanslaust álag.“
Theódór segir nóg af efnilegu fólki sem
hafi lært svæfingar erlendis en komi ekki
heim í þetta andrúmsloft. Hann vonar að
þær veigamiklu breytingar sem gerðar
hafi verið á 30 ára úrsérgengnu vaktakerfi
þeirra breyti því. „Við erum til dæmis ekki
lengur á bakvakt á tveimur stöðum í einu,
enda er það ekki hægt.“
Nú vonist hann til þess að halda
heilsu til að haldast í vinnu á gamla
draumavinnustaðnum sínum. „Nú þarf
ég að passa að detta ekki í sama fasann og
fyrr.“
Theódór er formaður Félags sjúkrahús-
lækna og situr í stjórn Læknafélags
Íslands. Mynd/gag
V I Ð T A L