Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 33
Sjómannablaðið Víkingur – 33 en sló þá til með þeim á Júlí og hætti svo við. En hefði ég byrjað á Júlí þarna, hefði ég líklegast verið eitthvað áfram á honum, fór ekki mikið, einn túr á skip. Viku seinna réði ég mig á Skúla Magnús- son og var á honum næst, hélt, að það yrði Nýfundnaland, en þegar við vorum komnir út á Flóann, kom skeyti og sagt, fiskið fyrir England. Var nú staddur úti í Bremerhaven, þegar fréttin kom um Júlí, og stelpurnar sýndu okkur eintak af Morgunblaðinu, sem einhverjir höfðu skilið eftir. Ég var í söluferð í Þýzkalandi í febrúar 1959. Stelpurnar á veitinga- staðnum komu með Moggann til okkar, vissu, að við vorum íslenzkir, og þarna voru fréttirnar um Júlí. Einhverjir höfðu skilið blaðið eftir hjá þeim. Þær þekktu þá. Júlí hafði oft selt þarna. Þeir voru að fiska fram á síðustu stundu, fullt dekkið af karfa, lúgurnar voru opnar, þegar óveðrið skall á, allt óklárt. Þarf ekki nema smágusu af sjó niður í lest, þá fer allt af stað og þeir yfirum; farið niður, strax um kvöldið 7. febrúar. Dáni kveikur. Hálfdán hét hann. Hann var á stýrisvakt á Aski í þessu veðri þarna á Nýfundnalandi og sá úr brúnni ljós framundan í myrkrinu. Beygði sig svo niður til að kveikja í sigarettu. Þegar hann leit upp aftur, var ljósið farið. Þarna var Júlí að fara niður. Hann var viss um, að þetta hafi verið ljós á Júlí. Dáni þekkti Andrés önd. Dáni er látinn fyrir nokkrum árum, en þeir voru að tala um þetta nýlega, félagarnir. Einnig hef ég heyrt, að Hvalfellið hafi fengið lofttúðu í trollið, sem þeir töldu vera af Júlí. Ekki veit ég meira um það. - Framhald. Um borð í Fylki. Guðmundur Heimir Pálmason að splæsa auga til að húkka á pollana í höfn, og Stjáni jökull heldur við. Uppi í mastri er Ármann, háseti, maður utan af landi, sem bjó í húsi á móti Franska spítalanum við Lindargötu. Kristján var lengi stýrimaður á línuveiðaranum Jökli og hlaut af því viðurnefnið; heitur íhaldsmaður. Eitt af uppnefnum Guðmundar var grandari, hin voru mislangur og Lilli (það síðasta frá barnæsku). Togarinn Júní í höfn á Grænlandi. Bátsmaðurinn stendur við skipið. Mynd: Árni Einarsson.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.