Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 23
Sjómannablaðið Víkingur – 23
allar sjóræningjavarnirnar fjarlægðar
þannig að þegar þeir komu til hafnar í
Valetta var ekkert sem benti til þess að
þeir væru nýkomnir af sjóræningja-
slóðum.
Nú var dagur að kveldi kominn og
eiginkona og sonur farin að bíða eftir
heimilisföðurnum heim í kvöldmat.
Heima á Íslandi á Elfar foreldra, son og
stjúpdætur sem sannarlega halda tengsl-
um hans heim þótt hann sé ekki á heim-
leið í bráð. Ég var búinn að hlusta í
tæpa fjóra tíma á frásagnir hans af sjó-
mennsku sem ég heillaðist mjög af á
mínum unglingsárum eftir að hafa lesið
skáldsögu sem byggði á lífi hollensks
dráttarbátasjómannsins Jan Wandelaar.
Þessi ferðalög Elfars minna sannarlega á
margt úr þeirri bók. Við kvöddumst fyrir
utan sjómannaheimilið þar sem vel hafði
farið um okkur.
Elfar sat ekki auðum höndum eftir
samtal okkar í Walvis Bay. Hann var ekki
búinn að vera nema tæpan mánuð í fríi
þegar hann var enn og aftur sendur til
Kína og nú til að ferja fiskflutningaskipið
Seifyr til Chile. Eigandi skipsins hafði
gefist upp á skipasmíðastöðinni og ákvað
að taka skipið heim og láta klára það þar.
Á leiðinni yfir Kyrrahafið ákváðu þeir að
„stelast“ til að kíkja við á Pitcairneyjum
en þær hafa í árhundruð verið þekktar
fyrir að vera endastaður uppreisnar-
manna af Bounty. Eyjarnar, sem saman
standa af fjórum eyjum, fundust fyrst
árið 1606 af portúgalska landkönnuðin-
um Fernández de Quirós en Bretar fundu
þær síðan aftur 1767 og nefndu þær í
höfuð þess skipverja sem fyrst sá eyjarn-
ar.
Fletcher Christian, sem leiddi upp-
reisnina á Bounty, tók land á eyjunum
15. janúar 1790 ásamt átta öðrum upp-
reisnarmönnum, sex pólónesum, tólf
konum frá Tahíti og barni einnar kon-
unnar. Saga eyjanna hefur verið þyrnum
stráð allar götur síðan þar sem morð,
drykkjuvandamál, kynferðisleg misnotk-
un á ungum stúlkum og valdabarátta
hafa verið mikið vandamál. Þegar mestur
íbúafjöldi var á eyjunni voru þar 233
íbúar en það var árið 1937. Nú búa þar
45 manns.
Elfar notaði tækifærið að fara um alla
eyjuna á fjórhjóli og fræðast um sam-
félagið þar. Þar eru nú einungis búsettir
tveir afkomendur uppreisnarmannanna
af Bounty. Áhöfnin á Seifyr notaði einnig
tækifærið til vöruskipta við eyjaskeggja
og fengu þá ferska ávexti til að njóta á
leið sinni áfram til heimahafnar skipsins.
Hvað morgundagurinn ber í skauti sér
fyrir heimshornaflakkarann Elfar er ekki
gott að segja en eitt er víst, ævintýrin
bíða hans á hverri báru.
Filippínsku hermennirnir á Roelof við æfingar áður en siglt var inn á sjóræningjaslóðir.
Bounty Bay á Pitcairn-
eyjum þar sem afkom-
endur uppreisnarmanna á
Bounty búa. Skipið Seifyr
liggur utan við báta-
lendinguna en engin höfn
er á eyjunni.
RT Champion og De Ruyter.