Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 2
Efnis-ÍKINGURV
1. tbl. 2012 · 74. árgangur · Verð í lausasölu kr. 980
S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð
Júní, togarinn sem hvarf
Engill dauðans (og aðrir englar)
Halldór Guðbjörnsson er fallinn frá.
Bergur Kristinsson minnist hans.
Jón Þ. Þór skrifar um kaupskipaútgerð
á Íslandi. Þetta er fyrsti þáttur Jóns Þ.
af tíu um þennan merka kafla í Íslandssögunni.
Engill dauðans og aðrir englar.
Jón Björnsson slær botn í englana.
Ævintýramaður. Hilmar Snorrason ræðir við
Elfar Óskarsson.
Arnbjörn H. Ólafsson safnar í reynslubankann.
Frívaktin.
Togarinn sem hvarf. Ólafur Grímur Björnsson
rabbar við Guðmund Heimi Pálmason.
Í þessum fyrsta þætti verður þeim tíðrætt um
togarann Júní og örlög hans á Nýfundna-
landsmiðum.
Helgi Laxdal skrifar um Súluna EA 300.
Hilmar siglir um netið.
Útdauður furðufiskur en lifir þó.
Örnólfur Thorlacius fræðir okkur um ótrúlega
staðreynd náttúrunnar.
Klukka Ingólfs komin heim aftur.
Hilmar Snorrason fræðir okkur
um eitt og annað utan úr heimi.
Sigurbjörn Ragnarsson í 2. sæti hinnar
Norrænu ljósmyndakeppni sjómanna.
Munið að sækja um orlofshús fyrir 15 apríl.
Sjómenn og aðrir lesendur Víkings.
Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn-
rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og
hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó-
menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk
úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þætt-
inum: Raddir af sjónum.
Netjið á jonhjalta@simnet.is
Mynd á forsíðu: Jörgen Språng.
4
6
12
10
24
34
28
39
Útgefandi: Völuspá útgáfa,
í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands.
Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515,
netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri.
Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com
Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason.
Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason.
Prentvinnsla: Ásprent.
Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta,
Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum.
Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra
félagsmanna FFSÍ.
ISSN 1021-7231
29
40
45
48
46
50
Lýðskrum
Í Speglinum, fréttatengdum útvarpsþætti á Rúv. þann 14. mars sl. var viðtal við
Lýð Árnason lækni og Stjórnlagaráðsmann. Viðtalið við Lýð var í tilefni af fundi
um stjórnkerfi fiskveiða/ kvótakerfið sem haldinn hafði verið kvöldið áður í Iðnó.
Fréttamaðurinn Gunnar Gunnarsson hóf þáttinn á því að lesa eftirfarandi upp úr
34. gr. ráðsins um náttúruauðlindir: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í
einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið
auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má
selja þær eða veðsetja“. Þarna setti fréttamaður punktinn og gaf Lýði orðið.
Álit læknisins var eftirfarandi: „Lykilatriðið er náttúrlega að gera góða löggjöf
utan um þetta stjórnarskrárákvæði og lykillinn að því er einfaldur. Það á bara að
halda hagsmunaaðilum fyrir utan það fundarherbergi þar sem það er samið!“
Áfram heldur Lýður: „Sú ríkisstjórn sem nú situr virðist ætla að ganga gegn þeirri
jafnræðisreglu sem svo sannarlega er boðuð í auðlindaákvæði nýju stjórnar-
skrárinnar með því að veiðirétti verði úthlutað til útvalinna aðila til langs tíma.“
Fréttamaður spyr: „Tillaga Stjórnlagaráðs, hverju myndi hún breyta?“ Svar:
„Eins og fram hefur komið hér á fundinum þá telja sumir að þessar tillögur
Stjórnlagaráðs, þetta nýja auðlindaákvæði, það í raun og veru gæti inniborið
óbreytt kerfi. Það má svo sem færa rök fyrir því, ég tel þó að það muni a.m.k.
færa okkur jafnræði, þ.e.a.s. allir hafi aðgang að auðlindinni, það sé ekki hægt að
útiloka neinn. Aðalatriðið er að næsta ríkisstjórn geri það sem hún lofi kjós-
endum sínum, en fari ekki að hleypa að hagsmunaaðilum og fokka öllu upp.“
Skoðum nú aðeins hvað felst í þessum helsta meinta ávinningi læknisins þ.e.a.s.
jafnræðisgrundvellinum og hvernig sú göfuga hugsjón virkar inn í raunveru-
leikann.
34. greinin inniheldur töluvert fleira en fram kemur hér ofar, en þar stendur
m.a.: „Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra.
Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða
annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í
senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar
eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Við nýtingu auðlindanna skal
hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi“.
Í 25. gr. er fjallað um atvinnufrelsi og þar segir m.a.: „Öllum er frjálst að
stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum ef
almannahagsmunir krefjast.“
Í textanum hér að ofan kristallast sú mýta og sú þversögn sem felst í tillögum
Lýðs og félaga. Vandamál nr. 1, 2 og 3 er sú staðreynd að auðlindin er takmörkuð.
Það eitt og sér gerir hugsjónina um jafnræði einfaldlega allt of óhagkvæma til að
hægt sé að nálgast það markmið sem segir að við nýtingu auðlindanna skuli hafa
sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Þetta staðfestist síðan endanlega í
25. greininni þar sem kveðið er á um að atvinnufrelsinu megi setja skorður ef
almannahagsmunir krefjast.
Sú skoðun Lýðs að það sé lykilatriði til lausnar vandans að útiloka skuli að
komu hagsmunaaðila að því mikilvæga úrlausnarefni að skapa meiri sátt um
sjávarútveginn er undarleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ef heimfæra ætti
þessa skoðun hans yfir á aðrar atvinnugreinar s.s. heilbrigðiskerfið þá bæri að
gæta þess að enginn sem starfar í heilbrigðisgeiranum kæmi nálægt mótun stefnu
um heilbrigðismál. Undanfarin ár hef ég annað kastið heyrt eða frétt af þessum
ágæta lækni fyrir vestan. Yfirleitt hafa þær fregnir verið af einhverjum menningar-
legum skemmtilegheitum þar sem hann hefur brillerað. Með viðhorfi sínu til
sjávarútvegs virðist því miður svo sem að réttlætiskenndin hafi borið skynsemina
ofurliði.
Árni Bjarnason