Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 16
236 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N járnskorts.1 Ekki kom á óvart að með lægri gaukulsíunarhraða lengdist bæði legutími á gjörgæslu og heildarlegutími, (tafla III), enda sýnir okkar rannsókn líkt og erlendar rannsóknir að tíðni alvarlegra fylgikvilla eftir aðgerðina hækkar hjá nýrnaveikum og krefjast sumir þeirra innlagnar á gjörgæslu.8,9 LIMA-græðlingur var sjaldnar notaður hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (tafla III) og þá eingöngu notast við bláæðagræðlinga, sennilega til að stytta aðgerðartíma og um leið minnka áhættu á blæðingum. Lengri tíma tekur að losa LIMA-græðling en bláæðagræðling, auk þess sem blæðingarhætta er meiri. Þrjátíu daga dánartíðni reyndist umtalsvert hærri hjá sjúkling- um með skerta nýrnastarfsemi borið saman við viðmiðunarhóp, en hjá GSH <30 hópi létust 24,4% innan 30 daga borið saman við 1,4% hjá viðmiðunarhópi (tafla IV). Í fjölda erlendra rannsókna hefur verið lýst sambærilegum niðurstöðum á áhrifum skertrar nýrnastarfsemi á 30 daga dánartíðni eftir kransæðahjáveituað- gerð.8,9,18-20 Sama átti við um tíðni minniháttar fylgikvilla aðra en yfirborðssýkingar í skurðsári en þeir voru allir marktækt al- gengari hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi og jókst tíðni þeirra einnig marktækt eftir því sem gaukulsíunarhraði lækk- aði. Heildartíðni alvarlegra fylgikvilla jókst einnig marktækt með versnandi nýrnastarfsemi og var marktækur munur á tíðni bráðs nýrnaskaða, bringubeinsloss og fjölkerfabilunar (tafla IV). Jafnframt kemur ekki á óvart að alvarlegur bráður nýrnaskaði greindist í 14,6% tilvika hjá sjúklingum í GSH <30 hópi borið saman við 1,3% í viðmiðunarhópi, en rannsóknir hafa sýnt fram á aukna dánartíðni við bráðan nýrnaskaða eftir kransæðahjáveitu.21 Auk þess var tangartími lengri og útfallsbrot vinstri slegils oftar skert hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, en hvort tveggja eru áhættuþættir bráðs nýrnaskaða og versnunar á nýrnastarf- semi sem getur leitt til langvinns nýrnasjúkdóms.22 Langsterkasti forspárþáttur dauða innan 30 daga frá aðgerð var alvarleg skerðing á nýrnastarfsemi, eða gaukulsíunarhraði <30 ml/ mín/1,73m2 fyrir aðgerð, og jukust líkurnar á dauða rúmlega tífalt borið saman við viðmiðunarhóp (tafla V). Í rannsókn Coopers og félaga reyndust líkurnar á dauða innan 30 daga frá aðgerð einnig aukast eftir því sem gaukulsíunarhraði lækkaði, og líkt og í okk- ar rannsókn höfðu sjúklingar með gaukulsíunarhraða <30 ml/ mín/1,73 m2 verstar horfur.9 Aðrir sjálfstæðir forspárþættir í fjöl- breytugreiningu voru hækkandi aldur og skert útfallsbrot vinstri slegils <30%, sem báðir eru þekktir sjálfstæðir forspárþættir dauða í tengslum við kransæðahjáveituaðgerðir.23,24 Ótvíræður styrkur þessarar rannsóknar er að hún nær til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á 20 ára tímabili hjá heilli þjóð. Auk þess telst styrkur að allar aðgerðirnar voru gerðar á sömu stofnun af tiltölulega fáum hjartaskurðlæknum, sem gerir rannsóknarhópinn einsleitari. Gagna grunnurinn sem stuðst var við er mjög ítarlegur og þar eru skráðar næstum 200 breytur fyrir hvern sjúkling, þar á meðal hvernig þeim vegnaði eftir aðgerðina. Helsti veikleiki rannsóknarinnar er að hún er aft- urskyggn, en slíkar rannsóknir eru háðar því að upplýsingar séu rétt skráðar í sjúkraskrá sjúklings. Skráning upplýsinga eins og um einkenni, bakgrunnsþætti og fylgikvilla hefði þannig verið nákvæmari ef um væri að ræða framskyggna rannsókn. Einnig er veikleiki hversu fáir sjúklingar eru í sumum gaukulsíunarhraða- hópunum, sem takmarkar tölfræðilegan styrk. Rannsóknarþýð- inu var skipt í hópa samkvæmt stakri síðustu gaukulsíunarhraða- mælingu fyrir aðgerð, en til þess að uppfylla greiningarskilyrði langvinns nýrnasjúkdóms þarf gaukulsíunarhraði að vera undir 60 mL/mín/1,73m2 og/eða merki um nýrnaskaða samkvæmt þvag- eða myndgreiningarrannsóknum í að minnsta kosti þrjá mánuði.25 Upplýsingar um gaukulsíunarhraða yfir þriggja mánaða tímabil eða lengur fyrir aðgerðina voru ekki aðgengilegar í öllum tilfell- um. Því uppfylltu ekki allir sjúklingar okkar greiningarskilyrði langvinns nýrnasjúkdóms og því ekki hægt að yfirfæra niðurstöð- urnar á aðra sjúklinga með slíkan nýrnasjúkdóm. Þó er ljóst að langflestir sjúklinganna sem höfðu skerta nýrnastarfsemi reynd- ust uppfylla greiningarskilmerkin. Loks er rétt að hafa í huga að í rannsókn sem þessari er viss hætta á valbjögun (selection bias), þannig að sjúklingar með verstu nýrnastarfsemina eru síður tekn- ir til aðgerðar. Þessi rannsókn sýnir að fylgni reyndist vera milli skertrar nýrnastarfsemi og tíðni snemmkominna fylgikvilla sem og 30 daga dánartíðni en árangur versnaði eftir því sem nýrnastarfsemi fyrir aðgerð versnaði. Slæmar horfur hjá sjúklingum með alvar- lega skerðingu á nýrnastarfsemi má sennilega rekja til ýmissa Tafla V. Forspárþættir 30 daga dánartíðni. Bæði eru sýnd óleiðrétt og leiðrétt gagnlíkindahlutföll (OR, odds ratio) fyrir 30 daga dánartíðni eftir aðgerð og 95% öryggisbil. Óleiðrétt OR (95% ÖB) Leiðrétta OR (95% ÖB) Aldur 1,08 (1,04-1,12) 1,08 (1,04-1,13) Kyn 2,28 (1,24-4,04) 1,81 (0,88-3,55) Bráð og hálfbráð aðgerðb 2,35 (1,30-4,5) 1,44 (0,75-2,89) Sykursýki 2,17 (1,15-3,91) 1,37(0,63-2,77) Útfallsbrot vinstri slegils 30-50% 2,07 (1,07-3,98) 1,81 (0,90-3,62) Útfallsbrot vinstri slegils <30% 5,49 (2,22-12,42) 5,26 (2,00-12,80) Gaukulsíunarhraði 45-59 ml/mínútur/1,73m2 2,49 (1,13-5,06) 0,91 (0,32-2,20) Gaukulsíunarhraði 30-44 ml/mínútur/1,73m2 5,84 (2,28-13,16) 2,36 (0,80-6,09) Gaukulsíunarhraði <30 ml/mínútur/1,73m2 22,89 (9,81-50,45) 10,40 (3,98-25,46) aLeiðrétt var fyrir aldri, kyni, sykursýki, gaukulsíunarhraða, bráðri og hálfbráðri aðgerð og útfallsbroti vinstri slegils. bAðgerð gerð með flýtingu (semiacute), það er gerð innan sömu innlagnar, eða bráðaaðgerð (acute), það er framkvæmd innan 24 klukkustunda frá komu á spítala.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.