Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 25
Sjómannablaðið Víkingur – 25 annað. En þegar farið er að leggja og andæfa upp línu í öllum veðrum kárnar oft gamanið og ansi fór maður oft klaufalega að, bæði að leggja að bóli og halda góðri niðurstöðu á línunni. En með tímanum kom þetta. Þrír fyrstu róðrarnir eru mér minnisstæðir. Í fyrsta róðri fengum við vitlaust veður og misstum ein átta bjóð af línu og það þótti slæmt. Í öðrum róðri sprakk stimpill í vélinni í bölv- aðri brælu og við rétt komumst í land hjálparlaust. Í þriðja róðrinum kom svo mikill leki að bátnum að dælur höfðu ekki undan. Þetta var í sunnan roki og við hálfnaðir að draga línuna í góðu fiskiríi. Þá stöðvaðist vélin. Kallaði ég á aðstoð og tók mb Hrafnkell NK okkur í tog en hann var með miðunarstöð og miðaði okkur út. Sem betur fer lygndi þegar leið á daginn, svo okkur gekk sæmilega að komast að landi í Keflavík, seint um kvöldið. Mb Bjarni Ólafsson, sem var frá sömu útgerð, dró af- ganginn af línunni fyrir okkur. Sjórinn var kominn upp á miðja vél, þegar komið var í land og feng- um við bíl frá slökkviliðinu til að tæma bátinn. Vélin komst í gang aftur um miðja nótt. Daginn eftir var farið með bátinn í slipp og kom þá í ljós að það lak með mörgum stuðum, en stuð er þar sem plank- arnir í byrðingnum mætast. Mörg- um árum seinna frétti ég að bátur- inn sem þá hét Eggert Ólafsson og var frá Hafnarfirði, hafði fengið aftakaveður fyrir Hornbjarg og komst inn á Ísafjarðardjúp við illan leik á öðrum mótornum og fokk- unni og hafði aldrei borið sitt bar eftir það. Jósafat Hinriksson, vél- stjóri og hlerasmiður, segir frá þessu í ævisögu sinni, en hann var vélstjóri þar um borð. Slegið var í öll stuð, sem sá á. Við misstum engan róður við þetta óhapp, en bræla var á meðan. „Hann er brælinn“ Einu sinni urðum við að fara í slipp seinna um veturinn, vegna leka. Það var mikil ótíð út febrúar. Við vorum oft í vandræðum að halda uppi róðrum, vegna óreglu hjá kokknum og hásetun- um, einnig voru vandræði með beitninguna, en í landi voru sex menn við beitningu og þrír vandræðagripir. Ég man að í byrjun mars kastaði fyrst tólfunum. Þá mættu hásetarnir og kokkurinn fullir og með tvær stelpur með sér og neituðu að róa, nema þær fengju að koma með. Mér var sama, bara að ég gæti róið. Önn- ur stelpan gafst upp á bryggjunni, en hin kom um borð. Ég man að þetta var á föstudagskvöldi og hálfgerð bræla. Það var farið í róðurinn og það gekk sæmilega að leggja línuna. En þegar átti að byrja að draga, náðist kokkurinn ekki úr kojunni. Ég verð að segja það, að mér var ekki hlátur í huga að byrja að draga línuna við þessar aðstæður, og þá var það var stelpan, sem bjargaði deginum. Hún rétt skrapp upp, leit til veðurs, og sagði svo þegar hún kom til baka: „Jæja, hann er brælinn pilt- ar‘‘. Þá skellti ég upp úr. Þegar við komum í land og búið var að ganga frá bátnum fyrir helgina, sagði ég þessum þrem mönnum að þeir þyrftu ekki að mæta aftur um borð. Eins hafði ég það við þrjá beitn- ingamenn, svo að við urðum að ráða sex menn, en ég hugsaði dæmið þannig að það er aldrei spurt hvaða aðstæður eru fyrir því, ef skipstjóri fiskar ekki, þá bara fær hann ekki skip. En þetta fór allt vel, því við fengum sex þessa fínu sjómenn og beitningamenn austan frá Þórshöfn á Langanesi. Ég man enn hvað þeir hétu. Kokkurinn hét Helgi Guðnason og hásetarnir Guðjón Guðjónsson og Sigfús Tryggvason. Landmennirnir hétu Guðbjörn Ragnarsson og bróðir hans Georg, en þeir voru með mér í margar vertíðar eftir þessa, svo hét einn Benidikt ég man ekki hvers son. Eftir þetta fóru hlutirnir að ganga, því það fisk- ar enginn bara á sjálfan sig. Við vorum vel í meðallagi með afla um lokin. Ég hætti með Sæfarann um vorið og vann hjá foreldr- um mínum um sumarið og haustið, við byggingu á tveggja hæða fiskhúsi, saltfiskverkun á neðri hæð og verbúð og veiðar- færageymsla á þeirri efri, en foreldrar mínir hétu Ólafur Sóli- mann Lárusson og móðir mín Guðrún Fanney Hannesdóttir og voru búin að vera með útgerð síðan í kreppunni 1931. Haustið 1954 fórum við feðgarnir að líta í hring um okkur eftir báti og í nóvember lok fengum loksins bát, sem mér leist á. Það var ein blaðran enn, Anna frá Njarðvík hét hann fyrst, en Guðfinnur KE 32, þegar við keyptum hann. Þetta var 54 tonna bátur með 150 ha. June Munktell. Báturinn var í góðu standi, eftir því sem gerðist og fékk hjá okkur nafnið Sæborg KE 4. Við byrjuðum að róa á jólaföst- unni með línu og rérum fram að jólum. Svo byrjum við að róa á Þrettándanum, eftir að samningar tókust við sjómenn. Ég man að það gátu bara þeir bátar róið, sem áttu línuna beitta en það voru bara þrír. Það náðust ekki samningar fyrr en um miðnætti þann 7. janúar. Nú vorum við með fínan mannskap bæði á sjó og í landi, enda árang- urinn eftir því, urðum með hæstu bátum vertíðina 1955 og einnig vertíðina 1956. En þá fórum við að spá í að skipta um vél og yfirbygg- ingu á Sæborginni, eða bara um vél í Jóni Guðmundssyni. Endirinn var sá að Jón G. var seldur og ákveðið var að skipta um vél og setja í bátinn ljósavél og smíða nýja yfirbyggingu á hann. Náðust samningar við Jönköping vélaverksmiðjurnar í Svíþjóð um að sjá um verkið, þetta var í gegn um Gísla J. Johnsen, sem var umboðsmaður Svíana. Setja átti í bátinn 240 ha. June Munktell fjórgengis díselvél og 10 til 15 ha. ljósavél. Komið var fram í júní, þegar búið var að semja um verð og tíma, sem verkið átti að taka, eða tvo mánuði og 00000 Blátindur VE 21.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.