Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 20
20 – Sjómannablaðið Víkingur
dögum, er kannski ekki fjarri lagi sem
nafn á næstu ferðum Elfars. Hann fékk
að vita að Kínverjar væru að smíða skip-
ið sem hann ætti næst að fara á. Flaug
hann frá Walvis Bay til Jóhannesar-
borgar og þaðan til Hong Kong þar sem
verið var að ljúka smíði dráttarbátsins
Changuinola til nota í Panamaskurði.
Verið var að smíða 13 slíka dráttarbáta,
tuttugu og sjö metra langa, fyrir skurð-
inn og átti einn dráttarbátur að afhendast
í hverjum mánuði en þetta var fyrsti
dráttarbáturinn í seríunni.
Frá Hong Kong skyldi haldið til Bal-
boa, sem er Kyrrahafsmegin í Panama-
skurði, með viðkomu í Honolulu. Skip-
stjórinn og yfirstýrimaðurinn voru hjón
og líkti Elfar þeim við Leppalúða og
Gilitrutt (eftir að Grýla drapst) þannig
að þau unnu víst ekki til neinna fegurð-
arverðlauna. Segir fátt af ferðum þeirra
fyrr en skipið var statt sunnan við Tai-
wan. Lentu þau þá í fellibyl þar sem
vindurinn var 10-12 vindstig og öldurnar
14 metrar. Miðja fellibylsins var reyndar
lengra í burtu en öldurnar voru mjög
langar.
Í fyrstu var lensað undan öldunum en
þegar veltingurinn var orðinn svo mikill
að hætta var á að sjór færi inn um loft-
inntök vélanna var ekki annað að gera
en að halda upp í. Það er ekki auðvelt á
skipi sem í raun og veru er ekkert nema
vélarnar og aflið. Haldið var upp í næstu
þrjá sólarhringana en Indónesar sem
voru með í áhöfn lágu í kojum allan tím-
ann meðan á látunum stóð. Afl aðalvél-
anna var svo mikið að stöðva þurfti aðra
aðalvélina en þrátt fyrir það að skipið
væri aðeins á einni vél gekk það 3 hnúta.
Mikil hætta var á að klessukeyra skipið
sökum afls þess. Að lokum tókst þeim að
komast í var við Ishigaki eyju austur af
Taiwan. Það tók þá 15 tíma að koma
skipinu aftur í ástand til að hægt væri
að halda áfram för.
Þegar loks komið var á áfangastað
gekk áhöfnin í land og átti Elfar þá fyrir
höndum flug frá Sao Polo til Jóhannesar-
borgar og áfram heim til Walvis Bay.
Þegar Elfar var kominn heim hafði hann
farið umhverfis jörðina í þessari ferð
sinni en það tók hann 10 dögum skemur
en Phileas Fogg í sögu Jules Vernes þrátt
fyrir að hafa flogið stærsta hluta ferðar-
innar. Hann átti síðan eftir að fara með
annan dráttarbát sömu gerðar, Belen,
sömu leið.
Árás sjóræningja
Flutningur á skipum milli landa og
heimsálfa eru ekki bara innantómar sigl-
ingar heldur er margt sem menn geta
gert til að stytta stundirnar á ferðum
sínum. Elfar hefur ávallt verið mikill
Áhöfnin á RT Leader á vígbúnu skipi.
RT Champion skoðaður í gegnum víggirðinguna á RT Leader.
Verndarskipið De Ruyter komið á svæðið en þá voru sjóræningjarnir á bak og burt. De Ruyter fylgdi
dráttarbátnum á öruggan sjó.