Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 45
Sjómannablaðið Víkingur – 45 fiska á eða nærri hafsbotni. Þar sem hellar eru neðansjávar á hóflegu dýpi leita bláfiskar skjóls á daginn. Margt er óljóst um æxlun bláfiska, en talið er að þeir verði kynþroska um tvítugt. Kven fiskar gjóta 5 til 25 ungum, sem eru strax sjálfbjarga; áætlaður meðgöngutími er 13 til 15 mánuðir. Af árhringum í kvörnum bláfiska ráða fiskifræðingar að þeir geti orðið áttatíu til hundrað ára. Þakkir Þegar ég vann að frumgerð þessa pistils, útvegaði aðalræðis- maður Suður-Afríku á Íslandi, Jón Reynir Magnússon, mér ljós- rit af æviágripi J. L. B. Smiths, sem Margaret Smith skráði að manni sínum látnum. Kann ég honum góðar þakkir fyrir. Heimildir Fricke, Hans, 1988. Coelacanths. The fish that time forgot. National Geo- graphic, 176, 6. Jewett, Susan L. 1998. Fish Story; On the Trail of the Coelacanth, a Living Fossil. Washington Post. http://www.washingtonpost.com/wp-srv/national/ horizon/nov98/fishstory.htm Latimeria. http://en.wikipedia.org/wiki/Latimeria. Smith, J. L. B. 1956. Old Fourlegs. The Story of the Coelacanth. Longman, Green & Co. Smith, Margaret M. 1969. J. L. B. Smith. His Life, Work, Bibliography and List of New Species. Depatrment of Ichthyology, Rhodes University. Grahamstown. Uppistaða þessarar greinar birtist í Náttúrufræðingnum 1995, 64 (3), og með viðbót í Örnólfsbók, afmælisriti 2006. Bókaútgáfan Hólar. Síðan hefur talsvert nýtt komið í leitirnar. Togarinn Ingólfur Arnarson kom til heimahafnar í Reykjavík þann 17. febrúar 1947. Ingólfur var fyrstur í röð þrjátíu og tveggja svokallaðra nýsköpunartogara er áttu eftir að gjörbreyta Íslandssögunni og færa þjóðinni mikil verðmæti. Fyrstir til að átta sig á byltingu skipanna voru þó sjómennirnir. Ingólfur Arnarson var til dæmis búinn ratsjá, fyrstur fiskiskipa í heiminum, og í öllum togurun- um var sjálfritandi dýptarmælir. „Þarna var vatnssalerni og jafnvel hægt að fara í sturtu“, sagði Jón E. Aspar loftskeytamaður um annan nýsköpunar- togara, Kaldbak. Og öll þjóðin fylltist „sigurgleði“ yfir þess- um nýju skipum, var skrifað í blöðin. Nú, 65 árum síðar, gerist það að klukkan úr loftskeyta- klefa Ingólfs snýr heim aftur en hún hefur verið geymd vest- an hafs í 30 ár. Góðkunningi Víkings, Hafliði Óskarsson, fær klukkuna í hendur og kemur henni óðara til Ragnars Franz- sonar skipstjóra, sem er lesendum Víkings einnig að góðu kunnur, en Ragnar var háseti á Ingólfi í fyrstu veiðiferð skipsins og er eini skipverjinn á lífi er fór þann túr. Það var svo Ragnar sem stormaði með klukkuna góðu í Víkina, sjóminjasafnið í Reykjavík, og afhenti hana Eiríki P. Jörundssyni, forstöðumanni safnsins, til varðveislu – og til minningar um að liðin eru 65 ár frá komu fyrsta nýsköpun- artogarans til Íslands. Klukka Ingólfs komin heim aftur Ragnar Franzson og Eiríkur P. Jörundsson með klukkuna góðu. Liðin eru 65 ár síðan frummynd togarans, sem er í búrinu á milli þeirra félaga, kom til Íslands og breytti Íslandssögunni. Mynd: Jón Hjaltason

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.