Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 31
Sjómannablaðið Víkingur – 31
bróðir minn fæddist árið 1900. Hann
sendi föður mínum bréf frá Ameríku.
Sagðist þá vinna við að mála Capitol
þinghúsið þeirra! Ég trúði því. Við vor-
um 11 á Bókhlöðustígnum, 40 fermetrar
á tveimur hæðum og leigðum samt út.
Amma átti húsið.
Ragnar Guðjón Karlsson var þekktur
maður. Sigldi í byrjun stríðsins á málm-
grýtisdalli í Noregi. Ragnar var þaul-
vanur sjómaður. Lokaðist inni í Þránd-
heimi, en Þjóðverjar leyfðu honum að
fara heim með Esjunni, þegar hún kom
þangað í Petsamóförinni. En Bretarnir
hleyptu Ragnari ekki í land í Reykjavík.
Hann var sendur til Bretlands; var þó
fljótlega sleppt. Sló hann niður í Bremer-
haven eða Cuxhaven. Hann réðst á mig.
Sjálfur lenti hann í þeirri ógæfu að drepa
mann. Þeir voru niðri í Verkamanna-
skýli. Ragnar var þunnur, hafði látið
snoðklippa sig, var að fara á Grænland; –
ég gerði þetta líka, að fá mér svona
snoðklippingu. Svo kemur Jón gun
þarna, Jón Ingvar Árnason hét hann,
með þessi kumpánlegheit og strýkur
Ragnari um höfuðið og segir: „Hvernig
hefur mánaskallinn það?“ Ragnar reidd-
ist, gaf Jóni á kjaftinn. Jón féll á kola-
ofninn og fékk svo slæmt höfuðhögg, að
hann dó. Þetta skeði sumarið 1957.2
Ragnar lét sig hverfa á togarann, fór
til Grænlands. Hann fékk dóm,
manndráp af gáleysi eflaust, hafði máls-
bætur. Útgerðarmenn sýndu skilning og
tóku ábyrgð á honum, fór snemma á
reynslulausn á togara; hann var fjöl-
skyldumaður. Í stað þess að vera á leti-
garðinum, fékk hann að fara til sjós.
Allir vildu fá hann, reyndur sjómaður.
Ég þekkti hann vel. Hann gat endalaust
sagt sögur og var hás, hafði drukkið
lengi. Ég var með honum á Skúla
Magnússyni. Ég var aldrei á Júlí, var
lítið á Hafnarfjarðartogurunum, jú einu
sinni á Surprise og nokkrir túrar á Júní
og á kola Maí. Ragnar var ekki slæmur
náungi. Jón gun var bróðir Péturs,
Svavars og Garðars í KR. Þeir unnu við
höfnina hjá Jóni Rögnvaldssyni. Ég var
þar líka í gengi, þegar ég vann í landi.
Hvað sá Dáni kveikur?
Júní hafði stoppað í 5 daga, ég hafði
sloppið við Asíupestina, sem gekk hér
1957–1958. En svo veiktist ég síðasta
daginn, var búinn að vera hálffullur.
Sagði Benna, að ég kæmist ekki út aftur,
væri kominn með pestina. Allt í lagi,
talaðu þá bara við útgerðina, og ég fékk
tvo túra borgaða, annan frítt. Átti nógan
pening, þurfti ekki að fara strax út aftur,
2 Maður bíður bana af völdum líkamsárásar í
Tryggvagötu á mánudaginn. Tíminn, föstudaginn
2. ágúst 1957, 41. árg., 169. tbl., bls. 1.
Áhöfnin á bv. Júlí GK 21, 8. febrúar 1959
1) Þórður Pétursson, skipstjóri, Reykjavík,
2) Hafliði Þórður Stefánsson, 1. stýrimaður, Hafnarfirði,
3) Þorvaldur Benediktsson, 2. stýrimaður, (Valdi Benna), Hafnarfirði,
4) Stefán Hólm Jónsson, 1. vélstjóri (Stebbi danski), Reykjavík,
5) Guðlaugur Karlsson, 2. vélstjóri, Hafnarfirði,
6) Runólfur Viðar Ingólfsson, 3. vélstjóri, Reykjavík,
7) Skúli Lárus Benediktsson, kyndari, Reykjavík,
8) Svanur Pálmar Þorvarðarson, kyndari, Reykjavík,
9) Hörður Kristinsson, loftskeytamaður, Hafnarfirði,
10) Kristján Ólafsson, 1. kokkur (Kiddi kokkur), Reykjavík,
11) Viðar Axelsson, 2. kokkur (Viddi kokkur), Reykjavík,
12) Andrés Hallgrímsson, bátsmaður (Andrés önd), Reykjavík,
13) Benedikt Sveinsson, netamaður, (Bensi sailor), Reykjavík,
14) Jóhann Sigurðsson, netamaður, Reykjavík,
15) Ólafur Ólafsson, netamaður, (Óli í Slippnum, Óli langi), Reykjavík,
16) Ragnar Guðjón Karlsson, netamaður (Mánaskallinn), Reykjavík,
17) Sigmundur Finnsson, netamaður, (Búturinn, Simmi), Reykjavík,
18) Aðalsteinn Júlíusson, háseti, Hítarnesi, Kolbeinsstaðahreppi,
19) Benedikt Þorbjörnsson, háseti, (Bessi), Reykjavík,
20) Björgvin Jóhannsson, háseti, Reykjavík,
21) Björn Heiðar Þorsteinsson, háseti, Akureyri,
22) Guðmundur Þórir Elíasson, háseti (Gvendur Tarsan), Akranesi,
23) Jón Geirsson, háseti, Borgarnesi,
24) Jón Haraldsson, háseti, Kópavogi,
25) Magnús Gíslason, háseti, Hafnarfirði,
26) Magnús Guðmundsson, háseti, Reykjavík,
27) Magnús Gunnar Sveinsson, háseti, Reykjavík,
28) Ólafur Snorrason, háseti, Patreksfirði,
29) Sigurður Guðnason, háseti, Akranesi,
30) Þorkell Árnason, háseti, Hveragerði, Reykjavík.
Vilhjálmur frá Skálholti orti. Einar skáld Benediktsson.