Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 19
Ramsgate þar sem þeir voru að skoða
neðansjávarlagnir. Veran var aðeins einn
mánuður á þessu skipi enda eru starfs-
menn Redwise ekki ráðnir til langtíma á
þau skip sem þeir sigla á.
Næsta skip var 8.000 tonna þunga-
flutningaskip, Roelof, sem búið var
tveimur 150 tonna krönum. Skipið var í
eigu skipstjórans sem reyndar var mjög
trúaður maður. Skipið gekk gjarnan
undir nafninu kirkjan en kallinn var
meðal annars með guðsþjónustu í brúnni
á sunnudögum. Áður en heimskreppan
skall á stöðvaði hann skipið frá miðnætti
á laugardegi og hreyfði ekki skipið allan
sunnudaginn. Þegar fjárhagserfiðleikarnir
fóru að herja á gerði bankinn, sem lánað
hafði skipstjóranum, kröfu um að skipið
sigldi sjö daga vikunnar og því varð kall-
inn að hlýða. Skipstjórinn hafði ráðið 5
Filippseyinga á skipið sem allir höfðu
hlotið herþjálfun. Þegar skipinu var siglt
um sjóræningjasvæði hafði hann alltaf
tvo þeirra á vakt allan sólarhringinn og
voru þeir þá vopnaðir, hvor á sínum
brúarvæng. Skipstjórinn hafði komið
með vopnin frá Hollandi og sagðist
hann hafa fundið í hollenskum siglinga-
lögum ákvæði um að ef hollenska ríkið
gæti ekki varið sjómenn sína mættu þeir
vopnbúast. Og það gerði hinn trúaði
skipstjóri sannarlega.
Hjá Leppalúða og Gilitrutt
Tími Elfars með þessum sérstaka skip-
stjóra varð ekki langur því á daginn kom
að hann hafði ekki sjóferðabók og til að
bjarga því þá þurfti hann að verða sér út
um hollensk réttindi. Hann var því send-
ur til Rotterdam þar sem hann dvaldist á
hóteli í viku tíma meðan hann undirbjó
sig undir að taka próf sem varð til þess
að hann fékk bæði hollensk atvinnurétt-
indi og hollenska sjóferðabók. Næsta
verkefni var að sigla nýjum 28 metra
dráttarbát, Frey, frá Galatz í Rúmeníu til
Kartagena í Kólumbíu.
Þökk sé flugvélum sem hafa stytt
ferðaleiðir sjómanna og gert þeim
kleift að komast til skipa sinna á sem
skemmstum tíma en það tekur alltaf sinn
tíma þó að sigla þeim á áfangastað. Saga
Jules Vernes, Umhverfis jörðina á 80
Brunadælur og slökkvibyssur prófaðar til að gera sig klára að takast á við sjóræningja.