Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Blaðsíða 38
38 – Sjómannablaðið Víkingur sem var við Skipagötu á Akureyri en þar var verslað m.a. með ýmiskonar útgerð- arvörur. Þegar Þorsteinn Stefánsson hætti sem yfir-hafnarvörður á Akureyri árið 1967 tók Björn Baldvinsson við því starfi. Björn Baldvinsson Þar sem Björn Baldvinsson var lengst skipstjóri á Súlunni, a.m.k eftir að Leó eignaðist skipið skal æviferill hans rak- inn hér lítillega. Björn var fæddur 24. ágúst 1907 í Hrísey, dáinn 26. júlí 1986 á Akureyri, skipstjóri, vélstjóri og hafn- arvörður á Akureyri. Foreldrar voru Baldvin Þorsteinsson, bóndi á Árbakka, Árskógshreppi, Eyjafirði, síðar skipstjóri á Siglufirði, fæddur 7. október 1879 á Stóru Hámundarstöðum Árskógshreppi Eyjafirði, dáinn 30. október 1950 og kona hans Sólveig Stefánsdóttir fædd 11. júní 1878 á Krossum, Árskógshreppi, dáin 6. júní 1921. Námsferill: tók minna mótorvélstjóra- próf á Siglufirði 1929, hið minna fiski- mannapróf í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1937 og hið meira 1942. Starfsferill: Var sjómaður frá ferm- ingaraldri, síðar stýrimaður á línuveið- aranum Andey með Haraldi Torlacius og skipstjóri á ms. Helga EA-2 á sumrin 1937-1941. Björn eignaðist hlut í ms. Eldey EA ásamt Hreini Pálssyni o.fl. Eld- ey sótti hann til Svíþjóðar og fylgdist með lokafrágangi á smíði skipsins og var þar skipstjóri fyrstu árin eftir að skipið kom til landsins. Þegar hann fluttist frá Hrísey til Akureyrar seldi hann hlut sinn í Eldey og hætti um leið skipstjórn þar. Sumarið 1949 var hann skipstjóri á ms. Nirði EA sem var í eigu Jóns Sólnes. Var síðast skipstjóri á Súlunni EA-300 á árunum 1950-1960 en hætti þá til sjós og varð hafnarvörður við Akureyrarhöfn á árinu 1967-1977. Félags og trúnaðarstörf: Sat í sjódómi á Akureyri. Var um skeið formaður Skip- stjórafélags Norðlendinga og starfaði um árabil í Sjómannadagsráði Akur eyrar. Viðurkenning: Var heiðraður af Sjó- mannadagsráði Akureyrar á sjómanna- daginn 1973. Björn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigrún Bergvinsdóttur, ættuð frá Myrká í Skriðuhreppi í Eyjafirði. Seinni kona Björns var Guðbjörg Kristín Gunn- laugsdóttir, frá Bröttuvöllum í Árskógs- hreppi. Þeim bræðrum Hauki og Sigurði Leóssonum eru færðar þakkir fyrir veittar upplýsingar. Mælibréf, dagsett 10. maí 1943. Súlan stækkuð úr 117 brl. í 127 brl. Siglt inn á Pollinn við Akureyri.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.