Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur
200 punda manninn. Sagði mér að vera
þarna, annars kæmi lögreglan og hirti
mig. Stelpurnar höfðu séð okkur vera að
blanda og hringt á lögguna; ég hefði ekki
getað gengið uppeftir, stóð ekki í lapp-
irnar. Tarsan var alltaf á Langabar. Við
vorum þar báðir. Menn voru drullu-
hræddir við Gvend, þegar hann var full-
ur og jakalegur. Alla vega yngri strák-
arnir. Langibar var kominn 1948, þegar
ég byrjaði til sjós, 16 ára. Þetta var milk-
shake sundance bar, sem Silli og Valdi
ráku í Aðalstræti 8 í Reykjavík (sama
götunúmer og Fjalakötturinn). Café
Adlon hét hann svona opinberlega, líkur
Prikinu, amerísk innrétting.
Hver kunni Einar
Benediktsson?
Blaðamenn á Mogganum skruppu á Café
Adlon. Bjarni Ben., ritstjóri, fékk sér
kaffi þarna. Þeir höfðu gaman af því að
hlusta á okkur togarakarlana og hafa
rómantíserað þetta fyrir sér. Við áttum að
hafa kunnað hálfan og heilan Einar Ben.
utan að! Hverjir? – Hemmi froskur!
Gvendur stofnauki, Skúli dauðaleggur,
Búturinn eða Gvendur Tarsan, Óli langi,
Óli gormur, Bessi, Baddi feiti, Sigga
hope, Vestmannaeyjar Anna, Gullí, Her-
bert gaberdín, Eddi póló, Jón Saltfiskur,
Siggi Dodda, Palli krani, Jón í Mýrinni,
Jói keisari, Óli Filibomm, Gunnar
Miðilsson, Matti spikon, Mangi fellow,
Atli belja, Mánaskallinn, Dáni kveikur,
Andrés önd, Gunni glæpur, Gvendur
hrái, Mangi dropi, Óskar dropi, Borgar-
nesblautur eða ég, Gvendur grandari?!
... — hef aldrei kunnað vísu eftir Einar
Ben., aðeins nokkrar níðvísur eftir afa.
En Vilhjálmur frá Skáholti var þarna.
Kunni hann Einar Ben.? Vilhjálmur fór
með ljóð eftir sjálfan sig, sat í sama
plássi og Hemmi froskur. Það var sam-
keppni þarna:
Spurðu einskis, ungi maður,
[ekkert] heyrir þig,
annars helstríð heyrir enginn,
hugsar hver um sig.
Sjáðu, hvernig börnin berast
blind um dauðans stig.
Bebop á vínýl
Terrassó var á gólfinu með rauðum og
svörtum doppum. Þarna við allra fremsta
borðið sat „Stofnaukinn“, svo að hann
gæti húkkað þá, sem voru að koma inn.
Stofnaukinn var óvitlaus, skaut þá svo-
leiðis í kaf. Elísson, já, faðir hans var
skömmtunarstjórinn, stofnauki nr. 13,
gazt keypt brennivín beint út á hann.
Þarna var „froskurinn“, innar við fremsta
borðið við ganginn, upp við vegginn. Þar
hafði hann yfirsýn yfir allt plássið. Aftast
var gengið upp tröppur til vinstri upp á
pallinn, þar voru borð og bezt að drekka.
Innaf voru dyr í eldhúsið, oftast hálf-
opnar. Stelpurnar voru að kalla á lög-
regluna, en hún kom ekki alltaf. Nei,
hún kom alls ekki alltaf! Jukebox var við
dyrnar inn í eldhúsið eða uppi á pallin-
um, settir krónu í og fékkst 5–6 bebop
lög, á vínýl að sjálfsögðu. Svo útjösk-
uðu krakkarnir því, boxið hvarf; löngu
farið fyrir Presley; kaffið kostaði 90 aura,
milkshake 2 kr., skólakrakkarnir fengu
sér það. Heyrði Presley fyrst í græn-
lenska útvarpinu, miklu seinna.
„Tvo háseta vantar á togara á Patreks-
firði strax. Mæta út á flugvelli kl. 2 í
dag.“ Svona mátti heyra í útvarpinu,
alltaf var verið að auglýsa eftir mönnum.
Á Langabar afgreiddu María Markan
(dóttir Einars), Lillí, Hulda og Fjóla og
fleiri. Eitt sinn fóru þær í Vetrargarðinn.
Þar var setið við hvert borð. Og við eitt
voru félagarnir Gvendur Eyja, Siggi Kol-
beins og Reynir slussi. Þær gátu hvergi
setzt. Svo segir ein þeirra: „Setjumst bara
hjá strákunum.“
„Ó, Guð!“ – sagði Hulda, „... það get
ég ekki, ég hef lifað með þeim öllum!“
Þær afgreiddu á Langabar upp úr 1950.
Lillí var enn þarna, þegar barnum var
lokað.
Milkshake-barinn var opnaður um
1948 fyrir skólakrakkana. En nú var
staðurinn orðinn landsfræg drykkju-
búlla togarasjómanna ... heimtað var, að
henni yrði lokað. Karlarnir voru farnir
að bauna á þá á Mogganum. Þeir voru
hættir að koma, kaffigestirnir voru hættir
að koma. Ég var síðastur út, þegar skellt
var í lás 1960, ... jæja, með þeim síð-
ustu.1
Heiðarlegur maður, sem drakk,
þegar hann var í landi
Ólafur Ólafsson var netamaður á Júlí, Óli
langi. Hann vann lengi í Slippnum, en
var orðinn þreyttur á því, erfiðisvinnu-
maður. Óli í Slippnum var hærri en ég,
og ég var 1,91. Hann hefur verið nær
tveir metrar. Hann hafði gott andlit,
hann Óli, var rauðbirkinn. Hann bjó
með móður sinni í gömlum bæ rétt við
Dósaverksmiðjuna, hjá Ægisgötu og
Mýrargötu, taldist vera Nýlendugata 7.
Kom þangað, og móðir hans var að baka
pönnukökur. Ingiberg, bróðir Óla, bjó í
steinhúsi næst við bæinn, og þar bjó
annað skyldfólk. Ingiberg var glæsilegur,
en Óli var alltaf að vinna. Klæddi sig
ekki vel. Heiðarlegur maður, sem drakk,
þegar hann var í landi.
Ég átti heima á Bókhlöðustíg 7 til
1946/47, fæddur 26. júlí 1932. Föður-
1 Næst á eftir rak Þorsteinn Viggósson þarna
kaffistað um tíma, 1960–1962. Þá voru Lönd og
leiðir með ferðaskrifstofu í húsnæðinu í nokkur
ár eða 1962–1968, og síðar var Gallerí Langibar
þar (Magnús Kjartansson), ca. 1974. En húsið
hefur verið rifið ekki seinna en 1985, þegar
Fjalakötturinn var rifinn. Nú er þarna steinhús,
sem til skamms tíma hýsti Tryggingamiðstöðina,
og á jarðhæð er kjörbúðin Í Kvosinni.
Einn af netamönnunum á Júlí var
Jóhann Sigurðsson. Hann var faðir
Erlings, sem var forstöðumaður
Sundlaugar Vesturbæjar. Ekkjan
stóð uppi með 4 börn, um og
innan við fermingu. Björn Heiðar
Þorsteinsson, háseti á Júlí, var frá
Akureyri. Hann var 31 árs og
hafði frá því innan við tvítugt
verið í siglingum á farskipum er-
lendis, en síðustu 5 árin á tog-
urum frá Akureyri og víðar. Bróðir
hans var sjómaður á togurum hjá
ÚA í yfir 40 ár.
Langibar. Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Pétur Thomsen