Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 35
Sjómannablaðið Víkingur – 35 umfangsmikla verslun. Hann var fyrstur Austfirðinga til þess að byggja og reka íshús sem á þeim árum voru nauðsynleg til geymslu beitusíldar en síldin var þá og er enn einhver besta þorskbeitan. Í Reykjavík var búið að gera margar til- raunir til þess að frysta beitu en allar höfðu þær mistekist. Um það kemur eftirfarandi fram í bókinni „Kælitækni“ eftir Gunnar Bjarnason fyrrverandi skólameistara Vél- skóla Íslands. Umfjöllunin hefst þannig á síðu 27 í bókinni: „Svo vel vildi til að hér var til um þessar mundir hugkvæmur athafna- maður, sem sá að hér þurfti kunnáttu til. Brjóstvitið, sem margir, jafnvel enn þann dag í dag, trúa til alls var hér ekki nóg. Er hér átt við athafna- manninn Tryggva Gunnarsson. Eftir 1890 hafðist hann handa um að reyna að fá hingað kunnáttumann til að ráða fram úr þessum vanda með þeim heillavænlega árangri að hingað fluttist merkismaðurinn og braut- ryðjandinn á þessu sviði Jóhannes Nordal. Hann kom frá Winnipeg í Kanada sumarið 1894. Jóhannes mun hafa kunnað mjög vel til verka, það sýna framkvæmdir hans og hafði auk þess marga eigin- leika hins úrræðagóða framkvæmda- manns. Hjá honum sameinaðist kunnátta og hugmyndaflug. Hann kunni þá list að einbeita kröftum sínum að því hlutverki sem honum var falið. Hann starfaði við íshúsið til 1932 og lést í hárri elli 95 ára 1946. Um líkt leyti og Jóhannes kom til landsins eða nokkru síðar, kom hing- að til lands annar Vestur Íslendingur, Ísak Jónsson, sem setti upp íshús í Mjóafirði og Seyðisfirði. Nefndur Ísak sem starfað hafði við íshús í Selkirk og lært þar að frysta fisk en hann og Konráð Hjálmarsson voru bræðrasynir“. Í framhaldinu var Austfirðingum boð- in aðstoð við að reisa íshús sem þegin var bæði í Mjóafirði og einnig í Seyðis- firði. Þegar íshúsið í Mjóafirði hafði verið byggt fyrir reikning Konráðs Hjálmars- sonar bauð hann sveitungum sínum þátttöku í rekstri íshússins sem leiddi til þess að stofnað var Frosthúsfélag Mjóa- fjarðar sem starfaði í 30 ár. Fundargerðir félagsins gefa til kynna að Konráð, sem í fyrstu var nefndur „aðaleigandi húss- ins,“ hafi komið vel fram við sveitunga sína hvað þennan rekstur varðar en þegar þröngt var orðið í húsinu þá byggði hann við íshúsið á eigin kostnað. Helstu stærðir skipsins Súlan SU-1 fór á íslenska skipaskrá 2. febrúar 1903 mældist þá 117 brúttótonn (brl), undir þilfari 110 brl. og 75 nettó- tonn. Þá var mesta lengdin 29.61m, Rosenberg mekaniska verksted í Stafangri en hér var 75 hö gufuvélin sett niður í Súluna og frá henni gengið í janúar 1903. Fjallið Súlan sem Konráð Vilhjálmsson nefndi skip sitt eftir (til hægri á mynd). Fjallið er sunnanmegin Mjóafjarðar og ef vel er að gáð má sjá móta fyrir bæ í norðaustur frá fjallinu. Þessi bær hét Reykir en þar var Konráð fæddur og þar ólst hann upp.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.