Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 39
Sjómannablaðið Víkingur – 39 Vefnotkun sjómanna eykst stöðugt og má þar þakka tækniframförum og vilja útgerða til að bæta félagslegt umhverfi sjómanna. Netið gefur mönn- um tækifæri til að vera í sambandi við ættingja sína sem og t.d. að stunda fjarnám. Þegar menn hafa að gang að netinu þá freistast sumir eflaust til að vera tímunum saman á Facebook en netið hefur upp á svo margt annað að bjóða. Síðurnar sem hér verða til umfjöllunar ættu að gefa ykkur, les- endur góðir, ánægjulegar stundir við tölvuna. Fyrsta síðan er íslensk og er alveg mögnuð fyrir alla þá sem eru að fylgjast með aflabrögðum enda heitir hún Aflafréttir og fleira. Það er Gísli Reynis- son í Reykjanesbæ sem heldur síðunni úti og er hún óteljandi uppspretta upplýsinga. Slóðin á hana er www. aflafrettir.com og hvet ég ykkur til að setja hana í uppáhaldssíðustikuna ykkar. Ég hef mikið fjallað um sjórán á síð- unum Utan úr heimi. Víða eru síður sem eru ætlaðar fyrir sjómenn sem sigla um hættuleg hafsvæði en á síðunni www. mphrp.org eru mjög góðar upplýsingar fyrir bæði sjómenn og aðstandendur þeirra. Það er þó von mín að enginn íslenskur sjómaður þurfi á þessum upp- lýsingum að halda né fjölskyldur þeirra en gott er að vita af þeim. Fyrir þá sem hyggjast nota netið til fræðslu þá er á slóðinni www.seafish- eacademy.co.uk hægt að prófa þekkingu sína með ýmsum hætti hvort heldur er í siglingafræði, vélfræði eða stöðugleika. Til að gera það þarf að skrá sig inn á síðuna sem er frítt. Hvet ég þig, lesandi góður, að láta reyna á þekkingu þína í sjómannafræðunum. Á öðrum stað í þeirra vefsíðuumhverfi má finna upplýs- ingar m.a. um áhættumatsgerð á fiski- skipum og slóðin þar www.seafish.org/ fishermen. Lesandi blaðsins hafði samband við mig fyrir skömmu og benti mér á mjög áhugavert myndband á YouTube. Um er að ræða myndband frá 1908 þar sem við sjáum upptökur frá hvalveiðum um borð í norskum og írskum hvalveiðiskipum auk hvalstöðvar í Rusheen Iniskea. Slóðin á myndbandið er http://www.you- tube.com/watch?v=X1xHuWppIXU og er það rúmlega 12 mínútna langt. Næst skulum við skoða erlenda frétta- síðu sem færir okkur fréttir af því helsta sem er að gerast í kaupskipaheiminum. Síðan, sem er tyrknesk, er mjög öflug fréttasíða og slóðin á hana er www.se- anews.com.tr. Hana nota ég mikið til að fá fregnir af því sem er að gerast í skipa- heiminum. Aðra fréttasíðu er að finna á slóðinni http://naftrade.weebly.com/ þar sem kennir margra grasa. Þar eiga allir að finna eitt- hvað við sitt hæfi séu þeir á kafi í kaup- skipum. Norðmenn hafa ávallt verið mikil sigl- ingaþjóð og þar í landi er að finna mörg áhugamannafélög um skip og skipasögu. Á slóðinni www.sjohistorie.no hafa menn sett upp mjög skemmtilega síðu sem skipt er upp í landssvæði og bak við hvert svæði er að finna lista yfir fjölda skipa. Það væri vissulega gaman að sjá áhugamenn um skipasögu okkar Íslend- inga taka sig saman um að koma upp sambærilegri síðu. Fyrir væntanlegt sumarfrí er ekki úr vegi að finna sér ferð með kaupskipum og njóta lífsins án þess að vera upp- tekin(n) við störf. Á síðunni www.cargo- lines.biz er hægt að finna sér ferð með kaupskipum og þá er að finna réttu ferð- ina. Ég rakst nýlega á grein um að græn- landsförin sem hafa hér reglulega við- komu á leið sinni til Grænlands væru komin með vefmyndavélar þar sem hægt er að sjá hvað er að gerast fyrir framan skip þeirra hverju sinni. Á slóðinni www. ral.gl/ er flipi þar sem hægt er að sjá staðsetningu skipanna og ef á þau er smellt kemur tengill á vefmyndavélina. Það er óneitanlega forvitnilegt að fylgjast með þeim á ferðum þeirra yfir Atlants- hafið í misjöfnum veðrum. Lokasíðan að þessu sinni varðar skemmtiferðaskipið Costa Concordia. Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að skipið hefur skráð nafn sitt rækilega í sögubækurnar ásamt skip- stjóra sínum Francesco Schettino. Gríð- arlegt magn af myndböndum er að finna á vefnum ef slegið er inn leitarorðið Costa Concordia en þá kemur ekki upp fjögurra þátta mynd um atvikið þar sem rætt er við farþega og sýnd myndbönd sem tekin voru um borð meðan á að- gerðum við að yfirgefa skipið stóð. Slóðin á þessa þætti er að finna á http:// www.youtube.com/watch?v=4ncbuHnua6c Læt ég staðar numið hér að þessu sinni og vona að þið hafið gaman af. eftir Hilmar Snorrason skipstjóra

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.