Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 43
Sjómannablaðið Víkingur – 43
Annan dag jóla barst skeyti frá Hunt, þar sem hann sagði
yfirvöld á Kómoreyjum ásælast fiskinn, en ef Smith kæmi sjálf-
ur fengi hann að fara með hann. Smith leitaði til þingmanns.
sem Verner Shearer hét, og fyrir milligöngu hans var þeim
boðum komið til forsætisráð herra að prófessor Smith þyrfti að
tala við hann um mál sem varðaði þjóðarheill.
Smith hafði sent Malan eintak af fiskabókinni og svo vel
vildi til að frú Malan hafði tekið hana með í jólaleyfið. Þegar
Shearer náði sambandi við frúna á ellefta tímanum að kvöldi
annars jóladags vildi hún hlífa manni sínum við ónæði og fresta
málinu til morguns, en hann spurði um hvað það snerist. Frúin
skýrði frá erindinu. Forsætisráðherrann svaraði: „Þessi Smith er
kunnur maður. Réttu mér fiskabókina,“ Svo fletti hann upp á
bláfiski og sagði: „Sá sem samdi þessa bók væri ekki að leita til
mín á þessum tíma nema mikið lægi við. Ég verð að tala við
hann.“
Smith greindi Malan svo frá erindi sínu á búamáli (afrikaans)
fremur en á ensku, ef það mætti verða til að blíðka ráðherrann.
Malan hlýddi á mál hans og mælti að því loknu: „Þér talið
mæta vel afrikaans. Ég get ekki orðið yður að liði í kvöld en í
fyrramálið skal ég ræða við her mála ráðherra minn og fela hon-
um að útvega yður flugvél til fararinnar.“
Þristur í fiskflutningum
Síðdegis á þriðja degi jóla var hringt í Smith og honum sagt að
Douglas DC3-flugvél úr Suðurafríkuher yrði send eftir honum.
Hann var kominn eldsnemma næsta morgun út á herflugvöll og
þristurinn fór á loft klukkan 7.10. Flugferðin til Dzaoudzi tók á
annan sólarhring. Þar tók Hunt á móti þeim ásamt landstjóra
Frakka á eyjunum. Fiskurinn reyndist vera bláfiskur, en Smith
hafði undir niðri kviðið því að Hunt hefði ekki greint fiskinn
rétt og þeir Malan yrðu sér báðir til skammar fyrir að senda
herflugvél eftir einhverjum ósköp venjulegum sjófiski.
Það voru tveir heimamenn sem veiddu fiskinn við austur-
strönd Anjouan, en það er ey í miðjum Kómoreyjaklasanum.
Þeir fóru svo með hann á markað, þar sem innfæddur kennari
vakti athygli þeirra á auglýsingunni. Skip Hunts lá norðan við
eyna og mennirnir báru þennan þunga fisk yfir hana, um 40
kílómetra leið um ógreiðfært kjarri vaxið hálendi undir steikj-
andi hitabeltissól. „Slíkur er máttur peninganna,“ skrifar Smith.
Fiskurinn var farinn að skemmast í hitanum þegar Hunt tók við
honum. Hann komst ekki strax yfir formalín og greip því til
þess ráðs að salta bláfiskinn. Hann spurði innfæddu fiskimenn-
ina hvort þeir hefðu áður séð svona fisk og þeir játtu því; hann
væri að vísu sjaldséður en fengist þó annað veifið. Þeir sögðu
að fiskurinn, sem þeir kölluðu gombessa, væri nær óætur nýr
en þolanlegur saltaður. Hreistur flög urnar væru notaðar til að
sverfa sprungnar reiðhjólaslöngur svo bætur tylldu á þeim.
Smith hafði skamma viðdvöl á Dzaoudzi, enda óttaðist hann
hálft í hvoru að Frakkar sæju sig um hönd og kyrrsettu fiskinn
handa eigin vísindamönnum.
Skömmu eftir brottför frá Dzaoudzi ákváðu flugmennirnir að
bekkjast við Smith og kváðust hafa heyrt það í talstöðinni að
Merkingar sýna hvar Comoran coelacanth
(Latimeria chalumnae) hefur haldið sig.
= þar sem hann hefur fundist
= staðfest heimkynni
Lifandi skúfuggi frá Sulawesi, „brúnfiskur“, Latimeria menadoensis, í japönsku
lagardýrasafni. (Wikipedia.)