Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 29
Sjómannablaðið Víkingur – 29
Guðmundur Heimir Pálmason byrj-
aði á kolatogaranum Maí 1948, þá
16 ára gamall, og fór ekki í land fyrr en
45 árum seinna. Hann var á nýsköpun-
artogurum allan þann tíma, sem þeir
entust og alltaf á dekki. Svo tóku skut-
togararnir við í 20 ár. Hér er brot af
því, sem hann hefur að segja.
Fór í vitlaust skip
Júlí, þú spyrð um Júlí, þekkti marga á
Júlí. Kristján Ólafsson, Kiddi kokkur, var
giftur Kittý, hún afgreiddi á pylsubarnum
í Austurstræti, seinna í Ellingsen. Kom í
mat til þeirra, fórum í Þórscafé. KK var
þar með Ragga Bjarna og Ellý Vilhjálms.
Kiddi var togarakokkur, kurteis; þeir
fengu að heyra það þessir, sem ekki voru
liðlegir; menn vildu togarasteik, kubba-
steik. Þarna hefur hann haft vin sinn,
Viðar Axelsson, með sér. Viðar hafði
verið á varðskipunum, á Ægi, lærður
kokkur; rauðhærður; hefur bara skropp-
ið í þennan túr, eins getað verið fyrsti
kokkur. Þá hefur bráðvantað mann;
einhver hætt við að fara?!
Þórscafé var á Hverfisgötunni; fór
síðar inni í Brautarholt 20. Lási kokkur
sá um klósettin í Þórscafé; fíraði niður
spotta, menn húkkuðu flösku í; hífði
hana upp og hleypti okkur strákunum
inn. Ekki var vínveitingaleyfi í Þórscafé,
menn komu með flösku undir beltinu,
höfðu hana í strengnum, fengu sér gos.
Allir drukku í gosi, blönduðu „undir
dúknum“. Röðull var á Laugaveginum,
en kerlingin, sem var með hann, var svo
leiðinleg. Annað með Vetrargarðinn í
Vatnsmýrinni. Ragnar Franzson á Þorkeli
mána og Karlsefni var stór og bar sig all-
ur þannig, að menn voru hræddir við
hann. Hann sótti strákana í Þórscafé, bar
þá undir handarkrikanum; þeir voru í
áhöfninni, ... og hann var að fara út;
„taka af þeim slakann“, „herða þá“.
Skipper Franzson var sonur Franz Ara-
sonar, jaka úr verkalýðsbaráttunni.
Andrés Hallgrímsson var kallaður
„Andrés önd“. Nefið á honum var svo
langt, líkt og goggur á brabra. Hann
klæddi sig vel í landi, gekk með smartan
hatt, aldrei sá á honum. Hann fór svo vel
með það eins og séntílmaður. Og úti á
sjó var hann kurteis við alla. Andrés var
ekki líkur togarasjómanni. Hann var
bátsmaðurinn á Júlí og leppaði stýri-
manninn; kunni á tækin, þótt hann
hefði ekki tekið skólann. Ég drakk með
Kidda og Andrési.
Skúli Lárus Benediktsson var leik-
bróðir minn frá 3ja ára aldri; við vorum
saman í Miðbæjarbarnaskólanum. Hann
reykti pípu og var billiardspilari; keypti
fyrir hann 5 dósir af Prince Albert pípu-
tóbaki, þegar ég sigldi til Bretlands. Við
vissum ekki, fyrr en hann var farinn, að
hann átti 6 eða 8 börn. Drakk ekkert,
hefur ekki haft efni á því vegna ómegðar,
sé það núna. Mig minnir, að minningar-
grein hafi birzt um hann í Mogganum
eða var það minningarljóð. Ekkjan stóð
uppi með 6 börn. Hún giftist Páli Júlíus-
syni, bónda í Hítarnesi í Kolbeinsstaða-
hreppi, bróður Aðalsteins, sem einnig
fórst með Júlí. Saman áttu þau Páll svo
5 börn.
Karl (hét það nú reyndar ekki) var á
Júlí, en fór í vitlaust skip; leigubíl-
stjórinn keyrði hann í vitlaust skip.
Heyrðist hann segja Júní, en Karl var að
reyna að segja Júlí. Karl talaði svo
óskýrt, þegar hann var fullur; hann er
holgóma. Líklegast hefur það bjargað
honum. Hann fór upp í sömu koju í Júní
og hann hafði í Júlí. Hélt, að hann væri
kominn um borð í togarann sinn, skipin
voru svo lík. Fattaði það ekki fyrr en of
seint. Og þá var Júlí farinn. Hann var
tágrannur þá, en er það ekki núna. Sig-
mundur Finnsson, Simmi, var einnig
þekktur undir nafninu Búturinn. Hann
var netamaður á Júlí. Ágætur strákur, en
mikið blautur í landi, og sumir kunnu
þá ekki við hann, var hávaðasamur.
Faðir hans var Finnur Daníelsson, skip-
stjóri, síðar með DAS á Akureyri, Finni
Dan, bróðir Daníels Á. Daníelssonar,
læknis á Dalvík. Finnur átti Sigmund
fyrir hjónaband. Svavar Benediktsson var
aðeins eldri en Þorvaldur. Þeir voru líkir.
En faðir þeirra, Benni Ögmunds, hélt
meira upp á Valda, kannski af því að þeir
voru svo líkir. Strákarnir áttu að verða
skipstjórar, og Svavar varð það. Svavar er
góður sjómaður. Var með honum á Frey
og Gunnsteini. Var oft með honum í
brúnni og sá, hvernig hann hálsaði öld-
una, það var sjómennska. Valdi smakk-
aði það lítið, og ég held, að þannig hafi
Svavar verið líka. Þorvaldur var 2. stýri-
maður á Júlí, þegar hann fórst.
Guðmundur Þórir Elíasson var ofan af
Akranesi; hann hét nú Gvendur Tarsan
hjá okkur, stór og sterkur. Hann var há-
seti á Júlí. Gvendur bar mig einu sinni
frá Langabar upp í Garðastræti, þar sem
Kiddabúð var, bar mig undir hendinni,
Ólafur Grímur Björnsson
– I –
Togarinn Júlí frá Hafnarfirði við togarabryggjuna í Reykjavík. Myndina tók Snorri Snorrason, daginn áður en Júlí lagði upp í sína hinstu ferð.