Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.05.2022, Blaðsíða 34
254 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L „Auðvitað á fólk að lifa heilsusamlega, en til að krefjast þess af þeim er mikilvægt að umhverfið sé þannig að fólk geti það,“ segir Philippe Grandjean, prófessor í umhverfislæknisfræði. Hann segir lækna eiga að berjast fyrir ómenguðu umhverfi til að forða fólki frá sjúkdómum framtíðarinnar ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Hvetur lækna til að berjast gegn mengun „Við höfum ekki hugað nægilega að því að takmarka og stjórna notkun þrávirkra kemískra efna,“ segir Philippe Grand- jean, prófessor í umhverfislæknisfræði við Háskóla Suður-Danmerkur allt frá 1982. Einnig við Harvard-háskóla í tæp 20 ár. Grandjean talaði í streymi á Læknadög- um á málþingi um umhverfi og heilsu en hann hefur í áratugi bent á skaðsemi þrá- virkra efna í umhverfinu – með árangri. „Við þurfum einkum að vernda komandi kynslóðir. Þróun á fósturskeiði er svo flókin og fari eitthvað úrskeiðis fáum við ekki annað tækifæri til að endurgera,“ segir Grandjean þegar Lækna- blaðið nær í hann með Teams-tækninni til Danmerkur. Mikilvægt sé að fólk þekki áhrif mengunar á lífsgæði sín, því yfir- völd hafi ekki staðið sig í stykkinu að vernda það frá henni. „Við sem stundum rannsóknir vitum að áhugi almennings er það sem við þurf- um til að drífa málin áfram. Við höfum séð að þótt mjög mikilvæg vísindagrein sé birt í virtu tímariti gerist ekkert,“ segir þessi ríflega sjötugi aðalritstjóri vísinda- tímaritsins Environmental Health, tímarits sem hann stofnaði. Hann tekur dæmi af rannsókn sinni frá upphafi COVID-19 heimsfaraldursins sem birt var í PLoS ONE fyrir tveimur árum. Mengun auki COVID-veikindi „Ég vildi vita hvort mengun gæti gert sýkingu af völdum kórónuveirunnar verri og við sáum að fólk með hátt gildi per- flúoraðra alkýlefna (perfluorinated alkylate substances (PFASs) veiktist verr, það jók líkur á sjúkrahúsvist, lengd sjúkrahús- dvalarinnar, líkur á gjörgæsluþjónustu, þörf á öndunarvél og dauða. Ég sagði að við yrðum að gera eitthvað í þessu en ekk- ert gerðist,“ segir hann. Niðurstöðuna byggði hann á því að bera gögn 323 COVID-jákvæðra sjúklinga saman við blóðsýni þeirrra úr danska lífsýnasafninu (National Biobank) sem sýndu að þau höfðu komist í tæri við efnasambandið. En við hverju bjóst hann? „Ég hefði viljað sjá danska heilbrigð- isráðuneytið bregðast við. Yfirvöld vörðu 100 milljónum danskra króna í að stúdera bóluefni við kórónuveirunni en segja við okkur að þau eigi ekki nægileg blóðsýni til að rannsaka málið frekar,“ segir hann. „Ég segi: En þetta getur haft áhrif á alvar- leika veikindanna og virkni bóluefna.“ Hugsanlega virki þau ekki eins vel hafi fólk verið útsett fyrir þessu þrávirka PFAS-efni. „En yfirvöld benda mér á að þetta sé ekki forgangsverkefni.“ Þetta pólýflúoralkýl-efni sem um ræðir sé notað til að hrinda efnum frá, eins og af pottum og pönnum og af regnfatnaði, sem og til að vatnsverja skó. „Þetta er líka sama efnið og er sprautað á húsgögn svo þau blettist síður. Efni sem hefur áhrif á ónæmiskerfið okkar og við sjáum nú einnig að það leiðir til verri kórónu- veirusýkingar. Gerum eitthvað í því, segi ég,“ og það er ljóst að málið er Grandjean ofarlega í huga. Koma eigi í veg fyrir veikindi „Já, mörgum finnst að það þurfi að vera sjáanleg einkenni til staðar til þess að menn fái greiningu og því hafa yfirvöld ekki áhuga þótt fólk hafi komist í tæri við mengun ef það sýnir ekki einkenni,“ segir hann. Þetta séu hefðbundin heilbrigðissjónar- mið. „En ég segi: Þetta eru sjúklingar framtíðarinnar og við þurfum að sýna því áhuga að viðhalda heilsu þeirra. Það eru nútímalækningar að reyna að koma í veg fyrir sjúkdóma í stað þess að greina þá og meðhöndla, sem hingað til hefur verið meginþungi læknisfræðinnar.“ Grandjean hefur átt í áralöngu rann- sóknarsambandi við Færeyjar. Á 9. áratugnum sýndi hann, ásamt færeyska lækninum Pál Weihe, fram á skaðsemi kvikasilfurs á fóstur. Nú hafa 100 lönd skuldbundið sig til að takmarka útblástur kvikasilfurs verulega með Minamata-sátt- mála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2013. „Við sáum að neysla kvenna á barneignaaldri á grindhval dró úr greindarvísitölu barna þeirra. Allt vegna kvikasilfurs, en grindhvalur er efstur í fæðukeðjunni og þegar Færeyingar veiða hvalinn veiða þeir því einnig mengun hafsins.“ En er skaðinn varanlegur? „Já, aðeins fæst eitt tækifæri til að þróa heilann í móðurkviði og það er heilinn sem einstaklingur hefur út lífið,“ segir Grandjean, sem skrifaði bókina Only One Change: How Environmental Pollution Impa- irs Brain Development og gaf út 2013. „Mengun hefur áhrif á vitræna færni

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.