Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 14
234 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Áhættuþættir kransæðasjúkdóms voru sambærilegir í hópunum ef frá eru taldir háþrýstingur og sykursýki sem voru marktækt algengari hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (sjá töflu II). Samanburður á aðgerðartengdum þáttum, blóðgjöf og legu- tíma er sýndur í töflu III. Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi voru lengur á hjarta- og lungnavél (HLV) og munaði 19 mínútum á GSH <30 hópi og viðmiðunarhópi (p=0,001). Í GSH <30 hópi var LIMA-græðlingur notaður sjaldnar en í öðrum hópum (p<0,001). Loks þurftu marktækt fleiri sjúklingar með verstu nýrnastarfsem- ina ósæðardælu (intra aortic balloon pump, IABP), þeir fengu fleiri einingar af rauðkornaþykkni og legutími þeirra á gjörgæslu og sjúkrahúsi var lengri en í viðmiðunarhópi (p<0,001). Í töflu IV er sýnd tíðni snemmkominna minniháttar og alvar- legra fylgikvilla, en tíðni þeirra hækkaði eftir því sem gaukul- síunarhraði lækkaði. Þannig greindust alvarlegir fylgikvillar í 43,9% tilvika í GSH <30 hópi en 12,7% í viðmiðunarhópi (p<0,001). Þar á meðal var tíðni alvarlegs bráðs nýrnaskaða 14,6% hjá sjúk- lingum í GSH <30 hópi borið saman við 1,3% í viðmiðunarhópi. Dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð hækkaði með versnandi nýrnastarfsemi fyrir aðgerð (p<0,001), hjá GSH <30 hópi var hún 24,4% borið saman við 1,4% hjá viðmiðunarhópi en heildardánar- tíðni rannsóknarþýðisins var 2,3%. Tafla V sýnir lógistíska aðhvarfsgreiningu á forspárþáttum dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð. Bæði eru sýnd gagnlíkinda- hlutföll (odds ratio, OR) fyrir og eftir að leiðrétt hafði verið fyrir ýmsum þáttum í líkaninu. Sjálfstæðir forspárþættir reyndust hækkandi aldur (OR = 1,08; 95% ÖB: 1,04-1,13) á ári og útfallsbrot vinstri slegils <30% miðað við yfir 30 (ÖB = 5,26; 95% ÖB: 2,00- 12,80), en sterkasta forspárgildi dánartíðni innan 30 daga reyndist gaukul síunarhraði <30 mL/mín/1,73m2 fyrir aðgerð sem rúmlega tí- faldaði dánarlíkur (OR = 10,40; 95% ÖB: 3,98-25,46). Þegar gaukulsí- unarhraði var notaður sem línuleg breyta í lógistíska módelinu fengust svipaðar niðurstöður og fyrir gaukulsíunarhraða sem flokkabreytu, en líkur á dauða innan 30 daga jukust um 3% fyrir hverja lækkun um 1 mL/mín/1,73m2 á GSH (OR = 1,03, 95% ÖB: 1,01-1,04) og 34% fyrir lækkun um hverja 10 mL/mín/1,73m2 (OR = 1,34, 95% ÖB: 1,15-1,57). Umræða Þessi rannsókn sýnir hversu mikið vægi skert nýrnastarfsemi hefur þegar kemur að árangri kransæðahjáveitu, en tíðni snemm- kominna fylgikvilla hjá þessum sjúklingum var marktækt aukin líkt og 30 daga dánartíðni. Tafla III. Aðgerðartengdir þættir, magn blæðingar, blóðgjafa, og lengd legutíma eftir gaukulsíunarhraðahópum (GSH). Fjöldi (%) eða meðaltal ± staðalfrávik, nema miðgildi (bil). Allir (n=2300) Viðmið* (n=1871) GSH 45 59 (n=296) GSH 30-44 (n=92) GSH <30 (n=41) P-gildi Aðgerð á sláandi hjarta 405 (17,6) 326 (17,4) 52 (17,6) 15 (16,3) 12 (29,3) 0,262 Bráð og hálfbráð aðgerða 1258 (54,7) 1016 (54,3) 156 (52,7) 55 (59,8) 31 (75,6) 0,032 Tími á HLV (mínútur)b 93 ± 33 91 ± 32 96 ± 35 100 ± 33 110 ± 54 0,001 Tangartími (mínútur) 49 ± 18 49 ± 18 49 ± 18 50 ± 18 55 ± v26 0,256 Notkun LIMA-græðlingsc 2170 (94,4) 1783 (95,4) 267 (90,2) 85 (92,4) 35 (85,4) <0,001 Fjöldi fjaræðatenginga 3,5 ± 0,9 3,4 ± 0,9 3,5 ± 0,9 3,4 ± 0,9 3,6 ± 0,9 0,602 Notkun æðaherpandi lyfja í aðgerðd 1164 (51,1) 919 (49,6) 164 (56,0) 52 (57,1) 29 (70,7) 0,007 Notkun ósæðardælu 102 (4,4) 70 (3,7) 19 (6,4) 6 (6,5) 7 (17,1) <0,001 Blæðing eftir aðgerð, ml 908 ± 912 909 ± 945 885 ± 714 935 ± 866 955 ± 763 0,946 Rauðkornaþykkni, eining 2,3 ± 3,4 2,0 ± 3,3 2,6 ± 3,2 4,0 ± 4,4 5,4 ± 4,7 <0,001 Legutími á gjörgæslu, dagar 1 (0-42) 1 (0-32) 1 (0-35) 1 (0-24) 2 (1-42) <0,001 Heildarlegutími, dagar 8 (0-96) 8 (0-96) 9 (0-80) 10 (0-52) 11 (1-67) <0,001 *Viðmiðunarhópur: GSH ≥60 ml/mín/1,73m2. aAðgerð gerð með flýtingu (semiacute), það er gerð innan sömu innlagnar, eða bráðaaðgerð (acute), það er framkvæmd innan 24 klukkustunda frá komu á spítala. bHjarta- og lungnavél. cLeft internal mammary artery. dNoradrenalín, adrenalín og vasópressín. Tafla II. Samanburður áhættuþátta kransæðasjúkdóms milli gaukulsíunarhraðahópa (GSH), ml/mín/1,73m2. Fjöldi (%). Allir (n=2300) Viðmið* (n=1871) GSH 45-59 (n=96) GSH 30-44 (n=92) GSH <30 (n=41) P-gildi Saga um reykingar 1628 (70,8) 1337 (71,5) 208 (70,3) 60 (65,2) 23 (56,1) 0,102 Háþrýstingur 1511 (66,0) 1172 (62,8) 230 (78,8) 77 (84,6) 32 (78,0) <0,001 Sykursýki 425 (18,6) 312 (16,8) 63 (21,6) 34 (37,0) 16 (39,0) <0,001 Blóðfituröskun 1244 (55,6) 1023 (56,1) 162 (56,4) 42 (47,2) 17 (42,5) 0,132 *Viðmiðunarhópur: GSH ≥60 ml/mín/1,73m2.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.