Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.2022, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.05.2022, Qupperneq 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 231 R A N N S Ó K N Inngangur Langvarandi skerðing á nýrnastarfsemi er þekktur áhættuþáttur kransæðasjúkdóms1,2 en sjúklingar með langvinnan nýrnasjúkdóm deyja hlutfallslega oftar úr hjarta- og æðasjúkdómum en þeir sem eru með eðlilega nýrnastarfsemi.1,3,4 Við langvinnan nýrnasjúk- dóm er gaukulsíunarhraði (GSH) kominn undir 60 mL/mín/1,73m2 og/eða merki um nýrnaskaða samkvæmt þvag- eða myndgrein- ingarrannsóknum, til dæmis blóð- eða próteinmiga í að minnsta kosti þrjá mánuði.5 Á Íslandi eru helstu orsakir sjúkdómsins sykursýki og háþrýstingur en aðrar þekktar orsakir eru gaukla- bólga (glomerul onephritis), millivefsnýrnabólga, stíflunýrnamein (obstructive kidney disease), æðakölkun, sýkingar, lyf og loks arf- gengir sjúkdómar eins og blöðrunýrnasjúkdómur.6 Oftast er hægt að beita kransæðavíkkun við alvarlegum kransæðasjúkdómi en við dreifð kransæðaþrengsli getur þurft að framkvæma kransæðahjáveitu.7 Erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðni fylgikvilla eftir kransæðahjáveituaðgerð er hærri hjá sjúk- lingum með skerta nýrnastarfsemi eða langvinnan nýrnasjúkdóm Nanna Sveinsdóttir1 Sunna Rún Heiðarsdóttir1 Árni Steinn Steinþórsson1 Hera Jóhannesdóttir2 Alexandra Aldís Heimisdóttir2 Tómas Þór Kristjánsson2 Þórir Einarsson Long3 Ingibjörg Guðmundsdóttir1,4 Martin Ingi Sigurðsson1,5 Tómas Guðbjartsson1,2 Nanna, Sunna Rún og Árni Steinn eru læknanemar við læknadeild Háskóla Íslands en aðrir höfundar læknar og starfsmenn Landspítala. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3nýrnadeild, 4hjartalækningadeild, 5svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Tómas Guðbjartsson, tomasgud@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Skert nýrnastarfsemi eins og við langvinnan nýrnasjúkdóm er áhættuþáttur kransæðasjúkdóms og hefur verið tengd við aukna tíðni fylgikvilla og dánartíðni eftir kransæðahjáveituaðgerð. Árangur hjáveituaðgerða hjá þessum sjúklingahóp hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega hér á landi og er markmið rannsóknarinnar að bæta úr því, með áherslu á snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn ferilrannsókn á 2300 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveitu á Landspítala 2001-2020. Sjúklingunum var skipt í fjóra hópa eftir áætluðum gaukulsíunarhraða (GSH) reiknuðum fyrir aðgerð og voru hóparnir bornir saman; GSH 45-59 mL/mín/1,73m2, GSH 30-44 mL/ mín/1,73m2, GSH <30 mL/mín/1,73m2 og viðmiðunarhópur (GSH >60 mL/ mín/1,73m2). Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og lógistísk aðhvarfsgreining notuð til að meta forspárþætti 30 daga dánartíðni. NIÐURSTÖÐUR Alls höfðu 429 sjúklingar (18,7%) skerta nýrnastarfsemi og voru þeir rúmlega sex árum eldri að meðaltali, einkennameiri, höfðu hærra meðal EuroSCORE II (5,0 á móti 1,9, p<0,001) og miðgildi legutíma þeirra var tveimur dögum lengra en hjá sjúklingum í viðmiðunarhópi. Auk þess var útfallsbrot vinstri slegils lægra, oftar þrengsli í vinstri höfuðstofni og tíðni alvarlegra snemmkominna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni hærri. Tíðni fylgikvilla og dánartíðni hækkaði með lækkandi GSH. Í fjölþáttagreiningu reyndust hærri aldur og útfallsbrot vinstri slegils <30% vera sjálfstæðir forspárþættir hærri 30 daga dánartíðni, líkt og GSH <30 mL/mín/1,73m2, sem reyndist langsterkasta forspárgildið (OR=10,4; 95% ÖB: 3,98-25,46). ÁLYKTANIR Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi eru eldri og hafa alvarlegri kransæðasjúkdóm en þeir sem hafa eðlilega nýrnastarfsemi. Tíðni snemmkominna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni í kjölfar kransæðahjáveituaðgerða reyndist marktækt hærri hjá sjúklingum með verstu nýrnastarfsemina sem jafnframt var sterkasti sjálfstæði forspárþáttur 30 daga dánartíðni. Áhrif skertrar nýrnastarfsemi á snemmkominn árangur kransæðahjáveituaðgerða

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.