Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 9
Sjómannablaðið Víkingur – 9
1868. Þann dag strandaði á Hafnarrifi á
Skaga, á milli Skagafjarðar og Húnaflóa,
franskt fiskiskip, Emilie frá Dunkerque.
Sjómenn af Skagaströnd, sem róið höfðu
til fiskjar um morguninn, björguðu skip-
verjum, en síðan hófst mikil rekistefna
vegna þess að sjómenn á enskum fiski-
kútterum rændu skipinu, hjuggu af
því reiðann og drógu inn á Siglufjörð.
Þar var Emilie seld á opinberu strand-
uppboði dagana 14. og 15. ágúst og
þar keyptu Eyfirðingar undir forystu
„Jóhanns í Haga“ byrðinginn fyrir 347
ríkisdali sem var gjafverð. Skipið var
síðan dregið inn á Gásavík í Eyjafirði,
þar sem það lá fram á vor 1870.
Sagan af strandi Emilie frá Dunkerque
og örlögum hennar í ágústmánuði 1868
er öll með nokkrum ævintýrablæ. Það
má kalla við hæfi því skipsstrandið
markaði upphaf eins mesta ævintýris
sem orðið hafði í norðlenskri útgerðar-
og verslunarsögu og átti eftir að marka
spor í sögu atvinnu- og mannlífs á
Norður- og Austurlandi.
Sagan segir, að bændurnir sem festu
kaup á franska skipsskrokknum á Siglu-
firði í ágúst 1868 hafi engar fyrirætlanir
haft um til hvers ætti að nota hann. Við
því var kannski varla að búast enda voru
bændur mættir vestur í Siglufjörð í þeim
tilgangi einum að gera góð kaup. Öllum
var hins vegar ljóst, að afar dýrt yrði að
gera skipið sjóhæft á ný. Englendingar
höfðu stolið reiða þess og því sem hon-
um fylgdi og ýmis lausamunir voru
seldir sérstaklega á uppboðinu. Smám
saman vaknaði hins vegar sú hugmynd,
að efna til samtaka í Eyjafirði og nálæg-
um héruðum, stofna verslunarsamtök,
kaupa skipsskrokkinn, gera hann sjó-
færan og hefja síðan verslun og siglingar
á eigin skipi.
Þessi hugmynd hlaut góðar undirtekt-
ir þótt mörgum ógnaði kostnaðurinn við
að kaupa skipið og gera það haffært á ný.
Hann var meiri en svo að einn eða örfáir
menn fengju undir risið og þess vegna
var helst um það rætt að stofna hluta-
félag um skipið. Þar fór séra Arnljótur
Ólafsson á Bægisá fremstur í flokki og
eftir allmikil fundahöld og samræður
manna á milli samdi hann í nóvember
1868 „Boðsbréf til hlutafélags í kaup-
skipi.“ Það var prentað og sent út um
sveitir og síðan birt í blaðinu Norðanfara
á Akureyri 20. janúar 1869. Bréfið er
fróðleg heimild um ástandið í verslunar-
málum á Norðurlandi á þessum tíma, og
ekki síður um hugmyndir manna um
hvernig úr mætti bæta. Það hófst á þess-
um orðum:
„Landsmenn! Nú eru liðin 14 ár síðan
vér fengum lög um frjálsar siglingar og
verzlun hér á landi, svo nú erum vér
komnir á staðfestingaraldur í siglingar-
og verzlunarfrelsi voru. En þótt verzlun-
arfrelsið hafi flutt oss margföld gæði,
þá erum vér þó enn svo ófullnuma og
skammt á veg komnir, að á öllu Norður-
og Austurlandi er nú enginn innlendur
kaupmaður frá þeim tíma, hvað þá held-
ur nokkurt kaupskip. Þér vitið, að verzl-
unarfrelsi voru er í rauninni enn svo
varið, að vér hljótum að sæta því verð-
lagi, eigi aðeins á útlendum heldur og á
innlendum varningi, er kaupmenn sjálfir
skapa oss, og vér verðum að láta oss
lynda hverjar vörur og hversu nýtar og
hollar þeir flytja oss, eður jafnvel hvort
þeir flytja hingað nokkra vöru eður enga.
Öll verzlunarsamtök vor eru aflvana
meðan svona stendur, einkum þá er mest
liggur á; öll viðleitni vor til að bæta
varning vorn, fjölga vörutegundum, fá
þarfar iðnaðarvörur útlendar til umbóta
og framfara í atvinnuvegum vorum, og
að breyta verðlaginu oss í hag, er lítið
eður ekkert annað en eintóm fyrirhöfn,
armæða og fjártjón. En allt þetta kemur
af því, að eigi er í annað hús að venda,
vér sitjum hér sem bundnir á klafa, með-
an vér ekkert kaupfar eigum.“
Síðar í boðsbréfinu sagði:
„Nú er tækifærið komið. Eigendurnir
að byrðingnum „Emilie“ bjóða hér með
mönnum til sameignar við sig í téðu
skipi til að búa það og gera sjófært. Eftir
áætlun, er gerð hefir verið, mun eigi
veita af 2000-2500 rd., til þess að skipið
verði búið með rá og reiða til siglingar,
eður að skipið muni kosta alls með því,
sem það nú kostar, um 3000 rd. Þessari
upphæð skiptum vér í jafna hluti, 100
rd. í hvern, þannig að eigendurnir, sem
nú eru 8, taka hver sinn hlut, og ganga
þá af hér um 22 eignarhlutir í skipinu, er
mönnum gefst nú kostur á að skrifa sig
fyrir. En þótt nú enginn geti skrifað sig
fyrir minnu en 100 rd. eður heilum
eignarhlut í skipinu, þá er auðvitað, að
svo margir sem vilja geta verið aftur sín
á milli um einn hlut, þótt eigi sé nema
einn skrifaður fyrir. Vér álítum enda
langbezt, að sem flestir eigi í skipinu, því
að það er hvort tveggja, að þá kemur létt
á hvern og enginn þarf að leggja meira
til en hann er fær um, og svo hafa þá
sem flestir hag af og hug á að nota skipið
á síðan til þess, sem það er eiginlega ætl-
að. En það ætlum vér megi auðsætt vera
hverjum manni, að enn þótt skipið yrði
nokkru dýrara en á er ætlað, þá muni
samt enginn áhætta vera að kaupa hlut
í því, með því að fullyrða má, að það
muni aldrei dýrara verða en hið dýrasta
hákarlaskip hér við Eyjafjörð, og má það
vissulega heita gott verð á rammgerðu
60 lesta skipi.“
Undirtektir við bréfi séra Arnljóts
urðu skjótari og betri en hann og nán-
ustu samstarfsmenn hans óraði fyrir. Á
skömmum tíma söfnuðust hlutafjárlof-
orð fyrir 3.500 ríkisdali og 19. janúar
1869 var hlutafélagið stofnað á fundi á
Akureyri. Félagið hlaut ekkert nafn í
upphafi, en þegar á stofnfundinum var
tekið að tala um „gráa félagið“. Það var
gert í háðungarskyni eða hálfkæringi
vegna þess að byrðingurinn af Emilie var
Grána strönduð við Hjaltland. Mynd: Þjóðminjasafn Íslands